Segir hvítabirni misvísandi tákn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2017 22:00 Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðlimir Greenpeace-samtakanna hafa reglulega birst í mótmælaaðgerðum klæddir ísbjarnarbúningum. Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq vakti nýlega athygli á því að slík notkun hvítabjarna væri ekki í samræmi við raunveruleikann. Ísbirnir spjara sig vel þrátt fyrir loftlagsbreytingar, sagði í fyrirsögn. Að gefa í skyn að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu er nefnilega þvert á það sem tölur segja um fjölgun þessa stærsta landrándýrs jarðar. Það eru raunar engar nákvæmar tölur til um stofnstærðina en nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum. Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðlimir Greenpeace-samtakanna hafa reglulega birst í mótmælaaðgerðum klæddir ísbjarnarbúningum. Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq vakti nýlega athygli á því að slík notkun hvítabjarna væri ekki í samræmi við raunveruleikann. Ísbirnir spjara sig vel þrátt fyrir loftlagsbreytingar, sagði í fyrirsögn. Að gefa í skyn að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu er nefnilega þvert á það sem tölur segja um fjölgun þessa stærsta landrándýrs jarðar. Það eru raunar engar nákvæmar tölur til um stofnstærðina en nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum. Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira