Segir hvítabirni misvísandi tákn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2017 22:00 Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðlimir Greenpeace-samtakanna hafa reglulega birst í mótmælaaðgerðum klæddir ísbjarnarbúningum. Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq vakti nýlega athygli á því að slík notkun hvítabjarna væri ekki í samræmi við raunveruleikann. Ísbirnir spjara sig vel þrátt fyrir loftlagsbreytingar, sagði í fyrirsögn. Að gefa í skyn að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu er nefnilega þvert á það sem tölur segja um fjölgun þessa stærsta landrándýrs jarðar. Það eru raunar engar nákvæmar tölur til um stofnstærðina en nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum. Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðlimir Greenpeace-samtakanna hafa reglulega birst í mótmælaaðgerðum klæddir ísbjarnarbúningum. Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq vakti nýlega athygli á því að slík notkun hvítabjarna væri ekki í samræmi við raunveruleikann. Ísbirnir spjara sig vel þrátt fyrir loftlagsbreytingar, sagði í fyrirsögn. Að gefa í skyn að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu er nefnilega þvert á það sem tölur segja um fjölgun þessa stærsta landrándýrs jarðar. Það eru raunar engar nákvæmar tölur til um stofnstærðina en nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum. Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira