Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2017 06:00 Ef VG og Sjálfstæðisflokkurinn tækju ákvörðun um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum, yrði sú stjórn með 35 manna meirihluta. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Það yrði eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem hægt væri að mynda. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að verulegar breytingar verða á Alþingi eftir kosningar. Það þýðir að allt aðrir kostir á myndun meirihlutastjórnar yrðu í stöðunni. Auk tveggja flokka stjórnar með Sjálfstæðisflokki, gæti VG myndað þriggja flokka stjórn með Pírötum og Samfylkingunni með 35 þingmenn að baki sér. Vinstri græn gætu líka myndað þriggja flokka stjórnir með Miðflokknum og Pírötum eða Miðflokknum og Samfylkingunni. Aðrar þriggja flokka stjórnir eru ekki inni í myndinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði vaxtalækkun Seðlabankans og ríkisfjármálastefnuna að umtalsefni á Facebook í gær. Það vekur athygli Bjarna að Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að gera ráð fyrir róttækum breytingum á ríkisfjármálum. „Í dag mælist VG hins vegar stærsti flokkurinn og að óbreyttu verður mynduð vinstri stjórn innan fárra vikna undir forystu VG með Samfylkingunni og Pírötum,“ segir Bjarni. Formaður VG hafi ítrekað kallað ríkisfjármálastefnuna sem fylgt hefur verið undanfarið sveltistefnu. Það séu stór orð. „Í samræmi við það hefur flokkurinn boðað mörg hundruð milljarða ný útgjöld næstu árin sem sækja á í vasa skattgreiðenda. Samfylkingin hefur talað á svipuðum nótum,“ segir Bjarni. Það sé því róttæk vinstri breyting í kortunum.Aðferðin Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem tóku ekki afstöðu til flokka sögðust 9 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 11 prósent sögðust óákveðin en 18 prósent svöruðu ekki spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Ef VG og Sjálfstæðisflokkurinn tækju ákvörðun um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum, yrði sú stjórn með 35 manna meirihluta. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Það yrði eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem hægt væri að mynda. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að verulegar breytingar verða á Alþingi eftir kosningar. Það þýðir að allt aðrir kostir á myndun meirihlutastjórnar yrðu í stöðunni. Auk tveggja flokka stjórnar með Sjálfstæðisflokki, gæti VG myndað þriggja flokka stjórn með Pírötum og Samfylkingunni með 35 þingmenn að baki sér. Vinstri græn gætu líka myndað þriggja flokka stjórnir með Miðflokknum og Pírötum eða Miðflokknum og Samfylkingunni. Aðrar þriggja flokka stjórnir eru ekki inni í myndinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði vaxtalækkun Seðlabankans og ríkisfjármálastefnuna að umtalsefni á Facebook í gær. Það vekur athygli Bjarna að Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að gera ráð fyrir róttækum breytingum á ríkisfjármálum. „Í dag mælist VG hins vegar stærsti flokkurinn og að óbreyttu verður mynduð vinstri stjórn innan fárra vikna undir forystu VG með Samfylkingunni og Pírötum,“ segir Bjarni. Formaður VG hafi ítrekað kallað ríkisfjármálastefnuna sem fylgt hefur verið undanfarið sveltistefnu. Það séu stór orð. „Í samræmi við það hefur flokkurinn boðað mörg hundruð milljarða ný útgjöld næstu árin sem sækja á í vasa skattgreiðenda. Samfylkingin hefur talað á svipuðum nótum,“ segir Bjarni. Það sé því róttæk vinstri breyting í kortunum.Aðferðin Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem tóku ekki afstöðu til flokka sögðust 9 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 11 prósent sögðust óákveðin en 18 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30