Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. janúar 2017 18:05 Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hvernig arfgeng tilhneiging manna til að sækja sér menntun hefur breyst á nokkrum áratugum. Skoðað var erfðamengi 129.808 Íslendinga sem voru á lífi á árunum 1910-1990. „Það sem við sýndum fram í íslensku samfélagi, sem menn hafa vitað lengi, er að fólk sem hefur mikla menntun á að meðaltali færri börn heldur en fólk sem er með litla menntun. Það á rætur sínar að mestu leyti í því að þeir sem eru með mikla menntun fresta því að eignast sitt fyrsta barn,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining tók alla breytanleika í erfðamengingu sem hefur áhrif á þá menntun sem fólk sækir sér og búið var til mælitæki. Þeir sem mældust hátt í mælingu hafa mikla tilhneigingu til að sækja sér menntun. Þeir sem mældust lágt hafa litla tilhneigingu til þess. „Við sýndum fram á að þessir breytileikar sem tengjast mikilli menntun eru að verða fágætari og fágætari í íslenskum erfðamengjum. Það sem er áhugavert er að ef þú tekur þá sem mælast hátt en hafa engu að síður litla menntun, þeir eiga færri börn en þeir sem mælast lágt,“ segir Kári. Hann segir að þannig sé það ekki menntunin sem slík sem kemur í veg fyrir að menn eignist börn heldur þessi arfgenga tilhneiging. Hafa verði í huga að þegar rætt sé um jákvætt val og neikvætt val á eiginleikum þá þýði það að þeir sem hafi þennan eiginleika hafi fleiri börn sem komist á legg og eignist síðan sjálfir börn. Kári segir að Íslendingar séu prýðilegt dýramódel fyrir manneskjuna og hann segist sannfærður um að niðurstöðurnar gildi um allar þjóðir Evrópu, ef ekki allar þjóðir heims. ÍE hyggst fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hvernig arfgeng tilhneiging manna til að sækja sér menntun hefur breyst á nokkrum áratugum. Skoðað var erfðamengi 129.808 Íslendinga sem voru á lífi á árunum 1910-1990. „Það sem við sýndum fram í íslensku samfélagi, sem menn hafa vitað lengi, er að fólk sem hefur mikla menntun á að meðaltali færri börn heldur en fólk sem er með litla menntun. Það á rætur sínar að mestu leyti í því að þeir sem eru með mikla menntun fresta því að eignast sitt fyrsta barn,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining tók alla breytanleika í erfðamengingu sem hefur áhrif á þá menntun sem fólk sækir sér og búið var til mælitæki. Þeir sem mældust hátt í mælingu hafa mikla tilhneigingu til að sækja sér menntun. Þeir sem mældust lágt hafa litla tilhneigingu til þess. „Við sýndum fram á að þessir breytileikar sem tengjast mikilli menntun eru að verða fágætari og fágætari í íslenskum erfðamengjum. Það sem er áhugavert er að ef þú tekur þá sem mælast hátt en hafa engu að síður litla menntun, þeir eiga færri börn en þeir sem mælast lágt,“ segir Kári. Hann segir að þannig sé það ekki menntunin sem slík sem kemur í veg fyrir að menn eignist börn heldur þessi arfgenga tilhneiging. Hafa verði í huga að þegar rætt sé um jákvætt val og neikvætt val á eiginleikum þá þýði það að þeir sem hafi þennan eiginleika hafi fleiri börn sem komist á legg og eignist síðan sjálfir börn. Kári segir að Íslendingar séu prýðilegt dýramódel fyrir manneskjuna og hann segist sannfærður um að niðurstöðurnar gildi um allar þjóðir Evrópu, ef ekki allar þjóðir heims. ÍE hyggst fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira