Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2017 10:30 Fastlega er reiknað með því að innan tíðar muni vera hægt að eiga í samskiptum við öll helstu tæki heimilisins Vísir/Getty „Vandamálið við Ísland er smæðin. Ísland er neðarlega á listanum, það er bara kaldur raunveruleiki,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri hjá bandaríska tæknirisanum Google, aðspurður um hvort til stæði að snara Google Assistant, stafrænum aðstoðarmann Google, yfir á íslensku. Guðmundur, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant, hélt erindi á morgunfundi Samtaka atvinnulífsins og Amerísk-Íslenska viðskiptaráðsins í gær undir yfirskriftinni Hvað segir Google um Ísland? Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. Google Assistant svipar til Siri, sem eigendur iPhone-síma þekkja, og Cortönu, sem notendur Windows 10 þekkja. Getur forritið tekið við raddskipunum eða einfaldlega spjallað við notendur ef sá gállinn er á þeim. Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé slíkur stafrænn aðstoðarmaður sem geti skilið flóknar fyrirskipanir.Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsinsGuðmundur Hafsteinsson hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá 2005.vísir/Anton BrinkHafa sérfræðingar á þessu sviði bent á að afar brýnt sé að íslenskan fái að fylgja með í þessari þróun, enda líklegt að innan fárra ára muni verða hægt að spjalla við heimilistæki á borð við ísskápa og þvottavélar. Verði það ekki hægt á íslensku sé líklegt að illa geti farið, enda sé íslenskan á lista yfir þau tungumál sem séu í hættu á að deyja „stafrænum dauða. Bent hefur þó verið á að ólíklegt sé að stórfyrirtæki á borð við Google og Apple muni láta þessa aðstoðarmenn skilja og tala íslensku og fór Guðmundur yfir hlið Google á þessu máli.Ef valið stendur á milli Íslands og Japan væri svarið alltaf Japan „Eins og staðan er í dag þá er það þetta mjög einfalt. Maður tekur bara hvert land fyrir sig og metur hvað séu mögulega margir notendur í þessu landi og þannig röðum við þessu niður. Ísland er ekki á toppi þessa lista,“ sagði Guðmundur um hvað réði því hvaða tungumál væri verið að leggja áherslu á varðandi Google Assistant sem nú þegar er í boði á ensku og þýsku. Guðmundur ræddi möguleikana á því að Ísland gæti hoppað upp röðina með því að leggja áherslu á að verða eins konar prufumarkaður fyrir fyrirtæki á borð við Google. Við fyrstu sýn gæti það litið út fyrir að vera álitlegur kostur enda Ísland fámenn þjóð en að sama skapi er tölvu- og snjallsímaeign mjög almenn. Guðmundur sagði að þetta væri ekki svo einfalt.Sjá einnig: Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google„Ég hef rætt þetta við mjög marga innan Google og viðrað þessa hugmynd en ég fæ alltaf spurninguna: Af hverju? Hvað fær Google út úr því að nota Ísland sem prufumarkað? Satt best að segja hef ég ekki haft svörin,“ sagði Guðmundur sem sagðist þó gjarnan vilja hafa svörin og að það væri vilji Google til þess að bjóða Google Assistant upp á eins mörgum tungumálum eins og hægt er, það kostaði hins vegar gríðarlega vinnu.Ýmsir telja líklegt að í framtíðinni verði hægt að eiga í svipuðum samskiptum og Joaquin Phoenix átti við stafrænan aðstoðarmann sinn í kvikmyndinni Her.Guðmundur var þá spurður að því hvort að Ísland yrði álitlegur kostur ef allt kapp væri lagt á að Ísland legði áherslu á nýsköpun svo lokka mætti nýsköpunarfyrirtæki og ákveðna starfsemi stórfyrirtækja á borð við Google til Íslands. Sagði Guðmundur að fjölmargar þjóðir og borgir hefðu reynt það án þess að ná miklum árangri. Til þess þyrfti mjög nákvæma áætlun sem fyrirtæki á borð við Google gætu litið á og séð að þar væri eitthvað sem gerði það að verkum að Ísland yrði álitlegur kostur. Fyrirtæki á borð við Google þyrftu alltaf að meta hvort að það borgaði sig að þróa tiltekna tækni fyrir fámenna þjóð og á kostnað hvers það yrði þá gert.Sjá einnig:„Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“„Þetta eru ekki bara peningar heldur fer tími í þetta hjá fólki sem annars væri að gera eitthvað annað. Blákalt, ef ég væri að horfa á Ísland og að koma þessu yfir á íslensku væri ég að horfa á það eða kannski að koma þessu til Japan. Þetta er frekar auðveld spurning eins og staðan er núna,“ sagði GuðmundurGoogle Assistant er sagt vera fullkomnara en Siri og Cortana.Vísir/AFPSkortir innviði sem Google Assistant getur nýtt sér Því hefur stundum verið fleygt fram að nóg sé að íslensk stjórnvöld eða áhugasöm fyrirtæki taki sig til og taki höndum saman með stórfyrirtækjum til þess að koma íslenskunni inn í þau tæki sem verið er að þróa. Guðmundur var spurður að því hvort að Google Assistant væri hannað þannig að hægt væri að koma mörgum tungumálum inn í tæknina án mikillar fyrirhafnar. Sagði Guðmundur að þrátt fyrir að reynt væri að straumlínulaga ferlið væri það gríðarlega flókið. „Ef það væri þannig gætum við skalað þetta fyrir öll tungumál eins og skot. Þetta er flóknara en þetta snýst ekki bara um að skilja tungumálið,“ sagði Guðmundur. Tók hann Ísland sem dæmi og að hér væri lítið af þjónustu sem væri hægt að nýta tæki á borð við Google Assistant. Vissulega væri mögulega hægt að fletta upp upplýsingum á netinu en fyrir utan það væri ekki um auðugan garð að gresja. Tók hann sem dæmi að í Bandaríkjunum gæti hann pantað sér leigubíl með því einu að tala við Google Assistant.Sjá einnig:Auðveldara að fá fjármagn til að bjarga hafnargarðinum en íslenskri tungu„Ef okkur er alvara með þetta þurfum við líka að koma á þjónustunni. Ég get ekki pantað borð á veitingastað hér, við erum svo langt frá þessu. Það þarf að koma á þessari þjónustu til þess að byggja undir þetta. Það þarf að byggja innviðina svo það sé eitthvað fyrir Google Assistant að gera.“Fjármagn þarf til þess að efla starf háskólanna.Vísir/Anton/ValgarðurStórefling menntakerfisins svarið til þess að bjarga íslenskri tungu Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerð verði markviss áætlun þar sem allt að tveir milljarðar renni í verkefni sem miða að því að efla íslenska máltækni. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins spurði Guðmund hvað hann teldi að Íslendingar ættu að gera á næstu fimm árum til þess að efla máltækni. Það stóð ekki á svarinu hjá Guðmundi. Ekki væri nóg að safna gögnum og koma á einföldum kerfum. Ísland þyrfti að bjóða upp á eitthvað sem fengi stórfyrirtæki til þess að vilja koma hingað til lands með tæknina sína. „Ég myndi byrja á því að horfa á háskólana og menntakerfið,“ sagði Guðmundur og vildi að íslenskir háskólar myndu leggja áherslu á það sem kallast „deep learning“ eða djúptauganet sem er angi rannsókna í gervigreind og reynir að herma eftir því hvernig mannsheilinn virkar. Rannsóknir lofa góðu og segir Guðmundur að á þessu sviði sé mikil þróun á sviði máltækni. Þar geti Ísland náð forskoti og þar með eflt alla þróun í íslenskri máltækni umtalsvert.Sjá einnig: „Ég er búinn að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“„Ég myndi fjárfesta þar vegna þess að það myndi koma með tæknina og starfsfólkið til þess að vinna í þróun fyrir máltækni. Það er eitt að safna gögnum og reyna að nýta fyrir fyrirtæki, það er skammtímalausn. Hún er góð á vissan hátt líka en raunverulega lausnin er að koma með hæfileika og þekkingu hingað,“ sagði Guðmundur. Þannig myndi skapast hvati fyrir fyrirtæki á borð við Apple og Google, sem og minni nýsköpunarfyrirtæki, til þess að koma til Íslands. Þannig myndi nást raunverulegar framfarir í íslenskri máltækni. Taldi hann að ef vilji væri til gæti Háskóli Íslands eða Háskólinn í Reykjavík, eða báðir í sameiningu, náð forskoti á sviði rannsókna í djúptauganeti á fimm árum „Ég myndi leggja allt í þetta. ég er sannfærður um að ef við gerum það þá myndum koma vel út úr því. Ef við höfum áhyggjur af tungumálinu er þetta besta leiðin til þess að redda því.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Íslenska á tölvuöld: Ryksugur framtíðarinnar gætu talað íslensku Með Amazon Polly eru möguleikarnir nánast endalausir segir sérfræðingur Blindrafélagsins. 6. desember 2016 10:15 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
„Vandamálið við Ísland er smæðin. Ísland er neðarlega á listanum, það er bara kaldur raunveruleiki,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri hjá bandaríska tæknirisanum Google, aðspurður um hvort til stæði að snara Google Assistant, stafrænum aðstoðarmann Google, yfir á íslensku. Guðmundur, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant, hélt erindi á morgunfundi Samtaka atvinnulífsins og Amerísk-Íslenska viðskiptaráðsins í gær undir yfirskriftinni Hvað segir Google um Ísland? Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. Google Assistant svipar til Siri, sem eigendur iPhone-síma þekkja, og Cortönu, sem notendur Windows 10 þekkja. Getur forritið tekið við raddskipunum eða einfaldlega spjallað við notendur ef sá gállinn er á þeim. Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé slíkur stafrænn aðstoðarmaður sem geti skilið flóknar fyrirskipanir.Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsinsGuðmundur Hafsteinsson hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá 2005.vísir/Anton BrinkHafa sérfræðingar á þessu sviði bent á að afar brýnt sé að íslenskan fái að fylgja með í þessari þróun, enda líklegt að innan fárra ára muni verða hægt að spjalla við heimilistæki á borð við ísskápa og þvottavélar. Verði það ekki hægt á íslensku sé líklegt að illa geti farið, enda sé íslenskan á lista yfir þau tungumál sem séu í hættu á að deyja „stafrænum dauða. Bent hefur þó verið á að ólíklegt sé að stórfyrirtæki á borð við Google og Apple muni láta þessa aðstoðarmenn skilja og tala íslensku og fór Guðmundur yfir hlið Google á þessu máli.Ef valið stendur á milli Íslands og Japan væri svarið alltaf Japan „Eins og staðan er í dag þá er það þetta mjög einfalt. Maður tekur bara hvert land fyrir sig og metur hvað séu mögulega margir notendur í þessu landi og þannig röðum við þessu niður. Ísland er ekki á toppi þessa lista,“ sagði Guðmundur um hvað réði því hvaða tungumál væri verið að leggja áherslu á varðandi Google Assistant sem nú þegar er í boði á ensku og þýsku. Guðmundur ræddi möguleikana á því að Ísland gæti hoppað upp röðina með því að leggja áherslu á að verða eins konar prufumarkaður fyrir fyrirtæki á borð við Google. Við fyrstu sýn gæti það litið út fyrir að vera álitlegur kostur enda Ísland fámenn þjóð en að sama skapi er tölvu- og snjallsímaeign mjög almenn. Guðmundur sagði að þetta væri ekki svo einfalt.Sjá einnig: Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google„Ég hef rætt þetta við mjög marga innan Google og viðrað þessa hugmynd en ég fæ alltaf spurninguna: Af hverju? Hvað fær Google út úr því að nota Ísland sem prufumarkað? Satt best að segja hef ég ekki haft svörin,“ sagði Guðmundur sem sagðist þó gjarnan vilja hafa svörin og að það væri vilji Google til þess að bjóða Google Assistant upp á eins mörgum tungumálum eins og hægt er, það kostaði hins vegar gríðarlega vinnu.Ýmsir telja líklegt að í framtíðinni verði hægt að eiga í svipuðum samskiptum og Joaquin Phoenix átti við stafrænan aðstoðarmann sinn í kvikmyndinni Her.Guðmundur var þá spurður að því hvort að Ísland yrði álitlegur kostur ef allt kapp væri lagt á að Ísland legði áherslu á nýsköpun svo lokka mætti nýsköpunarfyrirtæki og ákveðna starfsemi stórfyrirtækja á borð við Google til Íslands. Sagði Guðmundur að fjölmargar þjóðir og borgir hefðu reynt það án þess að ná miklum árangri. Til þess þyrfti mjög nákvæma áætlun sem fyrirtæki á borð við Google gætu litið á og séð að þar væri eitthvað sem gerði það að verkum að Ísland yrði álitlegur kostur. Fyrirtæki á borð við Google þyrftu alltaf að meta hvort að það borgaði sig að þróa tiltekna tækni fyrir fámenna þjóð og á kostnað hvers það yrði þá gert.Sjá einnig:„Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“„Þetta eru ekki bara peningar heldur fer tími í þetta hjá fólki sem annars væri að gera eitthvað annað. Blákalt, ef ég væri að horfa á Ísland og að koma þessu yfir á íslensku væri ég að horfa á það eða kannski að koma þessu til Japan. Þetta er frekar auðveld spurning eins og staðan er núna,“ sagði GuðmundurGoogle Assistant er sagt vera fullkomnara en Siri og Cortana.Vísir/AFPSkortir innviði sem Google Assistant getur nýtt sér Því hefur stundum verið fleygt fram að nóg sé að íslensk stjórnvöld eða áhugasöm fyrirtæki taki sig til og taki höndum saman með stórfyrirtækjum til þess að koma íslenskunni inn í þau tæki sem verið er að þróa. Guðmundur var spurður að því hvort að Google Assistant væri hannað þannig að hægt væri að koma mörgum tungumálum inn í tæknina án mikillar fyrirhafnar. Sagði Guðmundur að þrátt fyrir að reynt væri að straumlínulaga ferlið væri það gríðarlega flókið. „Ef það væri þannig gætum við skalað þetta fyrir öll tungumál eins og skot. Þetta er flóknara en þetta snýst ekki bara um að skilja tungumálið,“ sagði Guðmundur. Tók hann Ísland sem dæmi og að hér væri lítið af þjónustu sem væri hægt að nýta tæki á borð við Google Assistant. Vissulega væri mögulega hægt að fletta upp upplýsingum á netinu en fyrir utan það væri ekki um auðugan garð að gresja. Tók hann sem dæmi að í Bandaríkjunum gæti hann pantað sér leigubíl með því einu að tala við Google Assistant.Sjá einnig:Auðveldara að fá fjármagn til að bjarga hafnargarðinum en íslenskri tungu„Ef okkur er alvara með þetta þurfum við líka að koma á þjónustunni. Ég get ekki pantað borð á veitingastað hér, við erum svo langt frá þessu. Það þarf að koma á þessari þjónustu til þess að byggja undir þetta. Það þarf að byggja innviðina svo það sé eitthvað fyrir Google Assistant að gera.“Fjármagn þarf til þess að efla starf háskólanna.Vísir/Anton/ValgarðurStórefling menntakerfisins svarið til þess að bjarga íslenskri tungu Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að gerð verði markviss áætlun þar sem allt að tveir milljarðar renni í verkefni sem miða að því að efla íslenska máltækni. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins spurði Guðmund hvað hann teldi að Íslendingar ættu að gera á næstu fimm árum til þess að efla máltækni. Það stóð ekki á svarinu hjá Guðmundi. Ekki væri nóg að safna gögnum og koma á einföldum kerfum. Ísland þyrfti að bjóða upp á eitthvað sem fengi stórfyrirtæki til þess að vilja koma hingað til lands með tæknina sína. „Ég myndi byrja á því að horfa á háskólana og menntakerfið,“ sagði Guðmundur og vildi að íslenskir háskólar myndu leggja áherslu á það sem kallast „deep learning“ eða djúptauganet sem er angi rannsókna í gervigreind og reynir að herma eftir því hvernig mannsheilinn virkar. Rannsóknir lofa góðu og segir Guðmundur að á þessu sviði sé mikil þróun á sviði máltækni. Þar geti Ísland náð forskoti og þar með eflt alla þróun í íslenskri máltækni umtalsvert.Sjá einnig: „Ég er búinn að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“„Ég myndi fjárfesta þar vegna þess að það myndi koma með tæknina og starfsfólkið til þess að vinna í þróun fyrir máltækni. Það er eitt að safna gögnum og reyna að nýta fyrir fyrirtæki, það er skammtímalausn. Hún er góð á vissan hátt líka en raunverulega lausnin er að koma með hæfileika og þekkingu hingað,“ sagði Guðmundur. Þannig myndi skapast hvati fyrir fyrirtæki á borð við Apple og Google, sem og minni nýsköpunarfyrirtæki, til þess að koma til Íslands. Þannig myndi nást raunverulegar framfarir í íslenskri máltækni. Taldi hann að ef vilji væri til gæti Háskóli Íslands eða Háskólinn í Reykjavík, eða báðir í sameiningu, náð forskoti á sviði rannsókna í djúptauganeti á fimm árum „Ég myndi leggja allt í þetta. ég er sannfærður um að ef við gerum það þá myndum koma vel út úr því. Ef við höfum áhyggjur af tungumálinu er þetta besta leiðin til þess að redda því.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Íslenska á tölvuöld: Ryksugur framtíðarinnar gætu talað íslensku Með Amazon Polly eru möguleikarnir nánast endalausir segir sérfræðingur Blindrafélagsins. 6. desember 2016 10:15 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15
Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45
Íslenska á tölvuöld: Ryksugur framtíðarinnar gætu talað íslensku Með Amazon Polly eru möguleikarnir nánast endalausir segir sérfræðingur Blindrafélagsins. 6. desember 2016 10:15
Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15