Nærri þriðjungur kvenna óttast að verða fyrir kynferðisofbeldi í miðborginni og margar forðast illa upplýstar götur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2017 20:00 Nær enginn karlmaður, sem tók afstöðu í nýrri könnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um öryggi í miðborginni, hafði áhyggjur af því að verða þolandi kynferðisofbeldis - á sama tíma og þrjár af hverjum tíu konum höfðu slíkar áhyggjur. Þá eru konur mun líklegri til að hegða sér á ákveðin hátt til þess að auka öryggi sitt á svæðinu. Í samstarfi við Ríkislögreglustjóra hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gert árlegar kannanir í rúm 10 ár þar sem spurt er meðal annars út í öryggistilfinningu Íslendinga í miðborg Reykjavíkur. Í vor var slík könnun framkvæmd og vinna þær Rannveig Þórisdóttir og Sædís Jana Jónsdóttir, félagsfræðingar hjá lögreglunni, nú að því að taka saman helstu niðurstöður. „Þetta eru þarna um rúmur helmingur sem upplifir óöryggi í miðborginni en þá erum við að tala um eftir myrkur eða um helgar,“ segir Sædís Jana. Á síðasta áratugnum hefur þeim þó fækkað sem segjast hræddir í miðborginni en síðustu fjögur ár hefur talan haldist nokkuð stöðug. „Við erum að sjá fleiri sem eru öruggir. Það má vera að þessi stöðugleiki síðustu ára komi til vegna þess að það er fleira fólk í miðborginni eins og ferðamenn sem eru ekki þarna til að skemmta sér eða eru ölvaðir heldur meira svona almennt bara á ferðinni og fólk svona upplifi meira öryggi í þeim hópi,“ segir Rannveig. Í ár var ákveðið að spurja nánar út í öryggistilfinningu. Í ljós kom að karlar og konur höfðu jafn miklar áhyggjur af því að verða þolendur ofbeldisbrota, líkt og líkamsárása. Mikill kynjamunur er hins vegar á öryggistilfinningu kynjanna þegar kemur að kynferðisbrotum. „Til dæmis hafði nær engin karmaður áhyggjur af því að verða þolandi kynferðisofbeldis á árinu 2016 en þrjár af hverjum tíu konum,“ segir Sædís Jana. Þá kom mikill kynjamunur í ljós á varnarhegðun fólks en þrátt fyrir að karlar hefðu jafn miklar áhyggjur af því að verða þolendur ofbeldisbrota almennt hafði rúmlega helmingur þeirra ekki gripið til neinna aðgerða til að auka öryggi sitt. Konur voru hins vegar mun líklegri til að hegða sér á ákveðinn hátt til þess að auka öryggi sitt. „Eins og að forðast illa upplýst svæði og götur. Ásamt því að vera tilbúnar að hringja á neyðarlínu eða einhvern annan nákominn aðila. Með símann sinn tilbúin. Og svo sáum við líka mikinn kynjamun á því að konur voru meira að passa drykkina sína á skemmtistöðum til að reyna koma í veg fyrir byrlanir,“ segir Rannveig. Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Nær enginn karlmaður, sem tók afstöðu í nýrri könnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um öryggi í miðborginni, hafði áhyggjur af því að verða þolandi kynferðisofbeldis - á sama tíma og þrjár af hverjum tíu konum höfðu slíkar áhyggjur. Þá eru konur mun líklegri til að hegða sér á ákveðin hátt til þess að auka öryggi sitt á svæðinu. Í samstarfi við Ríkislögreglustjóra hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gert árlegar kannanir í rúm 10 ár þar sem spurt er meðal annars út í öryggistilfinningu Íslendinga í miðborg Reykjavíkur. Í vor var slík könnun framkvæmd og vinna þær Rannveig Þórisdóttir og Sædís Jana Jónsdóttir, félagsfræðingar hjá lögreglunni, nú að því að taka saman helstu niðurstöður. „Þetta eru þarna um rúmur helmingur sem upplifir óöryggi í miðborginni en þá erum við að tala um eftir myrkur eða um helgar,“ segir Sædís Jana. Á síðasta áratugnum hefur þeim þó fækkað sem segjast hræddir í miðborginni en síðustu fjögur ár hefur talan haldist nokkuð stöðug. „Við erum að sjá fleiri sem eru öruggir. Það má vera að þessi stöðugleiki síðustu ára komi til vegna þess að það er fleira fólk í miðborginni eins og ferðamenn sem eru ekki þarna til að skemmta sér eða eru ölvaðir heldur meira svona almennt bara á ferðinni og fólk svona upplifi meira öryggi í þeim hópi,“ segir Rannveig. Í ár var ákveðið að spurja nánar út í öryggistilfinningu. Í ljós kom að karlar og konur höfðu jafn miklar áhyggjur af því að verða þolendur ofbeldisbrota, líkt og líkamsárása. Mikill kynjamunur er hins vegar á öryggistilfinningu kynjanna þegar kemur að kynferðisbrotum. „Til dæmis hafði nær engin karmaður áhyggjur af því að verða þolandi kynferðisofbeldis á árinu 2016 en þrjár af hverjum tíu konum,“ segir Sædís Jana. Þá kom mikill kynjamunur í ljós á varnarhegðun fólks en þrátt fyrir að karlar hefðu jafn miklar áhyggjur af því að verða þolendur ofbeldisbrota almennt hafði rúmlega helmingur þeirra ekki gripið til neinna aðgerða til að auka öryggi sitt. Konur voru hins vegar mun líklegri til að hegða sér á ákveðinn hátt til þess að auka öryggi sitt. „Eins og að forðast illa upplýst svæði og götur. Ásamt því að vera tilbúnar að hringja á neyðarlínu eða einhvern annan nákominn aðila. Með símann sinn tilbúin. Og svo sáum við líka mikinn kynjamun á því að konur voru meira að passa drykkina sína á skemmtistöðum til að reyna koma í veg fyrir byrlanir,“ segir Rannveig.
Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira