Netflix hækkar verð í Bandaríkjunum og Bretlandi Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 23:31 Reed Hastings, forstjóri Netflix Vísir/Getty Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að hækka verð á áskriftarleiðum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að síðast hafi Netflix hækkað verð í þessum löndum fyrir tveimur árum.BBC hefur eftir talskonu Netflix að streymisveitan muni einnig hækka verð á áskrift í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi. Áskriftarverðið var hækkað í Kanada, Suður Ameríku og hjá nokkrum löndum í Skandinavíu fyrr á þessu ári. Hefðbundin mánaðaráskrift í Bretlandi mun hækka um hálft pund, eða 68 krónur, og fara þá í 7,99 pund, eða um ellefu hundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin, sem gerir fjórum notendum kleift að nota streymisveituna í einu, mun þó hækka um eitt pund, eða um 137 krónur, og fara þá í 9,99 pund fyrir mánuðinn, eða um þrettán hundruð íslenskar krónur. Í Bandaríkjunum mun hefðbundin mánaðaráskrift hækka um einn dollar, eða 105 íslenskar krónur, og standa í 10,99 dollurum, eða eða rúmlega ellefuhundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin þar í landi hækkar um tvo dollara, eða 210 íslenskar krónur, og fer þá í 13,99 dollara, eða 1.469 íslenskar krónur. Grunnáskriftin, sem býður meðal annars ekki upp á streymi í háskerpu, hækkar ekki.Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Vísir/GettyMilljarða hagnaður af 104 milljónum áskrifenda Netflix sagði frá því í júlí síðastliðnum að streymisveitan státaði af 104 milljónum áskrifenda á heimsvísu, og að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 32 prósent á seinni ársfjórðungi ársins 2017 og numið þar með 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða 294 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um fimm prósent í New York, en hækkunin í ár hefur numið 56 prósentum. Þessar verðhækkanir koma á sama tíma og Netflix horfir fram á mikla samkeppni frá Amazon Prime, Hulu og Youtube.Sex hundruð milljarðar í eigin framleiðslu Fyrirtækið hefur varið miklum fjármunum í framleiðslu á eigin efni, þar á meðal seríur á borð við The Crown, Stranger Things, House of Cards og Narcos. Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Netflix hefur einnig gefið út fjölda kvikmynda í fullri lengd, en fjörutíu slíkar koma út í ár.BBC segir eina þeirra líklega til stórræða á komandi Óskarsverðlaunahátíðinni en um er að ræða myndina Mudbound sem skartar Mary J. Blige og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og verður aðgengileg á Netflix 17. nóvember næstkomandi en hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma. Netflix Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að hækka verð á áskriftarleiðum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að síðast hafi Netflix hækkað verð í þessum löndum fyrir tveimur árum.BBC hefur eftir talskonu Netflix að streymisveitan muni einnig hækka verð á áskrift í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi. Áskriftarverðið var hækkað í Kanada, Suður Ameríku og hjá nokkrum löndum í Skandinavíu fyrr á þessu ári. Hefðbundin mánaðaráskrift í Bretlandi mun hækka um hálft pund, eða 68 krónur, og fara þá í 7,99 pund, eða um ellefu hundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin, sem gerir fjórum notendum kleift að nota streymisveituna í einu, mun þó hækka um eitt pund, eða um 137 krónur, og fara þá í 9,99 pund fyrir mánuðinn, eða um þrettán hundruð íslenskar krónur. Í Bandaríkjunum mun hefðbundin mánaðaráskrift hækka um einn dollar, eða 105 íslenskar krónur, og standa í 10,99 dollurum, eða eða rúmlega ellefuhundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin þar í landi hækkar um tvo dollara, eða 210 íslenskar krónur, og fer þá í 13,99 dollara, eða 1.469 íslenskar krónur. Grunnáskriftin, sem býður meðal annars ekki upp á streymi í háskerpu, hækkar ekki.Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Vísir/GettyMilljarða hagnaður af 104 milljónum áskrifenda Netflix sagði frá því í júlí síðastliðnum að streymisveitan státaði af 104 milljónum áskrifenda á heimsvísu, og að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 32 prósent á seinni ársfjórðungi ársins 2017 og numið þar með 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða 294 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um fimm prósent í New York, en hækkunin í ár hefur numið 56 prósentum. Þessar verðhækkanir koma á sama tíma og Netflix horfir fram á mikla samkeppni frá Amazon Prime, Hulu og Youtube.Sex hundruð milljarðar í eigin framleiðslu Fyrirtækið hefur varið miklum fjármunum í framleiðslu á eigin efni, þar á meðal seríur á borð við The Crown, Stranger Things, House of Cards og Narcos. Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Netflix hefur einnig gefið út fjölda kvikmynda í fullri lengd, en fjörutíu slíkar koma út í ár.BBC segir eina þeirra líklega til stórræða á komandi Óskarsverðlaunahátíðinni en um er að ræða myndina Mudbound sem skartar Mary J. Blige og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og verður aðgengileg á Netflix 17. nóvember næstkomandi en hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma.
Netflix Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira