Framtíðarsýn í ferðamálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. janúar 2017 07:00 Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma orðið umfangsmesti atvinnuvegur landsins. Nú þegar skilar hún miklum verðmætum til samfélagsins og hún hefur skipt sköpum við endurreisn efnahagslífsins. Vinstri græn lögðu fram ítarlega stefnu um framtíð ferðaþjónustu fyrir kosningar þar sem rauði þráðurinn var að greinin þyrfti að þróast með sjálfbærum hætti, í sátt við umhverfi, samfélag og efnahag. Áhersla var lögð á að vernda einstaka náttúru landsins og að uppfylla metnaðarfull loftslagsmarkmið. Hvort tveggja kallar á breytta hugsun en skapar líka sóknarfæri. Mikilvægt er að efla enn frekar menntun og rannsóknir innan ferðaþjónustunnar og að sjálfbærnihugsunin verði samþætt inn í alla stefnumótun. Því miður hefur umræða um málefni ferðaþjónustunnar nánast eingöngu snúist um gjaldtöku seinustu misserin. Umdeilt frumvarp um náttúrupassa steytti á skeri og síðan þá hefur ekki náðst sátt um hvaða leiðir sé best að fara til að greinin leggi meira af mörkum til samfélagsins í samræmi við þá nýtingu sem hún felur í sér á auðlindinni sem felst í ósnortinni náttúru. Á sama tíma hefur skapast villtavestursástand þar sem landeigendur víða um land eru farnir að rukka fyrir aðgang að náttúruperlum, jafnvel þó að ítrekað hafi komið fram að slík gjaldtaka er lögum samkvæmt háð þröngum skilyrðum þar sem rekstraraðili viðkomandi náttúruverndarsvæðis þarf að hafa gert sérstakan samning við Umhverfisstofnun um rekstur svæðisins. Hins vegar hefur komið fram að ekki hafi verið brugðist sérstaklega við lokunum og gjaldtöku, jafnvel þó að lagaheimildir skorti. Stefnuleysi hefur ríkt í þessum málum og tækifæri til að skapa sátt um uppbyggingu greinarinnar hafa farið forgörðum – til að mynda var tillaga um komugjöld felld við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Nú segir nýr ráðherra ferðamála að landeigendur eigi að beita gjaldtöku ef þeir telji það stuðla að náttúruvernd sem bendir því miður ekki til þess að ný ríkisstjórn vilji tryggja almannaréttinn og leggja grunn að eðlilegri tekjuöflun sem geti nýst til uppbyggingar úr sameiginlegum sjóðum. Þessi mál þurfa alvöru umræðu á nýju þingi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma orðið umfangsmesti atvinnuvegur landsins. Nú þegar skilar hún miklum verðmætum til samfélagsins og hún hefur skipt sköpum við endurreisn efnahagslífsins. Vinstri græn lögðu fram ítarlega stefnu um framtíð ferðaþjónustu fyrir kosningar þar sem rauði þráðurinn var að greinin þyrfti að þróast með sjálfbærum hætti, í sátt við umhverfi, samfélag og efnahag. Áhersla var lögð á að vernda einstaka náttúru landsins og að uppfylla metnaðarfull loftslagsmarkmið. Hvort tveggja kallar á breytta hugsun en skapar líka sóknarfæri. Mikilvægt er að efla enn frekar menntun og rannsóknir innan ferðaþjónustunnar og að sjálfbærnihugsunin verði samþætt inn í alla stefnumótun. Því miður hefur umræða um málefni ferðaþjónustunnar nánast eingöngu snúist um gjaldtöku seinustu misserin. Umdeilt frumvarp um náttúrupassa steytti á skeri og síðan þá hefur ekki náðst sátt um hvaða leiðir sé best að fara til að greinin leggi meira af mörkum til samfélagsins í samræmi við þá nýtingu sem hún felur í sér á auðlindinni sem felst í ósnortinni náttúru. Á sama tíma hefur skapast villtavestursástand þar sem landeigendur víða um land eru farnir að rukka fyrir aðgang að náttúruperlum, jafnvel þó að ítrekað hafi komið fram að slík gjaldtaka er lögum samkvæmt háð þröngum skilyrðum þar sem rekstraraðili viðkomandi náttúruverndarsvæðis þarf að hafa gert sérstakan samning við Umhverfisstofnun um rekstur svæðisins. Hins vegar hefur komið fram að ekki hafi verið brugðist sérstaklega við lokunum og gjaldtöku, jafnvel þó að lagaheimildir skorti. Stefnuleysi hefur ríkt í þessum málum og tækifæri til að skapa sátt um uppbyggingu greinarinnar hafa farið forgörðum – til að mynda var tillaga um komugjöld felld við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Nú segir nýr ráðherra ferðamála að landeigendur eigi að beita gjaldtöku ef þeir telji það stuðla að náttúruvernd sem bendir því miður ekki til þess að ný ríkisstjórn vilji tryggja almannaréttinn og leggja grunn að eðlilegri tekjuöflun sem geti nýst til uppbyggingar úr sameiginlegum sjóðum. Þessi mál þurfa alvöru umræðu á nýju þingi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun