Innlent

Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna

Þórdís Valsdóttir skrifar
Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna brottvísunar stúlknanna Haniye og Mary og fjölskyldna þeirra.

Haniye er ellefu ára gömul og kom hingað til lands ásamt föður sínum, Abrahim. Abrahim er upprunalega frá Afganistan en þaðan flúði hann til Íran fyrir tuttugu árum.

Þeim Haniye og Mary ásamt fjölskyldum þeirra verður vísað úr landi.Vísir/Sigurjón
Haniye hefur verið á flótta allt sitt líf og er ríkisfangslaus.

Mary er átta ára og er einnig fædd á flótta. Hún er dóttir hinna nígerísku Sunday og Joy, sem bæði flúðu heimaland sitt.

Vísa á fjölskyldum beggja stúlknana úr landi. Tæplega fimmtán þúsund manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að endurskoða ákvarðanir sínar um að vísa fjölskyldunum úr landi og voru undirskriftarlistarnir afhentir Útlendingastofnun í síðasta mánuði.  


Tengdar fréttir

Óttast að þau verði send í opinn dauðann

Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×