Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Aðalheiður Ámundadóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2017 19:09 Lögfræðingafélagið stóð fyrir endurupptöku á morðmáli frá 1830. Vísir/Aðalheiður Ámundadóttir Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirLögfræðingafélag Íslands blés í dag til sýndarréttarhalda í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. „Gjörningurinn“ var framinn í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan fjögur. Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var viðstödd réttarhöldin og greindi frá gangi mála. Agnes og Friðrik voru, eins og frægt er orðið, tekin af lífi árið 1830 við Þrístapa í Vatnsdalshólum fyrir að hafa ráðið Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni bana. Þetta voru jafnframt síðustu aftökurnar sem framkvæmdar voru á Íslandi. Dæmt var í málinu með réttarfari nútímans. Skipaðir dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Kolbrún Sævarsdóttir.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu vitnisburði Agnesar og Friðriks.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirSigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru á hendur Friðriki Sigurðssyni, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur fyrir morð, brennu og þjófnað. Ákæruvaldið krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Friðriki og Sigríði og sextán ára fangelsisdóms yfir Agnesi. Guðrún Sesselja, verjandi kvennanna, fór fram á lægstu mögulegu refsingu en hún byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans. Þá hafi aðstöðumunur verið gífurlegur þar sem þær hafi verið lágt settar vinnukonur. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður hafi leitt til refsilækkunar.Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður byggði vörnina á því að konurnar hafi verið hræddar um líf sitt.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirAgnes, Friðrik og Sigríður voru öll sýknuð af brennu en sakfelld í öðrum ákæruliðum. Sem fyrr segir hlaut Friðrik sjö ára fangelsisdóm fyrir tvöfalt morð og þjófnað. Ódæðið var kallað „níðingsverk“ og var það jafnframt þaulskipulagt. Vegna ungs aldurs og skýlausrar játningar yrði fangelsisdómurinn aðeins sjö ár. Dómsvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dæma Agnesi í fjórtán ára fangelsi og Sigríði í fimm ára fangelsi. Natan beitti konurnar miklu ofbeldi og var það til þess að dómurinn yfir konunum var mildaður. Tengdar fréttir Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirLögfræðingafélag Íslands blés í dag til sýndarréttarhalda í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. „Gjörningurinn“ var framinn í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan fjögur. Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var viðstödd réttarhöldin og greindi frá gangi mála. Agnes og Friðrik voru, eins og frægt er orðið, tekin af lífi árið 1830 við Þrístapa í Vatnsdalshólum fyrir að hafa ráðið Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni bana. Þetta voru jafnframt síðustu aftökurnar sem framkvæmdar voru á Íslandi. Dæmt var í málinu með réttarfari nútímans. Skipaðir dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Kolbrún Sævarsdóttir.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu vitnisburði Agnesar og Friðriks.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirSigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru á hendur Friðriki Sigurðssyni, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur fyrir morð, brennu og þjófnað. Ákæruvaldið krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Friðriki og Sigríði og sextán ára fangelsisdóms yfir Agnesi. Guðrún Sesselja, verjandi kvennanna, fór fram á lægstu mögulegu refsingu en hún byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans. Þá hafi aðstöðumunur verið gífurlegur þar sem þær hafi verið lágt settar vinnukonur. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður hafi leitt til refsilækkunar.Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður byggði vörnina á því að konurnar hafi verið hræddar um líf sitt.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirAgnes, Friðrik og Sigríður voru öll sýknuð af brennu en sakfelld í öðrum ákæruliðum. Sem fyrr segir hlaut Friðrik sjö ára fangelsisdóm fyrir tvöfalt morð og þjófnað. Ódæðið var kallað „níðingsverk“ og var það jafnframt þaulskipulagt. Vegna ungs aldurs og skýlausrar játningar yrði fangelsisdómurinn aðeins sjö ár. Dómsvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dæma Agnesi í fjórtán ára fangelsi og Sigríði í fimm ára fangelsi. Natan beitti konurnar miklu ofbeldi og var það til þess að dómurinn yfir konunum var mildaður.
Tengdar fréttir Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00