Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 09:38 Jennifer Lawrence og Javier Bardem í hlutverkum sínum í mother! IMDB Nýjasta kvikmynd Íslandsvinarins Darren Aronofsky, mother!, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af mörgum. Þessi leikstjóri á að baki frábærar myndir á borð við Black Swan, sem hann hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir, The Wrestler og Requiem for a Dream. Því hafa kvikmyndaunnendur verið spenntir að sjá þessa nýjustu afurð leikstjórans. Þá sérstaklega vegna þess að Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence leikur aðalhlutverkið í myndinni, en frá árinu 2011 hefur hún verið tilnefnd fjórum sinnum til þeirra verðlauna og aðeins 27 ára gömul í dag. Fyrstu viðbrögð áhorfenda eru þó blendin ef marka má vefinn CinemaScore. Á þeim vef er tekin saman meðaleinkunn sem áhorfendur gefa myndum og er mother! með falleinkunn sem stendur, eða F.Á vef Vulture er tekið fram að þessi einkunn endurspegli þó einungis þá áhorfendur sem sáu myndina á fyrsta kvöldinu sem hún var í almennum sýningum, og því gæti myndin mögulega náð sér upp í D eða C í einkunn á næstu dögum.Talið var að Jennifer Lawrence myndi hreppa tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í mother!IMDBTil samanburðar má nefna að nýjar myndir sem eru frumsýndar á svipuðum tíma og mother!, hafa fengið ögn hærri einkunn. Má þar nefna American Assasin, með B+, og hrollvekjan IT, með B+. Vulture tekur saman nokkrar myndir sem hafa fengið einkunnina F en þar á meðal eru Solaris eftir Steven Soderbergh, Bug eftir William Friedkin, The Box eftir Richard Kelly og I Know Who Killed Me sem skartaði Lindsey Lohan í aðalhlutverki.Mother er sem stendur með einkunnina 6,8 á IMDB.Á vef Rotten Tomatoes er hún metin 68 prósent fersk, en þar er tekin saman umsögn sem á að endurspegla það sem flestir hafa um myndina að segja. Er myndin sögð ögrandi afurð leikstjóra með einstaklega metnaðarfulla sýn, en myndin gæti þó verið full erfið fyrir hinn almenna áhorfanda. Leikaravalið í myndinni er nokkuð tilkomumikið en þar eru á ferðinni Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem, Ed Harris sem hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Michelle Pfieffer sem á að baki þrjár Óskarstilnefningar.Myndin þótti of framsækin fyrir „hefðbundna“ kvikmyndatónlist Jóhanns Jóhannssonar.Vísir/EPAMyndin þykir afar framsækin og er í raun svo framsækin að Darren Aronofsky og íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson ákváðu að hreinlega að henda í burtu þeirri tónlist sem Jóhann hafði samið fyrir myndina. „mother! er mynd sem býður ekki upp á neitt hálfkák. Eftir að ég og Darren höfðum skoðað margar mismunandi aðferðir, þá sagði innsæið mér að henda hreinlega tónlistinni í heild sinni. Svona útþurrkun er stór hluti af skapandi ferli,“ sagði Jóhann við Indiewire um ákvörðunina. Jóhann varð því að tónlistarráðgjafa fyrir myndina í stað þess að vera tónskáld og er notast við hljóðheim í stað tónlistar en lesa má nánar um þetta ferli á vef Indiewire hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýjasta kvikmynd Íslandsvinarins Darren Aronofsky, mother!, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af mörgum. Þessi leikstjóri á að baki frábærar myndir á borð við Black Swan, sem hann hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir, The Wrestler og Requiem for a Dream. Því hafa kvikmyndaunnendur verið spenntir að sjá þessa nýjustu afurð leikstjórans. Þá sérstaklega vegna þess að Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence leikur aðalhlutverkið í myndinni, en frá árinu 2011 hefur hún verið tilnefnd fjórum sinnum til þeirra verðlauna og aðeins 27 ára gömul í dag. Fyrstu viðbrögð áhorfenda eru þó blendin ef marka má vefinn CinemaScore. Á þeim vef er tekin saman meðaleinkunn sem áhorfendur gefa myndum og er mother! með falleinkunn sem stendur, eða F.Á vef Vulture er tekið fram að þessi einkunn endurspegli þó einungis þá áhorfendur sem sáu myndina á fyrsta kvöldinu sem hún var í almennum sýningum, og því gæti myndin mögulega náð sér upp í D eða C í einkunn á næstu dögum.Talið var að Jennifer Lawrence myndi hreppa tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í mother!IMDBTil samanburðar má nefna að nýjar myndir sem eru frumsýndar á svipuðum tíma og mother!, hafa fengið ögn hærri einkunn. Má þar nefna American Assasin, með B+, og hrollvekjan IT, með B+. Vulture tekur saman nokkrar myndir sem hafa fengið einkunnina F en þar á meðal eru Solaris eftir Steven Soderbergh, Bug eftir William Friedkin, The Box eftir Richard Kelly og I Know Who Killed Me sem skartaði Lindsey Lohan í aðalhlutverki.Mother er sem stendur með einkunnina 6,8 á IMDB.Á vef Rotten Tomatoes er hún metin 68 prósent fersk, en þar er tekin saman umsögn sem á að endurspegla það sem flestir hafa um myndina að segja. Er myndin sögð ögrandi afurð leikstjóra með einstaklega metnaðarfulla sýn, en myndin gæti þó verið full erfið fyrir hinn almenna áhorfanda. Leikaravalið í myndinni er nokkuð tilkomumikið en þar eru á ferðinni Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem, Ed Harris sem hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Michelle Pfieffer sem á að baki þrjár Óskarstilnefningar.Myndin þótti of framsækin fyrir „hefðbundna“ kvikmyndatónlist Jóhanns Jóhannssonar.Vísir/EPAMyndin þykir afar framsækin og er í raun svo framsækin að Darren Aronofsky og íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson ákváðu að hreinlega að henda í burtu þeirri tónlist sem Jóhann hafði samið fyrir myndina. „mother! er mynd sem býður ekki upp á neitt hálfkák. Eftir að ég og Darren höfðum skoðað margar mismunandi aðferðir, þá sagði innsæið mér að henda hreinlega tónlistinni í heild sinni. Svona útþurrkun er stór hluti af skapandi ferli,“ sagði Jóhann við Indiewire um ákvörðunina. Jóhann varð því að tónlistarráðgjafa fyrir myndina í stað þess að vera tónskáld og er notast við hljóðheim í stað tónlistar en lesa má nánar um þetta ferli á vef Indiewire hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira