Ólafur: Efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2017 17:52 Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers. Gengi Randers það sem af er tímabils hefur verið afleitt en liðið situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki. „Þetta er alltaf fúlt. Þú ert rekinn eða segir upp en þetta kemur í kjölfarið á spjalli sem ég átti við íþróttastjórann í gær. Það er búin að vera þurrkatíð og þá þarf maður stundum að kíkja inn á við og finna út hvernig hlutirnir eru og hvað maður getur gert. Við sammæltust um að það væri betra að láta leiðir skilja og hleypa öðrum að,“ sagði Ólafur í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En er Ólafur svekktur hvernig hlutirnar æxluðust hjá Randers? „Maður er svekktur að fá ekki úrslit. Svekktur með hluti sem hafa verið að gerast í félaginu í gegnum langan tíma. Það gagnast engum að ég telji þá hluti upp. Þá er þetta eins og maður sé grenjandi og vælandi og kennandi öllum öðrum um en sjálfum sér. Maður verður að hafa nógu breiðar axlir til að segja: ég ber ábyrgð á ákveðnum hlutum og þeir þurfa að fara upp á borðið,“ sagði Ólafur sem hefur engan áhuga á að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur.Ólafur segist óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér.vísir/getty„Það sem félagið og leikmannahópurinn þarf á að halda er að það skapist ró. Þá er ekkert gott að hafa fyrrverandi þjálfara sem ætlar að benda á allt sem hann hefði viljað hafa öðruvísi.“ Ólafur segir að eflaust hafi hann gert sín mistök meðan hann var við stjórnvölinn hjá Randers. „Auðvitað gerði ég hluti sem ég átti ekki að gera. Ég get nefnt að ég hefði átt að vera kröfuharðari á að ég einn myndi ráða og enginn annar. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við á einhverjum tímapunkti varðandi leikmannahópinn og ýmsa hluti. En það er í fortíðinni. Ég efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari. Þú mátt aldrei gera það þótt þú sért látinn fara. Það eru ekkert alltof margir sem koma til þín og segja að þú sért góður í einhverju,“ sagði Ólafur. Þjálfarinn segist ekki vita hvað taki við hjá sér; hvort hann ætli að reyna áfram fyrir sér í Danmörku eða koma heim. Breiðablik, sem Ólafur stýrði á árunum 2006-14 er t.a.m. án þjálfara. „Ég hef ekkert hugsað svo langt. Það kemur allt til greina. Síðast sagðist ég hafa áhuga á að vera úti en ef það er spennandi verkefni og áskorun hér í Danmörku eða annars staðar sem höfðar til mín, þá kemur það til greina, hvort sem það er í fótbolta eða einhverju öðru,“ sagði Ólafur að lokum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Sjá meira
Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers. Gengi Randers það sem af er tímabils hefur verið afleitt en liðið situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki. „Þetta er alltaf fúlt. Þú ert rekinn eða segir upp en þetta kemur í kjölfarið á spjalli sem ég átti við íþróttastjórann í gær. Það er búin að vera þurrkatíð og þá þarf maður stundum að kíkja inn á við og finna út hvernig hlutirnir eru og hvað maður getur gert. Við sammæltust um að það væri betra að láta leiðir skilja og hleypa öðrum að,“ sagði Ólafur í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En er Ólafur svekktur hvernig hlutirnar æxluðust hjá Randers? „Maður er svekktur að fá ekki úrslit. Svekktur með hluti sem hafa verið að gerast í félaginu í gegnum langan tíma. Það gagnast engum að ég telji þá hluti upp. Þá er þetta eins og maður sé grenjandi og vælandi og kennandi öllum öðrum um en sjálfum sér. Maður verður að hafa nógu breiðar axlir til að segja: ég ber ábyrgð á ákveðnum hlutum og þeir þurfa að fara upp á borðið,“ sagði Ólafur sem hefur engan áhuga á að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur.Ólafur segist óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér.vísir/getty„Það sem félagið og leikmannahópurinn þarf á að halda er að það skapist ró. Þá er ekkert gott að hafa fyrrverandi þjálfara sem ætlar að benda á allt sem hann hefði viljað hafa öðruvísi.“ Ólafur segir að eflaust hafi hann gert sín mistök meðan hann var við stjórnvölinn hjá Randers. „Auðvitað gerði ég hluti sem ég átti ekki að gera. Ég get nefnt að ég hefði átt að vera kröfuharðari á að ég einn myndi ráða og enginn annar. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við á einhverjum tímapunkti varðandi leikmannahópinn og ýmsa hluti. En það er í fortíðinni. Ég efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari. Þú mátt aldrei gera það þótt þú sért látinn fara. Það eru ekkert alltof margir sem koma til þín og segja að þú sért góður í einhverju,“ sagði Ólafur. Þjálfarinn segist ekki vita hvað taki við hjá sér; hvort hann ætli að reyna áfram fyrir sér í Danmörku eða koma heim. Breiðablik, sem Ólafur stýrði á árunum 2006-14 er t.a.m. án þjálfara. „Ég hef ekkert hugsað svo langt. Það kemur allt til greina. Síðast sagðist ég hafa áhuga á að vera úti en ef það er spennandi verkefni og áskorun hér í Danmörku eða annars staðar sem höfðar til mín, þá kemur það til greina, hvort sem það er í fótbolta eða einhverju öðru,“ sagði Ólafur að lokum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Sjá meira
Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43