Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. mars 2017 07:00 Malasískur lögreglumaður lokar innganginum að sendiráði Norður-Kóreu í Kúala Lúmpúr. Sendiráðsstarfsmenn mega ekki yfirgefa svæðið. vísir/EPA Bandaríkin hafa sent til Suður-Kóreu búnað til að skjóta upp flugskeytum. Einnig hafa þau sent þangað búnað til að koma þar upp öflugum flugskeytavörnum. Bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld skýrðu frá þessu í gær, daginn eftir að Norður-Kórea skaut fjórum flugskeytum á loft, sem öll höfnuðu í hafinu skammt frá Japan. Norður-Kóreustjórn er að vonum harla ósátt við þetta en bæði Kína og Rússland hafa einnig mótmælt þessum hernaðarframkvæmdum Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Flugskeytatilraunir Norður-Kóreu hafa sömuleiðis fengið hörð viðbrögð og hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verið kallað saman, að kröfu Japans og Bandaríkjanna, og er stefnt á fund í dag.Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sagði framferði Norður-Kóreu vera afar hættulegt og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, skorar á Norður-Kóreu að hætta að ögra umheiminum með þessum hætti. Hann sagði flugskeytatilraunirnar vera brot á fjölmörgum ályktunum Öryggisráðsins. Öryggisráðið hefur undanfarin ár sent frá sér þó nokkrar ályktanir þar sem hernaðarbrölt Norður-Kóreu, einkum tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur, er fordæmt og refsiaðgerðir samþykktar. Það hafði meðal annars þau áhrif að í síðasta mánuði skýrði Kínastjórn frá því að öllum innflutningi á kolum frá Norður-Kóreu verði hætt. Þetta segja Kínverjar gert til að uppfylla refsiákvæði í ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í haust. Áhrifin á efnahag Norður-Kóreu verða væntanlega mikil, því allt upp undir 40 prósent af útflutningstekjum landsins hafa komið af kolasölu, og megnið af því hefur farið til Kína. Þessi ákvörðun Kínastjórnar gæti því hæglega orðið upphafið að endalokum margra áratuga einræðisstjórnar í Norður-Kóreu, sem Kim Jong-Un fékk í arf frá föður sínum og afa, þeim Kim Jong-Il og Kim Il-Sung. Morðið á Kim Jong-Nam, hálfbróður núverandi leiðtoga landsins, í Malasíu í síðasta mánuði hefur enn frekar aukið á spennuna milli Norður-Kóreu og umheimsins. Nýjustu vendingar í þeim málum er ákvörðun Norður-Kóreu um að banna malasískum ríkisborgurum að yfirgefa landið, sem Malasíustjórn svaraði svo í sömu mynt með því að banna norðurkóreskum ríkisborgurum að yfirgefa Malasíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Bandaríkin hafa sent til Suður-Kóreu búnað til að skjóta upp flugskeytum. Einnig hafa þau sent þangað búnað til að koma þar upp öflugum flugskeytavörnum. Bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld skýrðu frá þessu í gær, daginn eftir að Norður-Kórea skaut fjórum flugskeytum á loft, sem öll höfnuðu í hafinu skammt frá Japan. Norður-Kóreustjórn er að vonum harla ósátt við þetta en bæði Kína og Rússland hafa einnig mótmælt þessum hernaðarframkvæmdum Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Flugskeytatilraunir Norður-Kóreu hafa sömuleiðis fengið hörð viðbrögð og hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verið kallað saman, að kröfu Japans og Bandaríkjanna, og er stefnt á fund í dag.Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sagði framferði Norður-Kóreu vera afar hættulegt og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, skorar á Norður-Kóreu að hætta að ögra umheiminum með þessum hætti. Hann sagði flugskeytatilraunirnar vera brot á fjölmörgum ályktunum Öryggisráðsins. Öryggisráðið hefur undanfarin ár sent frá sér þó nokkrar ályktanir þar sem hernaðarbrölt Norður-Kóreu, einkum tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur, er fordæmt og refsiaðgerðir samþykktar. Það hafði meðal annars þau áhrif að í síðasta mánuði skýrði Kínastjórn frá því að öllum innflutningi á kolum frá Norður-Kóreu verði hætt. Þetta segja Kínverjar gert til að uppfylla refsiákvæði í ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í haust. Áhrifin á efnahag Norður-Kóreu verða væntanlega mikil, því allt upp undir 40 prósent af útflutningstekjum landsins hafa komið af kolasölu, og megnið af því hefur farið til Kína. Þessi ákvörðun Kínastjórnar gæti því hæglega orðið upphafið að endalokum margra áratuga einræðisstjórnar í Norður-Kóreu, sem Kim Jong-Un fékk í arf frá föður sínum og afa, þeim Kim Jong-Il og Kim Il-Sung. Morðið á Kim Jong-Nam, hálfbróður núverandi leiðtoga landsins, í Malasíu í síðasta mánuði hefur enn frekar aukið á spennuna milli Norður-Kóreu og umheimsins. Nýjustu vendingar í þeim málum er ákvörðun Norður-Kóreu um að banna malasískum ríkisborgurum að yfirgefa landið, sem Malasíustjórn svaraði svo í sömu mynt með því að banna norðurkóreskum ríkisborgurum að yfirgefa Malasíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira