Hafnartorgið tilbúið til útleigu eftir sextán mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2017 19:45 Verslunar- og þjónusturými á jarðhæðum Hafnartorgs verður tilbúið eftir um sextán mánuði en þar verður eitt dýrsta fermetraverðið í borginni. Skipuleggjendur þess skora á þá sem hyggjast byggja næst Hörpu að drífa sig þannig að hægt verði að loka öllu því sári sem blasað hafi við á þessum stað í um áratug Hafnartorgið er byggingarsvæði í dag. En byggingarnar sjö sem þar eiga að vera rísa nú hver á fætur annarri upp úr grunninum. Þegar þeim verður lokið mun götmyndin við Lækjargötu gjörbreytast. Reginn kynnti á fimmtudag hvað er í boði fyrir verslun og veitingastaði á jarðhæðum húsanna á Hafnartorgi. En nú þegar hafa náðst samningar við Hennes og Mauritz (H&M) sem verður með verslun sína á fyrstu og annarri hæð húss sem mun standa við Lækjargötu. Sturla Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar og verkefnisins við útleigu verslunar og þjónustuhúsnæðisins á Hafnartorgi segir að Reginn muni leigja út 8.600 fermetra á jarðhæð húsanna og að hluta til á annarri hæð og í kjallara. En einn þriðji rýmis í húsunum fer í þennan rekstur og það sem eftir er skiptist jafnt milli íbúðarhúsnæðis og skrifstofa á vegum ÞG verktaka.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að margir aðilar geti komið sér þarna fyrir? „Þetta geta orðið svona tíu til fimmtán aðilar sem geta komið sér fyrir með góðu móti á þessu svæði,“ segir Sturla. Megináhersla verði á að fá tískuvöruverslanir og veitingastaði í bland við aðra verslun. Það sé mikilvægt að búið sé að fá akkerisaðila með mikið aðdráttarafl eins og HM á staðinn. „Þetta verður náttúrlega ekki ódýrasta húsnæðið í bænum að leigja? Nei það verður það ekki. En þetta verður eitt glæsilegasta verslunarhúsnæðið í miðbæ Reykjavíkur. Við erum kannski ekki endilega að leita eftir hæsta verðinu. Við erum að leita eftir bestu samsetningunni á verslunum sem völ er á. Tl þess að geta búið til þennan styrkleika sem miðbærinn þarf í verslun,“ segir Sturla. Stefnt er að því að afhenda leigutökum húsnæðið um mitt næsta ár þannig að starfsemi geti hafist í því haustið 2018. Þá lokast hluti af því stóra sári sem verið hefur gapandi í miðborginni frá því fyrir hrun. Sturla segir brýnt að loka því einnig næst Hörpu þar sem meðal annars á að reisa hótel og nýjan Landsbanka. „Það þarf auðvitað að klára þessi mál. Það eru bílastæðamál í kjallaranum sem þarf að huga að. Þetta á allt að tengjast saman, bílastæðaaðstaðan í Hörpu, undir Hafnartorginu og öllu þessu svæði sem tengist hótelinu og Landsbanka lóðinni. Þannig að það er mikilvægt að fara að klára svæðið í heild sinni,“ segir Sturla Eðvarðsson. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Verslunar- og þjónusturými á jarðhæðum Hafnartorgs verður tilbúið eftir um sextán mánuði en þar verður eitt dýrsta fermetraverðið í borginni. Skipuleggjendur þess skora á þá sem hyggjast byggja næst Hörpu að drífa sig þannig að hægt verði að loka öllu því sári sem blasað hafi við á þessum stað í um áratug Hafnartorgið er byggingarsvæði í dag. En byggingarnar sjö sem þar eiga að vera rísa nú hver á fætur annarri upp úr grunninum. Þegar þeim verður lokið mun götmyndin við Lækjargötu gjörbreytast. Reginn kynnti á fimmtudag hvað er í boði fyrir verslun og veitingastaði á jarðhæðum húsanna á Hafnartorgi. En nú þegar hafa náðst samningar við Hennes og Mauritz (H&M) sem verður með verslun sína á fyrstu og annarri hæð húss sem mun standa við Lækjargötu. Sturla Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar og verkefnisins við útleigu verslunar og þjónustuhúsnæðisins á Hafnartorgi segir að Reginn muni leigja út 8.600 fermetra á jarðhæð húsanna og að hluta til á annarri hæð og í kjallara. En einn þriðji rýmis í húsunum fer í þennan rekstur og það sem eftir er skiptist jafnt milli íbúðarhúsnæðis og skrifstofa á vegum ÞG verktaka.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að margir aðilar geti komið sér þarna fyrir? „Þetta geta orðið svona tíu til fimmtán aðilar sem geta komið sér fyrir með góðu móti á þessu svæði,“ segir Sturla. Megináhersla verði á að fá tískuvöruverslanir og veitingastaði í bland við aðra verslun. Það sé mikilvægt að búið sé að fá akkerisaðila með mikið aðdráttarafl eins og HM á staðinn. „Þetta verður náttúrlega ekki ódýrasta húsnæðið í bænum að leigja? Nei það verður það ekki. En þetta verður eitt glæsilegasta verslunarhúsnæðið í miðbæ Reykjavíkur. Við erum kannski ekki endilega að leita eftir hæsta verðinu. Við erum að leita eftir bestu samsetningunni á verslunum sem völ er á. Tl þess að geta búið til þennan styrkleika sem miðbærinn þarf í verslun,“ segir Sturla. Stefnt er að því að afhenda leigutökum húsnæðið um mitt næsta ár þannig að starfsemi geti hafist í því haustið 2018. Þá lokast hluti af því stóra sári sem verið hefur gapandi í miðborginni frá því fyrir hrun. Sturla segir brýnt að loka því einnig næst Hörpu þar sem meðal annars á að reisa hótel og nýjan Landsbanka. „Það þarf auðvitað að klára þessi mál. Það eru bílastæðamál í kjallaranum sem þarf að huga að. Þetta á allt að tengjast saman, bílastæðaaðstaðan í Hörpu, undir Hafnartorginu og öllu þessu svæði sem tengist hótelinu og Landsbanka lóðinni. Þannig að það er mikilvægt að fara að klára svæðið í heild sinni,“ segir Sturla Eðvarðsson.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira