Skotsilfur Markaðarins: Lokun Topshop og vendingar hjá GAMMA RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 3. mars 2017 14:00 Leitað var til Kristínar Pétursdóttur, stjórnarformanns verðbréfafyrirtækisins Virðingar, og hún beðin um að bjóða sig fram í stjórn Icelandair Group. Af því varð ekki eins og mátti sjá í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld þar sem kom fram að sex frambjóðendur verða í framboði á aðalfundi félagsins á föstudag. Fastlega er búist við að þeir Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga, og Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, verði kjörnir í stjórn Icelandair og taki þar með sæti Sigurðar Helgasonar, fráfarandi stjórnarformanns, og Magnúsar Magnússonar, en þeir ákváðu að sækjast ekki eftir endurkjöri.Finnur Árnason, forstjóri Haga.Kom á óvart Það kom mörgum á óvart þegar Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti við Vísi að verslunarrisinn hefði ákveðið að loka Topshop á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins kom ákvörðunin stjórnendum og eigendum Kringlunnar og Smáralindar í opna skjöldu. Fréttu þeir af ákvörðun Haga daginn áður en fréttin birtist eða um svipað leyti og fyrirtækið tilkynnti starfsfólki Topshop um lokunina. Finnur sagði í samtali við Vísi að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarrými tískubúðarinnar og því hefði verið tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Heimildir Markaðarins herma að ekki sé búið að ráðstafa plássunum tveimur.Vendingar hjá GAMMA Tilkynnt var um það í vikunni að Gísli Hauksson, annar af stofnendum fjármálafyrirtækisins GAMMA, hefði ákveðið að láta af starfi forstjóra auk þess sem gerðar yrðu aðrar breytingar á skipuriti félagsins. Gísli mun taka við sem stjórnarformaður GAMMA, en hann á um 31 prósents hlut í félaginu, og Valdimar Ármann verður eftirmaður Gísla. Samhliða þessum breytingum var greint frá því að Lýður Þorgeirsson, sem á 4 prósent í GAMMA og hefur verið framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga, hefði látið af störfum. Við starfi Lýðs tekur Ingvi Hrafn Óskarsson.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Leitað var til Kristínar Pétursdóttur, stjórnarformanns verðbréfafyrirtækisins Virðingar, og hún beðin um að bjóða sig fram í stjórn Icelandair Group. Af því varð ekki eins og mátti sjá í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld þar sem kom fram að sex frambjóðendur verða í framboði á aðalfundi félagsins á föstudag. Fastlega er búist við að þeir Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga, og Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, verði kjörnir í stjórn Icelandair og taki þar með sæti Sigurðar Helgasonar, fráfarandi stjórnarformanns, og Magnúsar Magnússonar, en þeir ákváðu að sækjast ekki eftir endurkjöri.Finnur Árnason, forstjóri Haga.Kom á óvart Það kom mörgum á óvart þegar Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti við Vísi að verslunarrisinn hefði ákveðið að loka Topshop á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins kom ákvörðunin stjórnendum og eigendum Kringlunnar og Smáralindar í opna skjöldu. Fréttu þeir af ákvörðun Haga daginn áður en fréttin birtist eða um svipað leyti og fyrirtækið tilkynnti starfsfólki Topshop um lokunina. Finnur sagði í samtali við Vísi að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarrými tískubúðarinnar og því hefði verið tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Heimildir Markaðarins herma að ekki sé búið að ráðstafa plássunum tveimur.Vendingar hjá GAMMA Tilkynnt var um það í vikunni að Gísli Hauksson, annar af stofnendum fjármálafyrirtækisins GAMMA, hefði ákveðið að láta af starfi forstjóra auk þess sem gerðar yrðu aðrar breytingar á skipuriti félagsins. Gísli mun taka við sem stjórnarformaður GAMMA, en hann á um 31 prósents hlut í félaginu, og Valdimar Ármann verður eftirmaður Gísla. Samhliða þessum breytingum var greint frá því að Lýður Þorgeirsson, sem á 4 prósent í GAMMA og hefur verið framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga, hefði látið af störfum. Við starfi Lýðs tekur Ingvi Hrafn Óskarsson.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira