Tekin í bólinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. september 2017 06:00 Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von á breytingu. Framlög til „fjölmiðlunar“ eiga að hækka um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Hækkunin rennur óskipt til Ríkisútvarpsins, því ekki er öðrum til að dreifa. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði með tæplega 6 milljarða króna árlegri meðgjöf. Þrátt fyrir tal um afmarkað hlutverk hefur Ríkisútvarpið flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Sennilega er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Til að freista auglýsenda, keppir RÚV við einkaaðila um hvers kyns afþreyingu. Afleiðingin er ekki bara minni auglýsingapottur fyrir einkamiðlana, heldur þurfa þeir í ofanálag að kyngja hærra verði á dagskrárefni vegna yfirboða RÚV. Sjónarmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðlamarkaði, er hunsað. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði. Ríkisrisi á ekki að þrengja að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreint hlutverk, í orði og á borði. Samkeppni við ríkisrisa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu virtar. Engu er líkara en stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við Ríkisútvarpið – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Um þá ber löggjafanum að standa vörð. Í því ljósi setti Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, á fót nefnd, sem átti að jafna leikinn. Nefndin átti að skila tillögum fyrir langalöngu. Ekkert bólar á tillögunum. Af svörum að dæma er óvíst hvenær eða yfirhöfuð hvort búast má við niðurstöðu frá nefndinni. Með líku lagi endurspeglast andvaraleysið í því að formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að fjalla um stöðu fjölmiðla, skuli tísta og óska eftir vefslóð að ólöglegu streymi að boxbardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather – dagskrárefni sem Stöð 2 hafði keypt einkarétt á dýrum dómum. Í mörgum löndum hefði þingmaður þurft að taka pokann sinn eftir að hafa orðið uppvís að slíku. En samkvæmt frétt hér í blaðinu sér hún ekki mikla sök hjá sjálfri sér, enda hefði hún beðist afsökunar. Manneskja í hennar stöðu getur ekki skýlt sér bak við orð eins og hugsunarleysi eða hvatvísi, líkt og hún gerði. Henni hlýtur að hafa verið ljóst hvað hún má og hvað hún má ekki. Formaður sjálfrar þingnefndarinnar sem fjallar um stöðu og hlutverk fjölmiðla. Oft hefur verið talað um trúnaðarbrest af minna tilefni. Hún lét einfaldlega taka sig í bólinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von á breytingu. Framlög til „fjölmiðlunar“ eiga að hækka um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Hækkunin rennur óskipt til Ríkisútvarpsins, því ekki er öðrum til að dreifa. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði með tæplega 6 milljarða króna árlegri meðgjöf. Þrátt fyrir tal um afmarkað hlutverk hefur Ríkisútvarpið flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Sennilega er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Til að freista auglýsenda, keppir RÚV við einkaaðila um hvers kyns afþreyingu. Afleiðingin er ekki bara minni auglýsingapottur fyrir einkamiðlana, heldur þurfa þeir í ofanálag að kyngja hærra verði á dagskrárefni vegna yfirboða RÚV. Sjónarmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðlamarkaði, er hunsað. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði. Ríkisrisi á ekki að þrengja að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreint hlutverk, í orði og á borði. Samkeppni við ríkisrisa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu virtar. Engu er líkara en stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við Ríkisútvarpið – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Um þá ber löggjafanum að standa vörð. Í því ljósi setti Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, á fót nefnd, sem átti að jafna leikinn. Nefndin átti að skila tillögum fyrir langalöngu. Ekkert bólar á tillögunum. Af svörum að dæma er óvíst hvenær eða yfirhöfuð hvort búast má við niðurstöðu frá nefndinni. Með líku lagi endurspeglast andvaraleysið í því að formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að fjalla um stöðu fjölmiðla, skuli tísta og óska eftir vefslóð að ólöglegu streymi að boxbardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather – dagskrárefni sem Stöð 2 hafði keypt einkarétt á dýrum dómum. Í mörgum löndum hefði þingmaður þurft að taka pokann sinn eftir að hafa orðið uppvís að slíku. En samkvæmt frétt hér í blaðinu sér hún ekki mikla sök hjá sjálfri sér, enda hefði hún beðist afsökunar. Manneskja í hennar stöðu getur ekki skýlt sér bak við orð eins og hugsunarleysi eða hvatvísi, líkt og hún gerði. Henni hlýtur að hafa verið ljóst hvað hún má og hvað hún má ekki. Formaður sjálfrar þingnefndarinnar sem fjallar um stöðu og hlutverk fjölmiðla. Oft hefur verið talað um trúnaðarbrest af minna tilefni. Hún lét einfaldlega taka sig í bólinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun