Innlent

Ölvuð og steinsofandi undir stýri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bifreiðin var í gangi og hafði hann lagt henni úti í kant við Kúagerði.
Bifreiðin var í gangi og hafði hann lagt henni úti í kant við Kúagerði. Vísir/Eyþór
Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ökumanni sem sat steinsofandi undir stýri. Bifreiðin var í gangi og hafði hann lagt henni úti í kant við Kúagerði.

Í viðræðum við ökumanninn, sem er erlend kona, vaknaði grunur um að hún væri undir áhrifum áfengis. Hún var færð á lögreglustöð þar sem hún viðurkenndi að hafa neytt áfengis.

Þá hafa fáeinir ökumenn verið staðnir að of hröðum akstri á undanförnum dögum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Einn til viðbótar var grunaður um ölvun og tveir um neyslu fíkniefna. Annar hinna síðarnefndu reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×