Gunnar barðist síðast í maí í fyrra þegar hann pakkaði saman Albert Tumenov í Rotterdam. Hann átti svo að berjast í Dyflinni í nóvember á síðasta ári en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla.
Sjá einnig:Sjáðu svakalegt rothögg hjá Jouban
Bardagakvöldið í Lundúnum verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en þar vonast Gunnar til að vinna sinn annan bardaga í röð.
„Eftir að vinna fjóra fyrstu bardagana sína í UFC mjög sannfærandi hefur Gunnar Nelson unnið og tapað til skiptis. Hann getur í fyrsta sinn síðan 2014 unnið tvo bardaga í röð ef hann tekur Jouban,“ segir í umsögn um bardagann.
„Jouban er búinn að vinna þrjá bardaga í röð og fimm af síðustu sex. Hann bað UFC um að fá stærra nafn til að berjast við næst og fékk ósk sína uppfyllta þar sem Gunnar Nelson er í níunda sæti styrkleikalistans. Þessi bardagi ætti að vera spennandi frá upphafi til enda.“