Sport

Bardagi Gunnars Nelson og Alan Jouban sagður einn sá mest spennandi í mars

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson mætir aftur á UFC-kvöld í þessum mánuði.
Gunnar Nelson mætir aftur á UFC-kvöld í þessum mánuði. vísir/getty
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttakappi þjóðarinnar, snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru þann 18. mars þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban í Lundúnum.

Gunnar barðist síðast í maí í fyrra þegar hann pakkaði saman Albert Tumenov í Rotterdam. Hann átti svo að berjast í Dyflinni í nóvember á síðasta ári en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla.

Sjá einnig:Sjáðu svakalegt rothögg hjá Jouban

Bardagakvöldið í Lundúnum verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en þar vonast Gunnar til að vinna sinn annan bardaga í röð.

Bardagi Gunnars og Jouban er talinn sá fjórði mest spennandi í marsmánuði samkvæmt úttekt blaðamanns Fox Sports. Meiri spenna er fyrir bardaga þeirra en til dæmis bardaga reynsluboltanna Vitor Belfort og Kelvin Gastelum og hinum aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum 18. mars þar sem mætast Jimi Manuwa og Corey Anderson.

„Eftir að vinna fjóra fyrstu bardagana sína í UFC mjög sannfærandi hefur Gunnar Nelson unnið og tapað til skiptis. Hann getur í fyrsta sinn síðan 2014 unnið tvo bardaga í röð ef hann tekur Jouban,“ segir í umsögn um bardagann.

„Jouban er búinn að vinna þrjá bardaga í röð og fimm af síðustu sex. Hann bað UFC um að fá stærra nafn til að berjast við næst og fékk ósk sína uppfyllta þar sem Gunnar Nelson er í níunda sæti styrkleikalistans. Þessi bardagi ætti að vera spennandi frá upphafi til enda.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×