Yfirvöld í Tyrklandi hafa bannað viðburði hinsegin fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 23:35 Yfirvöld í Tyrklandi banna viðburði hinsegin fólks. Vísir/afp Tyrknesk yfirvöld tilkynntu í kvöld um þvert bann við öllum hinsegin viðburðum í borginni Ankara um ótilgreindan tíma eða þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Tyrklandi segja að gripið hafi verið til þessa ráðs til þess að „viðhalda allsherjarreglu“. Ráðist var í stjórnvaldsaðgerðirnar í óþökk hinsegin samfélagsins. Þetta kemur fram á vef AFP. Ákvörðunin er tekin í kjölfar banns sem lagt var á hinsegin kvikmyndahátíð sem til stóð að halda í höfuðborg Tyrklands síðasta fimmtudag. Bannið var lagt á grundvelli þess að hátíðin gæti kynt undir andúð og hatur auk þess sem stjórnvöld töldu að hryðjuverkaógn gæti fylgt hátíðinni. Frá og með 18. nóvember hafa yfirvöld í Tyrklandi bannað kvikmyndir, leikhúsviðburði, pallborðsumræður, ráðstefnur og sýningar sem lúta að málefnum LGBTI-samfélagsins (regnhlífarhugtak yfir samkynhneigða, tvíkynhneigða, transfólk og intersex fólk). Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum segir að viðburðirnir séu líklegir til þess að „kalla fram viðbrögð hjá ákveðnum samfélagshópi“ og því sé gripið til bannsins. Bannið er lagt á í óþökk skipuleggjenda hinsegin kvikmyndahátíðarinnar. Aðstandendur hennar hefðu frekar þegið aukna vernd af hálfu ríkisins. Bannið sé brot á stjórnarskrárvörðum rétti hinsegin fólks. Hinsegin aðgerðasinnar í Tyrklandi óttast að með banninu sé vegið gróflega að tjáningarfrelsi þeirra. Tveir hópar aðgerðasinna, „Kaos GL“ og „Pink Life“ hafa þegar fordæmt bannið og fulltrúar þeirra segja að þessar stjórnvaldsaðgerðir sé ólöglegar, óréttlátar og geðþóttalegar. Bannið eigi ekki heima í lýðræðislegu samfélagi. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld tilkynntu í kvöld um þvert bann við öllum hinsegin viðburðum í borginni Ankara um ótilgreindan tíma eða þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Tyrklandi segja að gripið hafi verið til þessa ráðs til þess að „viðhalda allsherjarreglu“. Ráðist var í stjórnvaldsaðgerðirnar í óþökk hinsegin samfélagsins. Þetta kemur fram á vef AFP. Ákvörðunin er tekin í kjölfar banns sem lagt var á hinsegin kvikmyndahátíð sem til stóð að halda í höfuðborg Tyrklands síðasta fimmtudag. Bannið var lagt á grundvelli þess að hátíðin gæti kynt undir andúð og hatur auk þess sem stjórnvöld töldu að hryðjuverkaógn gæti fylgt hátíðinni. Frá og með 18. nóvember hafa yfirvöld í Tyrklandi bannað kvikmyndir, leikhúsviðburði, pallborðsumræður, ráðstefnur og sýningar sem lúta að málefnum LGBTI-samfélagsins (regnhlífarhugtak yfir samkynhneigða, tvíkynhneigða, transfólk og intersex fólk). Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum segir að viðburðirnir séu líklegir til þess að „kalla fram viðbrögð hjá ákveðnum samfélagshópi“ og því sé gripið til bannsins. Bannið er lagt á í óþökk skipuleggjenda hinsegin kvikmyndahátíðarinnar. Aðstandendur hennar hefðu frekar þegið aukna vernd af hálfu ríkisins. Bannið sé brot á stjórnarskrárvörðum rétti hinsegin fólks. Hinsegin aðgerðasinnar í Tyrklandi óttast að með banninu sé vegið gróflega að tjáningarfrelsi þeirra. Tveir hópar aðgerðasinna, „Kaos GL“ og „Pink Life“ hafa þegar fordæmt bannið og fulltrúar þeirra segja að þessar stjórnvaldsaðgerðir sé ólöglegar, óréttlátar og geðþóttalegar. Bannið eigi ekki heima í lýðræðislegu samfélagi.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira