Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 15:35 Eva fékk nálgunarbann á manninn 18. september en hann hefur ítrekað brotið gegn því. Skjáskot „Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig. Lögreglan sagði við mig að ef hann myndi hafa samband við mig yrði hann handtekinn strax.“ Þetta segir Eva Riley Stonestreet í samtali við Vísi en hún hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eins og Stöð 2 greindi frá í september hefur eltihrellirinn ítrekað áreitt Evu og fjölskyldu hennar og sent þeim ógeðfelld skilaboð. „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt. Það er ekki búið að gera neitt og það mun ekki vera neitt gert,“ sagði Eva í september.Fékk nálgunarbann í kjölfar fréttaflutningsinsEva fékk nálgunarbann á manninn 18. september. „Þá segir lögreglufulltrúi við mig að ef hann hefur samband við mig eigi ég að hringja strax í lögregluna og að hann verði handtekinn um leið,“ segir hún. Það leið einungis mánuður þar til hann byrjaði að áreita hana að nýju. Hún hafi í kjölfarið hringt í neyðarlínuna eins og henni hafi verið sagt að gera en ekki fengið neina hjálp. „Eftir það hugsaði ég að lögreglan væri ekki að fara að gera neitt og það væri til einskis að reyna að hafa samband við hana.“ „Síðan byrjar hann að hafa samband við mömmu mína og þá hef ég samband við geðdeildina. Ég spyr af hverju það sé ekki verið að fylgjast með manninum. Þá ætluðu þau að reyna að finna lækni sem kannast við hann. Ég hef ekki heyrt neitt í þeim aftur,“ segir Eva.„Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“Maðurinn sendi Evu mynd í gær sem fyllti mælinn. Hafði hún því samband við lögreglu í dag. Segir hún að lögreglan hafi verið dónaleg og sýnt málinu lítinn skilning. „Lögreglufulltrúinn spyr hvort eltihrellirinn sé að nálgast mig en það er ekki þannig. Þá segir hann mér að koma bara á næsta virka degi á skrifstofutíma.“ Hún hafi spurt lögreglufulltrúann af hverju ekki væri staðið við það að handtaka manninn þar sem hann hafi brotið gegn nálgunarbanni. „Hann svarar því ekkert og er mjög dónalegur við mig.“ Eva segir að úrræðaleysið sé algjört og að hún sé ráðþrota. „Ég er búinn að hafa samband við geðdeildina og lögregluna sem sá um nálgunarbannið en ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?“ Eva deildi myndbandi þar sem hún greinir frá stöðu mála á Facebook-síðu sinni í dag. Hægt er að horfa á það hér að neðan.Ekki gekk að fá svör frá lögreglunni um mál Evu við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig. Lögreglan sagði við mig að ef hann myndi hafa samband við mig yrði hann handtekinn strax.“ Þetta segir Eva Riley Stonestreet í samtali við Vísi en hún hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eins og Stöð 2 greindi frá í september hefur eltihrellirinn ítrekað áreitt Evu og fjölskyldu hennar og sent þeim ógeðfelld skilaboð. „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt. Það er ekki búið að gera neitt og það mun ekki vera neitt gert,“ sagði Eva í september.Fékk nálgunarbann í kjölfar fréttaflutningsinsEva fékk nálgunarbann á manninn 18. september. „Þá segir lögreglufulltrúi við mig að ef hann hefur samband við mig eigi ég að hringja strax í lögregluna og að hann verði handtekinn um leið,“ segir hún. Það leið einungis mánuður þar til hann byrjaði að áreita hana að nýju. Hún hafi í kjölfarið hringt í neyðarlínuna eins og henni hafi verið sagt að gera en ekki fengið neina hjálp. „Eftir það hugsaði ég að lögreglan væri ekki að fara að gera neitt og það væri til einskis að reyna að hafa samband við hana.“ „Síðan byrjar hann að hafa samband við mömmu mína og þá hef ég samband við geðdeildina. Ég spyr af hverju það sé ekki verið að fylgjast með manninum. Þá ætluðu þau að reyna að finna lækni sem kannast við hann. Ég hef ekki heyrt neitt í þeim aftur,“ segir Eva.„Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“Maðurinn sendi Evu mynd í gær sem fyllti mælinn. Hafði hún því samband við lögreglu í dag. Segir hún að lögreglan hafi verið dónaleg og sýnt málinu lítinn skilning. „Lögreglufulltrúinn spyr hvort eltihrellirinn sé að nálgast mig en það er ekki þannig. Þá segir hann mér að koma bara á næsta virka degi á skrifstofutíma.“ Hún hafi spurt lögreglufulltrúann af hverju ekki væri staðið við það að handtaka manninn þar sem hann hafi brotið gegn nálgunarbanni. „Hann svarar því ekkert og er mjög dónalegur við mig.“ Eva segir að úrræðaleysið sé algjört og að hún sé ráðþrota. „Ég er búinn að hafa samband við geðdeildina og lögregluna sem sá um nálgunarbannið en ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?“ Eva deildi myndbandi þar sem hún greinir frá stöðu mála á Facebook-síðu sinni í dag. Hægt er að horfa á það hér að neðan.Ekki gekk að fá svör frá lögreglunni um mál Evu við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira