Innlent

Reykjanesbær dæmdur til að greiða 3 milljónir vegna skemmda á Þórsvagninum

Birgir Olgeirsson skrifar
Þórsvagninn var hafður til sýnis í Reykjanesbæ.
Þórsvagninn var hafður til sýnis í Reykjanesbæ. vísir/gva
Reykjanesbær þarf að greiða Víkingahringnum ehf. 3,2 milljónir króna vegna skemmda á styttunni Þórsvagninum. 

Árið 2011 óskaði Reykjanesbær eftir því að fá styttuna lánaða til sýnis á Ljósanæturhátíð sem haldin er síðsumars á hverju ári í sveitarfélaginu. Listaverkið er eftir Hauk L. Halldórsson og Sverri Örn Sigurjónsson en það sýnir Þór í vagni sínum dregnum af tveimur höfrum.

Styttunni var komið fyrir á áberandi hæð í Reykjanesbæ skammt frá Reykjanesbæ. Í maí árið 2012 var Árni Sigfússon, þáverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, upplýstur um að skemmdir hefðu verið unnar á styttunni með sprengingu. Í kjölfarið áttu sér stað tölvupóstsamskipti um að færa styttuna til viðgerðar.

Héraðsdómur Reykjaness mat það svo að Reykjanesbær bæri hlutlæga ábyrgð á tjóni á Þórsvagninum meðan verkið var í hans umsjá. Enn fremur var litið til þess að í tölvupósti 21. maí árið 2012 lofaði Árni Sigfússon að Reykjanesbær myndi greiða viðgerðina.

Var það loforð án nokkurs fyrirvara um viðgerðarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×