Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopns Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2017 22:48 Sendiráð Bandaríkjanna í Havana. Vísir/Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að loka sendiráði sínu í Kúbu eftir að starfsfólk þar hefur tilkynnt ýmis heilsuvandræði. Umrædd vandræði hafa verið rakin til dularfulls hljóðvopns. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði. Þeir sem hafa orðið fyrir „hljóðvopninu“ segjast meðal annars hafa heyrt mikið hljóð eða jafnvel fundið fyrir titringi. Einhverjir urðu þó ekki varir við neitt.Margir hafa orðið fyrir áhrifum Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki.Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra.Sérfræðingar skilja ekki neittGuardian sagði frá því í síðustu viku að vitni lýsi hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Síðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Rannsakendur segjast engu nær um hvernig þetta fólk hafi orðið fyrir. Hljóðárásirnar svokölluðu munu hafa gerst á heimilum fólks og á minnst einu hóteli í Havana. Ef um einhvers konar vopn væri að ræða segja sérfræðingar að það væri gífurlega stórt og erfitt væri að miða því af eins mikilli nákvæmni og vitni hafa lýst. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að loka sendiráði sínu í Kúbu eftir að starfsfólk þar hefur tilkynnt ýmis heilsuvandræði. Umrædd vandræði hafa verið rakin til dularfulls hljóðvopns. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði. Þeir sem hafa orðið fyrir „hljóðvopninu“ segjast meðal annars hafa heyrt mikið hljóð eða jafnvel fundið fyrir titringi. Einhverjir urðu þó ekki varir við neitt.Margir hafa orðið fyrir áhrifum Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki.Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra.Sérfræðingar skilja ekki neittGuardian sagði frá því í síðustu viku að vitni lýsi hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Síðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Rannsakendur segjast engu nær um hvernig þetta fólk hafi orðið fyrir. Hljóðárásirnar svokölluðu munu hafa gerst á heimilum fólks og á minnst einu hóteli í Havana. Ef um einhvers konar vopn væri að ræða segja sérfræðingar að það væri gífurlega stórt og erfitt væri að miða því af eins mikilli nákvæmni og vitni hafa lýst.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira