Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn Snærós Sindradóttir skrifar 8. mars 2017 06:00 Mikill fjöldi erlendra verkamanna hefur komið hingað til lands í tengslum við verklegar framkvæmdir. vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér á landi en nú. Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins. Ári áður voru þeir rúmlega 16 þúsund og árið 2006 ríflega 12 þúsund. Á þeim tíma stóð meðal annars yfir bygging Kárahnjúkavirkjunar sem hafði í för með sér mikinn innflutning á erlendu vinnuafli.„Við erum með sveiflukennt hagkerfi sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fáum svona mikinn innflutning á erlendu vinnuafli með reglulegu millibili. Það væri heppilegra fyrir okkur ef þetta væri jafnari uppbygging í byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Tiltölulega lítil fækkun varð í liði erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins. Lægst varð hlutfallið árið 2012 þegar 8,2 prósent vinnumarkaðsins voru skipuð erlendum ríkisborgurum, samtals 14.683 talsins. „Það fóru mun færri af landi brott en reiknað var með. Þessi sprenging sem er að verða núna er því að koma ofan á það sem var fyrir,“ segir Karl. Hann segir horfur benda til þess að erlendu vinnuafli haldi áfram að fjölga. Íslendingar séu einfaldlega of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem inna þarf af hendi. „Við höfum í raun ekkert vinnuafl innanlands til að mæta frekari vexti í byggingariðnaði. Það er helst að menn horfi til þess að Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun muni í einhverjum mæli koma heim.“ Þá hefur atvinnuleysi hér á landi verið í lágmarki en atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru 917 talsins í loks ársins og þar með 21,2 prósent af öllum atvinnulausum á landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér á landi en nú. Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins. Ári áður voru þeir rúmlega 16 þúsund og árið 2006 ríflega 12 þúsund. Á þeim tíma stóð meðal annars yfir bygging Kárahnjúkavirkjunar sem hafði í för með sér mikinn innflutning á erlendu vinnuafli.„Við erum með sveiflukennt hagkerfi sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fáum svona mikinn innflutning á erlendu vinnuafli með reglulegu millibili. Það væri heppilegra fyrir okkur ef þetta væri jafnari uppbygging í byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Tiltölulega lítil fækkun varð í liði erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins. Lægst varð hlutfallið árið 2012 þegar 8,2 prósent vinnumarkaðsins voru skipuð erlendum ríkisborgurum, samtals 14.683 talsins. „Það fóru mun færri af landi brott en reiknað var með. Þessi sprenging sem er að verða núna er því að koma ofan á það sem var fyrir,“ segir Karl. Hann segir horfur benda til þess að erlendu vinnuafli haldi áfram að fjölga. Íslendingar séu einfaldlega of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem inna þarf af hendi. „Við höfum í raun ekkert vinnuafl innanlands til að mæta frekari vexti í byggingariðnaði. Það er helst að menn horfi til þess að Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun muni í einhverjum mæli koma heim.“ Þá hefur atvinnuleysi hér á landi verið í lágmarki en atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru 917 talsins í loks ársins og þar með 21,2 prósent af öllum atvinnulausum á landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira