Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Aðalheiður Ámundadóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2017 19:09 Lögfræðingafélagið stóð fyrir endurupptöku á morðmáli frá 1830. Vísir/Aðalheiður Ámundadóttir Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirLögfræðingafélag Íslands blés í dag til sýndarréttarhalda í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. „Gjörningurinn“ var framinn í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan fjögur. Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var viðstödd réttarhöldin og greindi frá gangi mála. Agnes og Friðrik voru, eins og frægt er orðið, tekin af lífi árið 1830 við Þrístapa í Vatnsdalshólum fyrir að hafa ráðið Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni bana. Þetta voru jafnframt síðustu aftökurnar sem framkvæmdar voru á Íslandi. Dæmt var í málinu með réttarfari nútímans. Skipaðir dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Kolbrún Sævarsdóttir.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu vitnisburði Agnesar og Friðriks.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirSigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru á hendur Friðriki Sigurðssyni, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur fyrir morð, brennu og þjófnað. Ákæruvaldið krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Friðriki og Sigríði og sextán ára fangelsisdóms yfir Agnesi. Guðrún Sesselja, verjandi kvennanna, fór fram á lægstu mögulegu refsingu en hún byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans. Þá hafi aðstöðumunur verið gífurlegur þar sem þær hafi verið lágt settar vinnukonur. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður hafi leitt til refsilækkunar.Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður byggði vörnina á því að konurnar hafi verið hræddar um líf sitt.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirAgnes, Friðrik og Sigríður voru öll sýknuð af brennu en sakfelld í öðrum ákæruliðum. Sem fyrr segir hlaut Friðrik sjö ára fangelsisdóm fyrir tvöfalt morð og þjófnað. Ódæðið var kallað „níðingsverk“ og var það jafnframt þaulskipulagt. Vegna ungs aldurs og skýlausrar játningar yrði fangelsisdómurinn aðeins sjö ár. Dómsvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dæma Agnesi í fjórtán ára fangelsi og Sigríði í fimm ára fangelsi. Natan beitti konurnar miklu ofbeldi og var það til þess að dómurinn yfir konunum var mildaður. Tengdar fréttir Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirLögfræðingafélag Íslands blés í dag til sýndarréttarhalda í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. „Gjörningurinn“ var framinn í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan fjögur. Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var viðstödd réttarhöldin og greindi frá gangi mála. Agnes og Friðrik voru, eins og frægt er orðið, tekin af lífi árið 1830 við Þrístapa í Vatnsdalshólum fyrir að hafa ráðið Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni bana. Þetta voru jafnframt síðustu aftökurnar sem framkvæmdar voru á Íslandi. Dæmt var í málinu með réttarfari nútímans. Skipaðir dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Kolbrún Sævarsdóttir.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu vitnisburði Agnesar og Friðriks.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirSigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru á hendur Friðriki Sigurðssyni, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur fyrir morð, brennu og þjófnað. Ákæruvaldið krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Friðriki og Sigríði og sextán ára fangelsisdóms yfir Agnesi. Guðrún Sesselja, verjandi kvennanna, fór fram á lægstu mögulegu refsingu en hún byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans. Þá hafi aðstöðumunur verið gífurlegur þar sem þær hafi verið lágt settar vinnukonur. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður hafi leitt til refsilækkunar.Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður byggði vörnina á því að konurnar hafi verið hræddar um líf sitt.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirAgnes, Friðrik og Sigríður voru öll sýknuð af brennu en sakfelld í öðrum ákæruliðum. Sem fyrr segir hlaut Friðrik sjö ára fangelsisdóm fyrir tvöfalt morð og þjófnað. Ódæðið var kallað „níðingsverk“ og var það jafnframt þaulskipulagt. Vegna ungs aldurs og skýlausrar játningar yrði fangelsisdómurinn aðeins sjö ár. Dómsvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dæma Agnesi í fjórtán ára fangelsi og Sigríði í fimm ára fangelsi. Natan beitti konurnar miklu ofbeldi og var það til þess að dómurinn yfir konunum var mildaður.
Tengdar fréttir Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00