Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 11:15 Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. Huginn Freyr Þorsteinsson Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega eðlilegt að félagshyggjufólk sem skilgreini sig vinstra megin á ásnum setji spurningarmerki við það að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Huginn var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og gerði stjórnarmyndunarviðræður að umtalsefni sínu. Hann var spurður út í þá ólgu sem braust út á meðal félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þegar ljóst var að þreifingar væru á milli VG, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um stjórnarmyndun. Engin niðurstaða liggi fyrir Hann segir jafnframt að ólgan innan Vinstri grænna sé eðlileg í ljósi þess að flokkarnir hafi tekist hart á í ár og áratugi á vettvangi íslenskra stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttir oddviti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður standa, eins og fram hefur komið, í viðræðum við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.Ólgan innan flokksins eðlileg Huginn segir að þær hafi ekki fengi tækifæri á að greina frá niðurstöðum viðræðnanna vegna þess að engar niðurstöður liggi fyrir og því sé eðlilegt að vangaveltur sæki á félagshyggjufólk og að það spyrji sig jafnvel: „Bíddu af hverju? Hvað verður til þess að við erum að ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar? Af hverju myndum við ekki einhverja aðra ríkisstjórn?“ Inn í jöfnuna bætist síðan flokkar sem Huginn segist vilja „koma höggi á VG“ því þeir séu að undirbúa stjórnarandstöðu og að atburðarásin hafi verið „frekar fyrirsjáanleg“.Pattstaða í íslenskum stjórnmálum Huginn bendir á að uppi sé snúin staða í stjórnmálunum vegna þess að flokkarnir hefðu búist við „skarpari skilum“ í nýafstöðnum þingkosningum en að það hafi alls ekki orðið raunin. Í ljósi þess að Vinstri græn hafi þegar reynt og mistekist að mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum séu flokksmenn að hugleiða hvort vænlegra sé fyrir málefni þeirra, eins og innviðauppbyggingu og félagslegt réttlæti, að þau fari inn í ríkisstjórn í stað þess að sitja „á hliðarlínunni“. Vísir greindi frá því í gær að varaformaður Vinstri grænna sagði að afar skiptar skoðanir séu meðal grasrótar og baklands flokksins með óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk eigi erfitt með að sjá Bjarna Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn undir þeirra forystu.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira
Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega eðlilegt að félagshyggjufólk sem skilgreini sig vinstra megin á ásnum setji spurningarmerki við það að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Huginn var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og gerði stjórnarmyndunarviðræður að umtalsefni sínu. Hann var spurður út í þá ólgu sem braust út á meðal félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þegar ljóst var að þreifingar væru á milli VG, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um stjórnarmyndun. Engin niðurstaða liggi fyrir Hann segir jafnframt að ólgan innan Vinstri grænna sé eðlileg í ljósi þess að flokkarnir hafi tekist hart á í ár og áratugi á vettvangi íslenskra stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttir oddviti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður standa, eins og fram hefur komið, í viðræðum við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.Ólgan innan flokksins eðlileg Huginn segir að þær hafi ekki fengi tækifæri á að greina frá niðurstöðum viðræðnanna vegna þess að engar niðurstöður liggi fyrir og því sé eðlilegt að vangaveltur sæki á félagshyggjufólk og að það spyrji sig jafnvel: „Bíddu af hverju? Hvað verður til þess að við erum að ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar? Af hverju myndum við ekki einhverja aðra ríkisstjórn?“ Inn í jöfnuna bætist síðan flokkar sem Huginn segist vilja „koma höggi á VG“ því þeir séu að undirbúa stjórnarandstöðu og að atburðarásin hafi verið „frekar fyrirsjáanleg“.Pattstaða í íslenskum stjórnmálum Huginn bendir á að uppi sé snúin staða í stjórnmálunum vegna þess að flokkarnir hefðu búist við „skarpari skilum“ í nýafstöðnum þingkosningum en að það hafi alls ekki orðið raunin. Í ljósi þess að Vinstri græn hafi þegar reynt og mistekist að mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum séu flokksmenn að hugleiða hvort vænlegra sé fyrir málefni þeirra, eins og innviðauppbyggingu og félagslegt réttlæti, að þau fari inn í ríkisstjórn í stað þess að sitja „á hliðarlínunni“. Vísir greindi frá því í gær að varaformaður Vinstri grænna sagði að afar skiptar skoðanir séu meðal grasrótar og baklands flokksins með óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk eigi erfitt með að sjá Bjarna Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn undir þeirra forystu.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17