Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um sögulega rannsókn sem sýnir að 1 af hverjum 226 Íslendingum er með svokallað Lynch-heilkenni sem eykur líkurnar á nokkrum tegundum á krabbameini.

Forsvarsmenn United Silicon segja það oftúlkun að tala um að starfsemi fyrirtækisins hafi verið stöðvuð. Unnið sé að endurbótum í samræmi við kröfur umhverfisstofnunnar. Engum starfsmanni verði sagt upp hjá fyrirtækinu.

Ársfundur Bjartrar framtíðar var í dag þar sem Óttar Proppe var sjálfkjörinn formaður flokksins.

Metaðsókn er á ráðstefnu um kynferðisofbeldi sem fram fer á Grand hótel um helgina. Við ræðum við talskonu Stígamóta.

Landnámshænur, heitt vatn, Sankti Jósefsspítali og sitthvað fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×