Innlent

805 þúsund farþegar frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna í fyrra

Ingvar Þór Björnsson skrifar
WOW air hóf flug til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum.
WOW air hóf flug til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum. Vísir/Vilhelm
Í fyrra flugu 805 þúsund farþegar frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vefnum turisti.is en vefurinn fékk gögn frá bandarískum samgönguyfirvöldum við vinnslu fréttarinnar.

Í dag fljúga 22 þotur héðan til Bandaríkjanna. Farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stendur til boða mun tíðari ferðir til Bandaríkjanna og til fleiri áfangastaða en gerist og gengur á hinum Norðurlöndunum. Úrvalið kemur til með að aukast á næsta ári með nýjum áfangastöðum í miðvesturhluta Bandaríkjanna.

Lega Íslands og sú staðreynd að bæði Icelandair og WOW gera út á flug milli N-Ameríku og Evrópu er talin ein helsta ástæðan fyrir því að framboðið á Bandaríkjaflugi héðan er eins mikið það er.

Farþegum Icelandair fjölgar umtalsvert

Farþegum Icelandair fjölgar umtalsvert á milli ára þrátt fyrir að WOW air hafi byrjað að fljúga til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum.

Innkoma Delta Air Lines hefur heldur ekki dregið úr umsvifum Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×