Segir hvítabirni misvísandi tákn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2017 22:00 Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðlimir Greenpeace-samtakanna hafa reglulega birst í mótmælaaðgerðum klæddir ísbjarnarbúningum. Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq vakti nýlega athygli á því að slík notkun hvítabjarna væri ekki í samræmi við raunveruleikann. Ísbirnir spjara sig vel þrátt fyrir loftlagsbreytingar, sagði í fyrirsögn. Að gefa í skyn að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu er nefnilega þvert á það sem tölur segja um fjölgun þessa stærsta landrándýrs jarðar. Það eru raunar engar nákvæmar tölur til um stofnstærðina en nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum. Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðlimir Greenpeace-samtakanna hafa reglulega birst í mótmælaaðgerðum klæddir ísbjarnarbúningum. Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq vakti nýlega athygli á því að slík notkun hvítabjarna væri ekki í samræmi við raunveruleikann. Ísbirnir spjara sig vel þrátt fyrir loftlagsbreytingar, sagði í fyrirsögn. Að gefa í skyn að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu er nefnilega þvert á það sem tölur segja um fjölgun þessa stærsta landrándýrs jarðar. Það eru raunar engar nákvæmar tölur til um stofnstærðina en nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum. Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira