Innlent

Gönguleið við Seljalandsfoss lokað vegna grjóthruns

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Steinarnir sem hrundu niður á planið vega a.m.k. 100 kíló hver.
Steinarnir sem hrundu niður á planið vega a.m.k. 100 kíló hver. Vísir/Vilhelm
Gönguleiðinni á bak við Seljalandsfoss hefur verið lokað vegna grjóthruns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi

„Lögreglan á Suðurlandi hefur, í samráði við landeigendur við Seljalandsfoss, lokað gönguleiðinni á bak við fossinn eftir að allnokkurt grjóthrun varð úr berginu skammt frá honum og niður undir planið við fossinn,“ segir enn fremur í tilkynningu.

Steinarnir sem hrundu niður á planið vega a.m.k. 100 kíló hver en sjónarvottar á svæðinu segja verulega hættu hafa skapast af grjóthruninu.

Gönguleiðin verður lokuð fram yfir helgi en vísbendingar eru um að mögulega muni hrynja frekar úr berginu á næstunni. Það þarf að skoða betur, segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×