„Við viljum finna aðra Jörð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2017 19:30 „Þetta er það sem rannsóknir á reikistjörnum utan sólkerfisins snúast að mestu leyti um. Við viljum finna aðra Jörð,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins um uppgötvun sjö reikistjarna á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Geimvísindastofnanir tilkynntu í dag um tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sævar segir að uppgötvunin sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. „Það þýðir það að við getum notað alla stærstu sjónauka heimsins sem eru til í dag og líka í framtíðinni til þess að rannsaka þetta sólkerfi í smáatriðum og það höfum við hingað til ekki getað gert þannig að þetta er spennandi að því leytinu til,“ segir Sævar Helgi. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic NewsÓmögulegt að segja hvort það reynist líf í sólkerfinu Þrátt fyrir að 40 ljósár teljist ekki gríðarleg fjarlægð í heimi geimvísinda bendir Sævar Helgi þó á að ferðalög þangað séu ómöguleg, að minnsta kosti í nánustu framtíð enda myndi það taka geimfara átta hundruð þúsund ár að ferðast að reikistjörnunum miðað við núverandi tækni. Þrjár af reikistjörnunum eru í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. En hvers konar líf? „Það er ómögulegt að segja. Við vitum í fyrsta lagi ekki hvort það sé líf þarna yfir höfuð og kannski er það ólíklegt,“ segir Sævar Helgi. „Ef það er eitthvað líf þarna er ómögulegt að segja til um hvernig það er, það fer alveg eftir umhverfisaðstæðum og þróun.“ Búast má við að vísindamenn muni grannskoða reikistjörnunar og hefur Hubble-sjónaukinn þegar beint sjónum sínum að hnöttunum sjö. Vísindamenn munu á næstu misserum beina stærstu sjónaukum heimsins að sólkerfinu til þess að afla meiri upplýsinga. „Við viljum finna aðra Jörð, ekki til þess að geta endilega flutt þangað, heldur til þess að geta lært svolítið meira um fjölbreytileika lífs í alheiminum og hvernig við komumst hingað þar sem við erum núna,“ segir Sævar Helgi. Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Þetta er það sem rannsóknir á reikistjörnum utan sólkerfisins snúast að mestu leyti um. Við viljum finna aðra Jörð,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins um uppgötvun sjö reikistjarna á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Geimvísindastofnanir tilkynntu í dag um tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sævar segir að uppgötvunin sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. „Það þýðir það að við getum notað alla stærstu sjónauka heimsins sem eru til í dag og líka í framtíðinni til þess að rannsaka þetta sólkerfi í smáatriðum og það höfum við hingað til ekki getað gert þannig að þetta er spennandi að því leytinu til,“ segir Sævar Helgi. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic NewsÓmögulegt að segja hvort það reynist líf í sólkerfinu Þrátt fyrir að 40 ljósár teljist ekki gríðarleg fjarlægð í heimi geimvísinda bendir Sævar Helgi þó á að ferðalög þangað séu ómöguleg, að minnsta kosti í nánustu framtíð enda myndi það taka geimfara átta hundruð þúsund ár að ferðast að reikistjörnunum miðað við núverandi tækni. Þrjár af reikistjörnunum eru í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. En hvers konar líf? „Það er ómögulegt að segja. Við vitum í fyrsta lagi ekki hvort það sé líf þarna yfir höfuð og kannski er það ólíklegt,“ segir Sævar Helgi. „Ef það er eitthvað líf þarna er ómögulegt að segja til um hvernig það er, það fer alveg eftir umhverfisaðstæðum og þróun.“ Búast má við að vísindamenn muni grannskoða reikistjörnunar og hefur Hubble-sjónaukinn þegar beint sjónum sínum að hnöttunum sjö. Vísindamenn munu á næstu misserum beina stærstu sjónaukum heimsins að sólkerfinu til þess að afla meiri upplýsinga. „Við viljum finna aðra Jörð, ekki til þess að geta endilega flutt þangað, heldur til þess að geta lært svolítið meira um fjölbreytileika lífs í alheiminum og hvernig við komumst hingað þar sem við erum núna,“ segir Sævar Helgi.
Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00