Hverfum mismunað í opnunartíma lauga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. september 2017 06:00 Árbæjarlaug fær ekki lengri opnunartíma. vísir/teitur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar á föstudögum og um helgar í vetur. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina furðar sig á því að íbúar í Grafarvogi og Árbæ séu skildir út undan. Samkvæmt ákvörðun ráðsins verður Vesturbæjarlaug nú opin frá 06.30 til 22.00 alla virka daga og frá 09.00 til 22.00 um helgar. Ríflega 3.200 manns höfðu skrifað undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar til ráðsins um að halda sumaropnunartíma laugarinnar óbreyttum yfir vetrartímann. Við því var orðið og sami opnunartími samþykktur fyrir Breiðholtslaug sömuleiðis. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í ráðinu, mótmælti í bókun harðlega að íbúar Grafarvogs og Árbæjar yrðu skildir út undan. Þeim laugum verður lokað klukkan 20 á föstudögum og 18 um helgar í vetur. „Algjörlega óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rúmt fyrir opnunartíma sundlauga í þessum stóru fjölskyldu- og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru,“ segir Trausti. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ráðsins, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að svara eftirspurn. Aðsókn að Vesturbæjar- og Breiðholtslaugum hafi aukist verulega með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hafi ekki mátt greina í öðrum laugum. „Hún jókst lítillega en ekki eins mikið. Með því að lengja opnunartíma þar værum við ekki að svara eftirspurn. En það er ekkert sem útilokar að það verði prufað síðar. Eins og staðan er í dag eru þessar tvær laugar í forgangi og svo má geta þess að þegar Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð verður hún sömuleiðis opin til tíu alla daga.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar á föstudögum og um helgar í vetur. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina furðar sig á því að íbúar í Grafarvogi og Árbæ séu skildir út undan. Samkvæmt ákvörðun ráðsins verður Vesturbæjarlaug nú opin frá 06.30 til 22.00 alla virka daga og frá 09.00 til 22.00 um helgar. Ríflega 3.200 manns höfðu skrifað undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar til ráðsins um að halda sumaropnunartíma laugarinnar óbreyttum yfir vetrartímann. Við því var orðið og sami opnunartími samþykktur fyrir Breiðholtslaug sömuleiðis. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í ráðinu, mótmælti í bókun harðlega að íbúar Grafarvogs og Árbæjar yrðu skildir út undan. Þeim laugum verður lokað klukkan 20 á föstudögum og 18 um helgar í vetur. „Algjörlega óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rúmt fyrir opnunartíma sundlauga í þessum stóru fjölskyldu- og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru,“ segir Trausti. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ráðsins, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að svara eftirspurn. Aðsókn að Vesturbæjar- og Breiðholtslaugum hafi aukist verulega með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hafi ekki mátt greina í öðrum laugum. „Hún jókst lítillega en ekki eins mikið. Með því að lengja opnunartíma þar værum við ekki að svara eftirspurn. En það er ekkert sem útilokar að það verði prufað síðar. Eins og staðan er í dag eru þessar tvær laugar í forgangi og svo má geta þess að þegar Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð verður hún sömuleiðis opin til tíu alla daga.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira