Floti sjálfakandi leigubíla að koma á götur Phoenix Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2017 21:00 Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Því hefur verið spáð að samgöngubylting sé handan við hornið með sjálfkeyrandi rafmagnsbílum. Svo hröð er þróunin að nú hefur verið tilkynnt um opnun fyrstu leigubílastöðvarinnar. Fyrirtækið Waymo, sem er í eigu Google, er komið með flota rafbíla af gerðinni Fiat Chrysler Pacifica, sem íbúum Phoenix-borgar í Arizona býðst að panta í gegnum app og fá ókeypis far með í tilraunaskyni á næstu mánuðum.Floti sjálfakandi leigubíla frá Waymo, sem er á leið á götur Phoenix og nágrennis.Mynd/Úr kynningarmyndbandi Waymo.Enginn verður við stýrið en fyrst um sinn mun starfsmaður frá Waymo einnig sitja í bílnum í öryggisskyni. Arizona-ríki var valið vegna þess að þar búið að laga löggjöf að notkun sjálfakandi bíla og þar eru hverfandi líkur á snjókomu og hálku. Tilraunir Waymo með bílinn í snjó og hálku standa reyndar yfir í Michigan þessa dagana. Og Frakkar ætla ekki að gefa sitt eftir í kapphlaupinu um þessa gervigreindartækni. Franska fyrirtækið Navya kynnti þennan bíl í vikunni, og sagði hann fyrsta sjálfstýrða leigubíllinn sem verði til sölu á almennum markaði.Sjálfkeyrandi leigubíll Navya var kynntur í París í vikunni.Mynd/Reuters.Í bílnum eru hvorki stýri, stjórnborð né fótstig, hann tekur sex farþega og nær allt að sjötíu kílómetra hraða. Hann er búinn yfir tuttugu skynjurum, myndavélum og ratsjám sem eiga að hjálpa honum að rata rétta leið án þess að rekast á aðra bíla. Frumsýning sjálfvirkrar rafskutlu í Las Vegas í vikunni endaði hins vegar með árekstri við stóran trukk á fyrstu klukkustund, án þess þó að nokkur meiddist. Áreksturinn í Las Vegas. Lögreglan segir sjálfakandi bílinn saklausan.Mynd/Reuters.Lögreglan segir óhappið alfarið vörubílstjóranum að kenna, hann hafi bakkað utan í rafskutluna, sem stóð kyrr. Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Tímamót urðu í vikunni í notkun sjálfakandi bíla þegar tilkynnt var í Bandaríkjunum um fyrstu leigubílastöðina þar sem tölvur með gervigreind hafa alfarið tekið yfir hlutverk bílstjóra. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Því hefur verið spáð að samgöngubylting sé handan við hornið með sjálfkeyrandi rafmagnsbílum. Svo hröð er þróunin að nú hefur verið tilkynnt um opnun fyrstu leigubílastöðvarinnar. Fyrirtækið Waymo, sem er í eigu Google, er komið með flota rafbíla af gerðinni Fiat Chrysler Pacifica, sem íbúum Phoenix-borgar í Arizona býðst að panta í gegnum app og fá ókeypis far með í tilraunaskyni á næstu mánuðum.Floti sjálfakandi leigubíla frá Waymo, sem er á leið á götur Phoenix og nágrennis.Mynd/Úr kynningarmyndbandi Waymo.Enginn verður við stýrið en fyrst um sinn mun starfsmaður frá Waymo einnig sitja í bílnum í öryggisskyni. Arizona-ríki var valið vegna þess að þar búið að laga löggjöf að notkun sjálfakandi bíla og þar eru hverfandi líkur á snjókomu og hálku. Tilraunir Waymo með bílinn í snjó og hálku standa reyndar yfir í Michigan þessa dagana. Og Frakkar ætla ekki að gefa sitt eftir í kapphlaupinu um þessa gervigreindartækni. Franska fyrirtækið Navya kynnti þennan bíl í vikunni, og sagði hann fyrsta sjálfstýrða leigubíllinn sem verði til sölu á almennum markaði.Sjálfkeyrandi leigubíll Navya var kynntur í París í vikunni.Mynd/Reuters.Í bílnum eru hvorki stýri, stjórnborð né fótstig, hann tekur sex farþega og nær allt að sjötíu kílómetra hraða. Hann er búinn yfir tuttugu skynjurum, myndavélum og ratsjám sem eiga að hjálpa honum að rata rétta leið án þess að rekast á aðra bíla. Frumsýning sjálfvirkrar rafskutlu í Las Vegas í vikunni endaði hins vegar með árekstri við stóran trukk á fyrstu klukkustund, án þess þó að nokkur meiddist. Áreksturinn í Las Vegas. Lögreglan segir sjálfakandi bílinn saklausan.Mynd/Reuters.Lögreglan segir óhappið alfarið vörubílstjóranum að kenna, hann hafi bakkað utan í rafskutluna, sem stóð kyrr.
Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30
Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur, segir Frosti Sigurjónsson. 23. maí 2017 21:45