Erlent

Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Robert Mugabe ásamt eiginkonu sinni, Grace Mugabe, í maí síðastliðnum. Grace var rekin úr Zanu-PF í dag.
Robert Mugabe ásamt eiginkonu sinni, Grace Mugabe, í maí síðastliðnum. Grace var rekin úr Zanu-PF í dag. Vísir/AFP
Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefur verið settur af sem formaður flokks síns, Zanu-PF. Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi flokksins.

Mugabe rak Mnangagwa fyrir um tveimur vikum síðan og er ótrúleg atburðarás síðustu dag í Simbabve rakin til brottrekstrarins. Her landsins tók völdin í kjölfarið en búist var við því að Mugabe myndi segja af sér. Það hefur hann enn ekki gert.

Nú bendir þó allt til þess að Mugabe hverfi alfarið frá völdum í allra nánustu framtíð. Hann mun funda með hershöfðingjum í dag, sem vilja fá forsetann til að hverfa frá völdum, en bílalest sást yfirgefa heimili hans nú síðdegis. Gert er ráð fyrir að Mugabe sé því á leið á fundinn.

Auk hersins, sem Mugabe mun funda með í dag, hefur ungliðahreyfing Zanu-Pf, flokks Mugabe, kallað eftir afsögn forsetans og fordæmt bæði stuðningsmenn hans og eiginkonu, Grace Mugabe. Grace hefur nú verið rekin úr Zanu-PF en hún leiddi kvennadeild flokksins.


Tengdar fréttir

Funda um Mugabe í dag

Búist er við því að hershöfðingjar kalli Mugabe á fund sinn í dag og reyni að fá hann til að segja af sér.

Herinn fagnar velgengni í Simbabve

Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×