Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2017 10:20 Tayyip Erdogan ávarpar samkomu í Kastamonu í Tyrklandi, 22. mars 2017. Vísir/AFP Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. Stjórnarskrárbreytingarnar fela í sér að embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd þingsins verða minnkuð verulega og tekið verður upp eiginlegt forsetaræði. Embætti forseta mun hafa forræði á fjárlögum tyrkneska ríkisins og þar með ríkisútgjöldum. Þá mun forsetinn hafa vald til að tilnefna bæði dómara og saksóknara. Þannig verður dómsvaldið í landinu veikt verulega. Feneyjarnefndin, sem er ráðgefandi stofnun Evrópuráðsins í málefnum er varða stjórnskipun ríkja, hefur gagnrýnt tillögurnar og sagt þær mikið skref aftur á bak. Þannig muni ólíkir handhafar ríkisvaldsins ekki lengur hafa nauðsynlegt tilsjón og taumhald (e. checks and balances) með hvor öðrum eins og almennt tíðkast þegar þrígreining ríkisvaldsins er annars vegar. Leikurinn er ójafn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Áróður hefur dunið á almenningi úr öllum áttum um að segja já í atkvæðagreiðslunni í dag. Economist greinir frá því að af 168,5 klukkutíma umfjöllun um þjóðaratkvæðagreiðsluna á sautján sjónvarpsstöðvum í Tyrklandi í mars höfðu stuðningsmenn já og þar með stuðningsmenn Erdogan fengið 90 prósent af útsendingartímanum. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram aðeins tæpu ári eftir misheppnaða valdaránstilraun í landinu. Um það bil 50 þúsund manns sitja nú fangelsi í Tyrklandi á grundvelli upploginna saka, bendlaðir við valdaránið með beinum eða óbeinum hætti. Þá hafa 100 þúsund manns misst vinnuna og þar með lífsviðurværið af sömu ástæðu. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. Stjórnarskrárbreytingarnar fela í sér að embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd þingsins verða minnkuð verulega og tekið verður upp eiginlegt forsetaræði. Embætti forseta mun hafa forræði á fjárlögum tyrkneska ríkisins og þar með ríkisútgjöldum. Þá mun forsetinn hafa vald til að tilnefna bæði dómara og saksóknara. Þannig verður dómsvaldið í landinu veikt verulega. Feneyjarnefndin, sem er ráðgefandi stofnun Evrópuráðsins í málefnum er varða stjórnskipun ríkja, hefur gagnrýnt tillögurnar og sagt þær mikið skref aftur á bak. Þannig muni ólíkir handhafar ríkisvaldsins ekki lengur hafa nauðsynlegt tilsjón og taumhald (e. checks and balances) með hvor öðrum eins og almennt tíðkast þegar þrígreining ríkisvaldsins er annars vegar. Leikurinn er ójafn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Áróður hefur dunið á almenningi úr öllum áttum um að segja já í atkvæðagreiðslunni í dag. Economist greinir frá því að af 168,5 klukkutíma umfjöllun um þjóðaratkvæðagreiðsluna á sautján sjónvarpsstöðvum í Tyrklandi í mars höfðu stuðningsmenn já og þar með stuðningsmenn Erdogan fengið 90 prósent af útsendingartímanum. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram aðeins tæpu ári eftir misheppnaða valdaránstilraun í landinu. Um það bil 50 þúsund manns sitja nú fangelsi í Tyrklandi á grundvelli upploginna saka, bendlaðir við valdaránið með beinum eða óbeinum hætti. Þá hafa 100 þúsund manns misst vinnuna og þar með lífsviðurværið af sömu ástæðu.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira