Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2017 20:55 Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar veita Erdoğan töluvert meiri völd en hann hafði áður og segir hann að skýr meirihluti hafi stutt breytingarnar. Stjórnarandstaðan vill endurtalningu og telja að brögðum hafi verið beitt. Erdoğan ávarpaði þjóðina þegar 99% atkvæða höfðu verið talin. Kjörnefnd hefur nú staðfest að meirihluti kjósenda hafi kosið með breytingunni. 51,37% kjósenda kusu með breytingunum en 48,63% kusu gegn þeim. Alls kusu um 47,5 milljónir manns. Í ávarpinu óskaði hann eftir því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði virt. Þá viðraði hann einnig þann möguleika að haldin yrði atkvæðagreiðsla um hvort Tyrkir myndu taka upp dauðarefsingu á ný. „Í dag hefur Tyrkland tekið sögulega ákvörðun,“ sagði Erdoğan meðal annars. „Með krafti fólksins höfum við hrint í framkvæmt mikilvægustu breytingunni í sögu landsins okkar.“Völd forseta aukin á kostnað þingsins Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins. Þannig mun Erdoğan hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Meðlimir stjórnarandstöðunnar höfðu véfengt að slíkar breytingar á stjórnarskránni væru nauðsynlegar, en Erdoğan sagði að þeim væri ætlað að auka öryggi landsins, níu mánuðum eftir valdaránstilraunina í júlí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan telur breytingarnar fela í sér of mikið vald forseta og hafa nú þegar krafist þess að 60% atkvæða verði endurtalinvegna þess að óstimplaðir kjörseðlar voru teknir gildir. Íbúar í Istanbúl eru þegar farnir að streyma á götur út til að mótmæla niðurstöðunum, samkvæmt frétt Reuters. Tengdar fréttir Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02 Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar veita Erdoğan töluvert meiri völd en hann hafði áður og segir hann að skýr meirihluti hafi stutt breytingarnar. Stjórnarandstaðan vill endurtalningu og telja að brögðum hafi verið beitt. Erdoğan ávarpaði þjóðina þegar 99% atkvæða höfðu verið talin. Kjörnefnd hefur nú staðfest að meirihluti kjósenda hafi kosið með breytingunni. 51,37% kjósenda kusu með breytingunum en 48,63% kusu gegn þeim. Alls kusu um 47,5 milljónir manns. Í ávarpinu óskaði hann eftir því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði virt. Þá viðraði hann einnig þann möguleika að haldin yrði atkvæðagreiðsla um hvort Tyrkir myndu taka upp dauðarefsingu á ný. „Í dag hefur Tyrkland tekið sögulega ákvörðun,“ sagði Erdoğan meðal annars. „Með krafti fólksins höfum við hrint í framkvæmt mikilvægustu breytingunni í sögu landsins okkar.“Völd forseta aukin á kostnað þingsins Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins. Þannig mun Erdoğan hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Meðlimir stjórnarandstöðunnar höfðu véfengt að slíkar breytingar á stjórnarskránni væru nauðsynlegar, en Erdoğan sagði að þeim væri ætlað að auka öryggi landsins, níu mánuðum eftir valdaránstilraunina í júlí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan telur breytingarnar fela í sér of mikið vald forseta og hafa nú þegar krafist þess að 60% atkvæða verði endurtalinvegna þess að óstimplaðir kjörseðlar voru teknir gildir. Íbúar í Istanbúl eru þegar farnir að streyma á götur út til að mótmæla niðurstöðunum, samkvæmt frétt Reuters.
Tengdar fréttir Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02 Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02
Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20
„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37