Dólgur elti Hafrúnu niður Laugaveg og ógnaði henni Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2017 11:21 Hafrún lenti í afar óþægilegu atviki um helgina en maður nokkur elti hana og greip um handlegg hennar og togaði til sín. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur lenti heldur betur í hremmingum úti á lífinu um helgina. Hún hefur athyglisverða sögu að segja, um næturlífið í Reykjavík sem hún deilir með vinum sínum á Facebook. Hafrún lenti í því að dólgslegur ungur maður abbaðist upp á hana og veitti henni eftirför þegar hún yfirgaf skemmtistaðinn. Til riskinga kom og kom þá í ljós að maðurinn hafði haft af Hafrúnu símann hennar. Nú í morgun uppfærði hún stöðufærslu sína og tilkynnti að síminn væri kominn í hennar hendur: „***UPPFÆRT síminn er kominn í mínar hendur, fullt af fólki og löggum (þær eru reyndar líka fólk :) ) sem hjálpaði til við leitina. Þakka öllum sem hjálpuðu***“Konur óttast almennt að fara um miðborgina eftir að skyggja tekur og hefur Vísir fjallað ítarlega um það.Hafði mjög óþægilega tilfinningu fyrir manninumHafrún var á skemmtistað um helgina með vinkonum sínum þegar maður kemur upp að henni og er með „dólgsstæla“ en Hafrúnu tókst að losa sig við manninn með hjálp vinkvenna sinna. „Þegar ég ákveð svo að fara heim á undan stelpunum tek ég eftir því að hann labbar á eftir mér og að hurðinni. Ég segi við dyravörðinn að ég sé með óþægilega tilfinningu fyrir þessum gaur og bið um að fá að bíða hjá þeim þar til hann er farin út og úr augsýn. Dyravörðurinn var almennilegur en brosti nú samt að mér og sagði mér bara að lemja gaurinn ef hann yrði með einhverja stæla.“ Hafrún gekk niður Laugaveginn en stuttu síðar var þessi maður aftur kominn, upp við hlið hennar og er ógnandi. „Mjög stuttu síðar er þessi sami maður komin við hliðina á mér, aftur með dólgslæti, tekur í upphandlegginn á mér, togar mig til sín og segir eitthvað. Þetta endar með því að ég hrindi honum frá mér og segi honum að drulla sér. Held áfram að labba en fatta nánast um leið að gaurnum hefur tekist að fara ofan í vasann minn og stela Iphone plus símanum mínum.“Svartur strákur í skræpóttri dúnúlpuHafrún setti sig í samband við lögregluna sem gat lítið gert. Þegar Hafrún lýsti eftir síma sínum var hún vondauf um að hann kæmi í leitirnar. „Ég veit það er langsótt að ég fái símann aftur en ég held í vonina. Það er svo mikið af gögnum í honum sem gagnast bara mér. Ef einhver verður var við það að svartur strákur á aldrinum c.a. 20 - 30 ára, grannur sirka 175 cm á hæð sé að reyna að selja Iphone 6 plus má gera mér viðvart. Hann var í dúnúlpu sem var ljósblá og skræpótt.“ En, nú er síminn sem sagt kominn í leitirnar. Hafrún segir, í samtali við Vísi, að dóttir samstarfsfélaga hennar hafi fundið hann við þann stað þar sem maðurinn var að atast í henni upphaflega. Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Aðgerðir til aukins öryggis í miðbænum: Bætt götulýsing, öruggari skemmtistaðir og næturstrætó Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík og borgaryfirvöld íhuga endurkomu næturstrætósins. 26. janúar 2017 10:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur lenti heldur betur í hremmingum úti á lífinu um helgina. Hún hefur athyglisverða sögu að segja, um næturlífið í Reykjavík sem hún deilir með vinum sínum á Facebook. Hafrún lenti í því að dólgslegur ungur maður abbaðist upp á hana og veitti henni eftirför þegar hún yfirgaf skemmtistaðinn. Til riskinga kom og kom þá í ljós að maðurinn hafði haft af Hafrúnu símann hennar. Nú í morgun uppfærði hún stöðufærslu sína og tilkynnti að síminn væri kominn í hennar hendur: „***UPPFÆRT síminn er kominn í mínar hendur, fullt af fólki og löggum (þær eru reyndar líka fólk :) ) sem hjálpaði til við leitina. Þakka öllum sem hjálpuðu***“Konur óttast almennt að fara um miðborgina eftir að skyggja tekur og hefur Vísir fjallað ítarlega um það.Hafði mjög óþægilega tilfinningu fyrir manninumHafrún var á skemmtistað um helgina með vinkonum sínum þegar maður kemur upp að henni og er með „dólgsstæla“ en Hafrúnu tókst að losa sig við manninn með hjálp vinkvenna sinna. „Þegar ég ákveð svo að fara heim á undan stelpunum tek ég eftir því að hann labbar á eftir mér og að hurðinni. Ég segi við dyravörðinn að ég sé með óþægilega tilfinningu fyrir þessum gaur og bið um að fá að bíða hjá þeim þar til hann er farin út og úr augsýn. Dyravörðurinn var almennilegur en brosti nú samt að mér og sagði mér bara að lemja gaurinn ef hann yrði með einhverja stæla.“ Hafrún gekk niður Laugaveginn en stuttu síðar var þessi maður aftur kominn, upp við hlið hennar og er ógnandi. „Mjög stuttu síðar er þessi sami maður komin við hliðina á mér, aftur með dólgslæti, tekur í upphandlegginn á mér, togar mig til sín og segir eitthvað. Þetta endar með því að ég hrindi honum frá mér og segi honum að drulla sér. Held áfram að labba en fatta nánast um leið að gaurnum hefur tekist að fara ofan í vasann minn og stela Iphone plus símanum mínum.“Svartur strákur í skræpóttri dúnúlpuHafrún setti sig í samband við lögregluna sem gat lítið gert. Þegar Hafrún lýsti eftir síma sínum var hún vondauf um að hann kæmi í leitirnar. „Ég veit það er langsótt að ég fái símann aftur en ég held í vonina. Það er svo mikið af gögnum í honum sem gagnast bara mér. Ef einhver verður var við það að svartur strákur á aldrinum c.a. 20 - 30 ára, grannur sirka 175 cm á hæð sé að reyna að selja Iphone 6 plus má gera mér viðvart. Hann var í dúnúlpu sem var ljósblá og skræpótt.“ En, nú er síminn sem sagt kominn í leitirnar. Hafrún segir, í samtali við Vísi, að dóttir samstarfsfélaga hennar hafi fundið hann við þann stað þar sem maðurinn var að atast í henni upphaflega.
Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Aðgerðir til aukins öryggis í miðbænum: Bætt götulýsing, öruggari skemmtistaðir og næturstrætó Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík og borgaryfirvöld íhuga endurkomu næturstrætósins. 26. janúar 2017 10:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30
Aðgerðir til aukins öryggis í miðbænum: Bætt götulýsing, öruggari skemmtistaðir og næturstrætó Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík og borgaryfirvöld íhuga endurkomu næturstrætósins. 26. janúar 2017 10:45