Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 23:58 Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, gaf í dag út ljósmyndir af leiðtoga einræðisríkisins, Kim Jong-un, þar sem hann sást yfirfara nýja vetnissprengju, Vísir/afp Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju, enn þróaðra vopn en þau sem hingað til hafa verið smíðuð af ríkinu. Þá á að vera hægt að koma vopninu fyrir á langdrægri eldflaug. BBC greinir frá. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, gaf í dag út ljósmyndir af leiðtoga einræðisríkisins, Kim Jong-un, þar sem hann sást yfirfara nýja vetnissprengju, að því er fréttastofan fullyrðir. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af óháðum aðilum. „Stofnuninni [sem þróar kjarnavopn Norður-Kóreu] tókst nýlega að smíða háþróaðra kjarnavopn en gert hefur verið hingað til,“ segir í fréttinni. „Hann (Kim Jong-un) fylgdist með því þegar vetnissprengja var sett inn í nýja langdræga eldflaug (ICMB).“Kim Jong Un with the purported "homemade" H-bomb. #DPRK #nuclear pic.twitter.com/CFAUd7iWiM— Steve Herman (@W7VOA) September 2, 2017 Þá var sprengjunni lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ Sérfræðingar eru flestir sammála um að Norður-Kórea hafi tekið miklum framförum í þróun á kjarnavopnum sínum á síðustu mánuðum og árum. Enn er þó óljóst hvort yfirvöldum hafi tekist að þróa vopn sem hægt er að festa á eldflaug. Norður-Kórea hefur lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim. Nýjasta vopnatilraun Norður-Kóreu var gerð í síðustu viku þegar eldflaug var skotið yfir Japan. Sú eldflaug er talin sú fyrsta í vopnabúri Norður-Kóreu-manna sem gæti mögulega borið kjarnaodd. Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00 Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið "fjölmörgum“ skammdrægum flugskeytum í hafið undan austurströnd Kóreu-skaga. 25. ágúst 2017 23:30 Kim Jong-un orðinn þriggja barna faðir Suðurkóreska fréttastofan Yonhap segir frá því að þriðja barn hjónanna hafi komið í heiminn í febrúar síðastliðinn. 29. ágúst 2017 09:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Vill skjóta fleiri eldflaugum í Kyrrahafið Ríkismiðill Norður-Kóreu segir Kim hafa lýst yfir mikilli ánægju með eldflaugaskotið í gær og kallað það mikilvægt skref í því að einangra Gvam. 29. ágúst 2017 23:56 Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum Varnarmálaráðuneytis Gvam, er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum. 11. ágúst 2017 18:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju, enn þróaðra vopn en þau sem hingað til hafa verið smíðuð af ríkinu. Þá á að vera hægt að koma vopninu fyrir á langdrægri eldflaug. BBC greinir frá. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, gaf í dag út ljósmyndir af leiðtoga einræðisríkisins, Kim Jong-un, þar sem hann sást yfirfara nýja vetnissprengju, að því er fréttastofan fullyrðir. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af óháðum aðilum. „Stofnuninni [sem þróar kjarnavopn Norður-Kóreu] tókst nýlega að smíða háþróaðra kjarnavopn en gert hefur verið hingað til,“ segir í fréttinni. „Hann (Kim Jong-un) fylgdist með því þegar vetnissprengja var sett inn í nýja langdræga eldflaug (ICMB).“Kim Jong Un with the purported "homemade" H-bomb. #DPRK #nuclear pic.twitter.com/CFAUd7iWiM— Steve Herman (@W7VOA) September 2, 2017 Þá var sprengjunni lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ Sérfræðingar eru flestir sammála um að Norður-Kórea hafi tekið miklum framförum í þróun á kjarnavopnum sínum á síðustu mánuðum og árum. Enn er þó óljóst hvort yfirvöldum hafi tekist að þróa vopn sem hægt er að festa á eldflaug. Norður-Kórea hefur lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ á langdræga eldflaug sem næði til skotmarka um allan heim. Nýjasta vopnatilraun Norður-Kóreu var gerð í síðustu viku þegar eldflaug var skotið yfir Japan. Sú eldflaug er talin sú fyrsta í vopnabúri Norður-Kóreu-manna sem gæti mögulega borið kjarnaodd.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00 Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið "fjölmörgum“ skammdrægum flugskeytum í hafið undan austurströnd Kóreu-skaga. 25. ágúst 2017 23:30 Kim Jong-un orðinn þriggja barna faðir Suðurkóreska fréttastofan Yonhap segir frá því að þriðja barn hjónanna hafi komið í heiminn í febrúar síðastliðinn. 29. ágúst 2017 09:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Vill skjóta fleiri eldflaugum í Kyrrahafið Ríkismiðill Norður-Kóreu segir Kim hafa lýst yfir mikilli ánægju með eldflaugaskotið í gær og kallað það mikilvægt skref í því að einangra Gvam. 29. ágúst 2017 23:56 Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum Varnarmálaráðuneytis Gvam, er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum. 11. ágúst 2017 18:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00
Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Norður-Kórea hafi skotið "fjölmörgum“ skammdrægum flugskeytum í hafið undan austurströnd Kóreu-skaga. 25. ágúst 2017 23:30
Kim Jong-un orðinn þriggja barna faðir Suðurkóreska fréttastofan Yonhap segir frá því að þriðja barn hjónanna hafi komið í heiminn í febrúar síðastliðinn. 29. ágúst 2017 09:58
Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09
Vill skjóta fleiri eldflaugum í Kyrrahafið Ríkismiðill Norður-Kóreu segir Kim hafa lýst yfir mikilli ánægju með eldflaugaskotið í gær og kallað það mikilvægt skref í því að einangra Gvam. 29. ágúst 2017 23:56
Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum Varnarmálaráðuneytis Gvam, er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum. 11. ágúst 2017 18:46