Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Aðalheiður Ámundadóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2017 19:09 Lögfræðingafélagið stóð fyrir endurupptöku á morðmáli frá 1830. Vísir/Aðalheiður Ámundadóttir Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirLögfræðingafélag Íslands blés í dag til sýndarréttarhalda í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. „Gjörningurinn“ var framinn í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan fjögur. Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var viðstödd réttarhöldin og greindi frá gangi mála. Agnes og Friðrik voru, eins og frægt er orðið, tekin af lífi árið 1830 við Þrístapa í Vatnsdalshólum fyrir að hafa ráðið Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni bana. Þetta voru jafnframt síðustu aftökurnar sem framkvæmdar voru á Íslandi. Dæmt var í málinu með réttarfari nútímans. Skipaðir dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Kolbrún Sævarsdóttir.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu vitnisburði Agnesar og Friðriks.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirSigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru á hendur Friðriki Sigurðssyni, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur fyrir morð, brennu og þjófnað. Ákæruvaldið krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Friðriki og Sigríði og sextán ára fangelsisdóms yfir Agnesi. Guðrún Sesselja, verjandi kvennanna, fór fram á lægstu mögulegu refsingu en hún byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans. Þá hafi aðstöðumunur verið gífurlegur þar sem þær hafi verið lágt settar vinnukonur. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður hafi leitt til refsilækkunar.Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður byggði vörnina á því að konurnar hafi verið hræddar um líf sitt.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirAgnes, Friðrik og Sigríður voru öll sýknuð af brennu en sakfelld í öðrum ákæruliðum. Sem fyrr segir hlaut Friðrik sjö ára fangelsisdóm fyrir tvöfalt morð og þjófnað. Ódæðið var kallað „níðingsverk“ og var það jafnframt þaulskipulagt. Vegna ungs aldurs og skýlausrar játningar yrði fangelsisdómurinn aðeins sjö ár. Dómsvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dæma Agnesi í fjórtán ára fangelsi og Sigríði í fimm ára fangelsi. Natan beitti konurnar miklu ofbeldi og var það til þess að dómurinn yfir konunum var mildaður. Tengdar fréttir Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirLögfræðingafélag Íslands blés í dag til sýndarréttarhalda í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. „Gjörningurinn“ var framinn í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan fjögur. Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var viðstödd réttarhöldin og greindi frá gangi mála. Agnes og Friðrik voru, eins og frægt er orðið, tekin af lífi árið 1830 við Þrístapa í Vatnsdalshólum fyrir að hafa ráðið Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni bana. Þetta voru jafnframt síðustu aftökurnar sem framkvæmdar voru á Íslandi. Dæmt var í málinu með réttarfari nútímans. Skipaðir dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Kolbrún Sævarsdóttir.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu vitnisburði Agnesar og Friðriks.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirSigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru á hendur Friðriki Sigurðssyni, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur fyrir morð, brennu og þjófnað. Ákæruvaldið krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Friðriki og Sigríði og sextán ára fangelsisdóms yfir Agnesi. Guðrún Sesselja, verjandi kvennanna, fór fram á lægstu mögulegu refsingu en hún byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans. Þá hafi aðstöðumunur verið gífurlegur þar sem þær hafi verið lágt settar vinnukonur. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður hafi leitt til refsilækkunar.Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður byggði vörnina á því að konurnar hafi verið hræddar um líf sitt.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirAgnes, Friðrik og Sigríður voru öll sýknuð af brennu en sakfelld í öðrum ákæruliðum. Sem fyrr segir hlaut Friðrik sjö ára fangelsisdóm fyrir tvöfalt morð og þjófnað. Ódæðið var kallað „níðingsverk“ og var það jafnframt þaulskipulagt. Vegna ungs aldurs og skýlausrar játningar yrði fangelsisdómurinn aðeins sjö ár. Dómsvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dæma Agnesi í fjórtán ára fangelsi og Sigríði í fimm ára fangelsi. Natan beitti konurnar miklu ofbeldi og var það til þess að dómurinn yfir konunum var mildaður.
Tengdar fréttir Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00