Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fimmti hluti Stephen M. Duvernay skrifar 5. október 2017 07:00 Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. Enn fremur hvetjum við ykkur til að endurskoða stjórnarskrána. Í þessari grein beinum við sjónum að gagnrýni sem varðar gæði og gerð stjórnarskrárdraganna. Eitt af því, sem stjórnarskrárdrögunum hefur verið fundið til foráttu, er að annaðhvort sé þeim ekki lokið, eða þau eru aðeins yfirlýsing um „vilja“ þjóðarinnar. Reyndar eru stjórnarskrárdrögin fullgerð grundvallarlöggjöf sem markar stjórnvöldum ramma. Þeim er ætlað að eiga við um þjóðina alla án þess að taka fyrir öll ágreiningsatriði samfélagsins. Stjórnarskrá á ekki að hafa að geyma svör við öllum spurningum, enda væri það ekki hægt, en alltaf má endurskoða hana og breyta henni er fram líða stundir. Stjórnarskrárdrögunum má breyta með lögum, en annars má leysa mál með opinberum umræðum á Alþingi og innan ríkisstjórnarinnar í heild. Stjórnarskrárdrögin eru annað og meira en viljayfirlýsing. Þetta er sáttmáli sem er í senn svo sterkur og sveigjanlegur að hann getur fleytt íslensku samfélagi til framtíðar. Sumir hafa gagnrýnt stjórnarskrárdrögin fyrir að vera ekki nógu róttæk og benda á að þau breyti ekki miklu um stjórnun Íslands. Reyndar er það jákvætt. Íslenskt samfélag er ekki svo grátt leikið að byltingar sé þörf. Þegar samin er stjórnarskrá þarf að miðla málum, og hefur Ágúst Þór Árnason bent á að almennt hefur ríkt samkomulag um stjórnarskrárbreytingar á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þetta er viðeigandi að því er varðar gerð stjórnarskrár. Ef einhver einn hópur nær að ráða fyrirhuguðum ákvörðunum um stjórnarskrárbreytingar standa aðrir hópar verr. Stjórnarskrárdrögin endurspegla þannig viðeigandi málamiðlun. Það væri sannarlega undarlegt ef stjórnarskrárdrögin væru róttæk, vegna þess að Stjórnlagaráð hafði úr ýmsu að moða í upphafi. Drögin eru byggð á reynslu Íslendinga af fyrri stjórnarskrám (dönsku stjórnarskránni frá 1849, fyrstu íslensku stjórnarskránni frá 1874, stjórnarskránni frá 1920, og núgildandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Stjórnlagaráð fylgdi aðferðum við gerð stjórnarskrár sem hafa þróast um allan heim á undangengnum tveimur öld. Stuðst var við vinnu þjóðfundar og tveggja binda skýrslu frá sérfræðingum í stjórnarskrárnefnd. Því er rétt að líta á stjórnarskrárdrögin sem afleiðingu þróunar en ekki byltingar. Þar er stuðst að stórum hluta við núgildandi stjórnarskrá landsins og þar að auki litið til reynslunnar í öðrum löndum. Aðrir hafa gagnrýnt stjórnarskrárdrögin og sagt að þau væru of róttæk, og borið því við að um sé að ræða gagngerar breytingar á stjórn landsins. Það er ekki rétt. Þrátt fyrir að almenningur hafi tekið virkan þátt í að semja stjórnarskrána, sem er einsdæmi, er þar enn í gildi venjulegt þingræði eins og í núverandi stjórnarskrá. „Róttækustu“ atriðin eru þrjú ný ákvæði: 65. grein, sem heimilar að lög, sem Alþingi hefur samþykkt, séu borin undir þjóðaratkvæði; 66. grein, sem heimilar kjósendum að leggja mál beint fyrir Alþingi; og loks 113. grein, þar sem kveðið er á um stjórnarskrárbreytingar skuli staðfestar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Að öðru leyti er gert ráð fyrir stjórnkerfi í líkingu við það sem tíðkast í öðrum þingræðisríkjum í Evrópu.Þátttaka almennings Vissulega er í ríkari mæli en áður gert ráð fyrir markvissari þátttöku almennings með þessum ákvæðum til beins lýðræðis, en þar er ekki kveðið á um að löggjafarvaldið sé fært til almennings með beinum hætti. Frumkvæði er ekki bindandi og því leiða ákvæði af þessu tagi til aukinna skoðanaskipta og samstarfs, en þjóðin fær ekki að segja Alþingi fyrir verkum hvað varðar lagasetningu almennt. Þetta er framför miðað við núgildandi fyrirkomulag, þar sem kjósendur hafa lítil sem engin ráð til þess að hafa áhrif á völd Alþingis. Alþingi er elsta þjóðþing í heimi. Slíkri hefð lýkur ekki með stjórnarskrárdrögunum. Þvert á móti eru þau merkur áfangi til að efla lýðræði á Íslandi. Núgildandi stjórnarskrá Íslands var til dæmis breytt árið 1995 til að samræma hana evrópskum mannréttindaákvæðum, og í stjórnarskrárdrögunum eru þau ákvæði efld enn frekar í átt að nútímalegum kröfum um frelsi einstaklingsins. Í stjórnarskrárdrögunum birtist nútímalegur skilningur á mannréttindum. Eldri ákvæði eru skýrð og skerpt, en þeim er í raun ekki breytt. Í stjórnarskrárdögunum er að finna sveigjanleika og möguleikann á breytingum. Það sem skiptir ef til vill mestu er að þar er eflt hlutverk og réttur íslensku þjóðarinnar til samtarfs við yfirvöld og eftirlits með þeim. Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Berkeley háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti Þetta er fjórða greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 14. september 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. Enn fremur hvetjum við ykkur til að endurskoða stjórnarskrána. Í þessari grein beinum við sjónum að gagnrýni sem varðar gæði og gerð stjórnarskrárdraganna. Eitt af því, sem stjórnarskrárdrögunum hefur verið fundið til foráttu, er að annaðhvort sé þeim ekki lokið, eða þau eru aðeins yfirlýsing um „vilja“ þjóðarinnar. Reyndar eru stjórnarskrárdrögin fullgerð grundvallarlöggjöf sem markar stjórnvöldum ramma. Þeim er ætlað að eiga við um þjóðina alla án þess að taka fyrir öll ágreiningsatriði samfélagsins. Stjórnarskrá á ekki að hafa að geyma svör við öllum spurningum, enda væri það ekki hægt, en alltaf má endurskoða hana og breyta henni er fram líða stundir. Stjórnarskrárdrögunum má breyta með lögum, en annars má leysa mál með opinberum umræðum á Alþingi og innan ríkisstjórnarinnar í heild. Stjórnarskrárdrögin eru annað og meira en viljayfirlýsing. Þetta er sáttmáli sem er í senn svo sterkur og sveigjanlegur að hann getur fleytt íslensku samfélagi til framtíðar. Sumir hafa gagnrýnt stjórnarskrárdrögin fyrir að vera ekki nógu róttæk og benda á að þau breyti ekki miklu um stjórnun Íslands. Reyndar er það jákvætt. Íslenskt samfélag er ekki svo grátt leikið að byltingar sé þörf. Þegar samin er stjórnarskrá þarf að miðla málum, og hefur Ágúst Þór Árnason bent á að almennt hefur ríkt samkomulag um stjórnarskrárbreytingar á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þetta er viðeigandi að því er varðar gerð stjórnarskrár. Ef einhver einn hópur nær að ráða fyrirhuguðum ákvörðunum um stjórnarskrárbreytingar standa aðrir hópar verr. Stjórnarskrárdrögin endurspegla þannig viðeigandi málamiðlun. Það væri sannarlega undarlegt ef stjórnarskrárdrögin væru róttæk, vegna þess að Stjórnlagaráð hafði úr ýmsu að moða í upphafi. Drögin eru byggð á reynslu Íslendinga af fyrri stjórnarskrám (dönsku stjórnarskránni frá 1849, fyrstu íslensku stjórnarskránni frá 1874, stjórnarskránni frá 1920, og núgildandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Stjórnlagaráð fylgdi aðferðum við gerð stjórnarskrár sem hafa þróast um allan heim á undangengnum tveimur öld. Stuðst var við vinnu þjóðfundar og tveggja binda skýrslu frá sérfræðingum í stjórnarskrárnefnd. Því er rétt að líta á stjórnarskrárdrögin sem afleiðingu þróunar en ekki byltingar. Þar er stuðst að stórum hluta við núgildandi stjórnarskrá landsins og þar að auki litið til reynslunnar í öðrum löndum. Aðrir hafa gagnrýnt stjórnarskrárdrögin og sagt að þau væru of róttæk, og borið því við að um sé að ræða gagngerar breytingar á stjórn landsins. Það er ekki rétt. Þrátt fyrir að almenningur hafi tekið virkan þátt í að semja stjórnarskrána, sem er einsdæmi, er þar enn í gildi venjulegt þingræði eins og í núverandi stjórnarskrá. „Róttækustu“ atriðin eru þrjú ný ákvæði: 65. grein, sem heimilar að lög, sem Alþingi hefur samþykkt, séu borin undir þjóðaratkvæði; 66. grein, sem heimilar kjósendum að leggja mál beint fyrir Alþingi; og loks 113. grein, þar sem kveðið er á um stjórnarskrárbreytingar skuli staðfestar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Að öðru leyti er gert ráð fyrir stjórnkerfi í líkingu við það sem tíðkast í öðrum þingræðisríkjum í Evrópu.Þátttaka almennings Vissulega er í ríkari mæli en áður gert ráð fyrir markvissari þátttöku almennings með þessum ákvæðum til beins lýðræðis, en þar er ekki kveðið á um að löggjafarvaldið sé fært til almennings með beinum hætti. Frumkvæði er ekki bindandi og því leiða ákvæði af þessu tagi til aukinna skoðanaskipta og samstarfs, en þjóðin fær ekki að segja Alþingi fyrir verkum hvað varðar lagasetningu almennt. Þetta er framför miðað við núgildandi fyrirkomulag, þar sem kjósendur hafa lítil sem engin ráð til þess að hafa áhrif á völd Alþingis. Alþingi er elsta þjóðþing í heimi. Slíkri hefð lýkur ekki með stjórnarskrárdrögunum. Þvert á móti eru þau merkur áfangi til að efla lýðræði á Íslandi. Núgildandi stjórnarskrá Íslands var til dæmis breytt árið 1995 til að samræma hana evrópskum mannréttindaákvæðum, og í stjórnarskrárdrögunum eru þau ákvæði efld enn frekar í átt að nútímalegum kröfum um frelsi einstaklingsins. Í stjórnarskrárdrögunum birtist nútímalegur skilningur á mannréttindum. Eldri ákvæði eru skýrð og skerpt, en þeim er í raun ekki breytt. Í stjórnarskrárdögunum er að finna sveigjanleika og möguleikann á breytingum. Það sem skiptir ef til vill mestu er að þar er eflt hlutverk og réttur íslensku þjóðarinnar til samtarfs við yfirvöld og eftirlits með þeim. Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Berkeley háskóla.
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti Þetta er fjórða greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 14. september 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. 1. september 2017 07:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun