Frelsi til sölu Stefán Máni skrifar 3. mars 2017 07:00 Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja málfrelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vinsældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunverulegir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmarkaðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmennirnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra.Frelsi stórkaupmannsins? En segjum sem svo að ég sé hófdrykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annaðhvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófdrykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stórmál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stórkaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja málfrelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vinsældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunverulegir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmarkaðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmennirnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra.Frelsi stórkaupmannsins? En segjum sem svo að ég sé hófdrykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annaðhvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófdrykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stórmál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stórkaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun