Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. janúar 2017 22:04 Benedikt sagði á fundinum í kvöld að bæta þurfi vinnubrögð á Alþingi, þegar flokksmenn sögðust ósáttir við Bjarna Benediktsson. Vísir/ernir Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. Skýrslan var afhent Bjarna í október en var ekki gerð opinber fyrr en síðastliðinn föstudag. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tók undir áhyggjur flokksmanna sinna og sagði að þessi vinnubrögð þyrfti að laga. Hins vegar sé betra að laga þau innan stjórnar en utan. Formanninum var jafnframt tíðrætt um samstarfið við Bjarta framtíð, en flokkarnir tveir gengu sameiginlega til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Sagðist hann hafa talað við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, daglega eftir kosningar, að undanskildum jóladegi. Þá sagðist hann reglulega hafa leitað ráðlegginga hjá flokknum, verandi nýr á þingi. Benedikt sló jafnframt á létta strengi en hann byrjaði ræðu sína á að lofa fundargestum að taka ekki víkingaklappið. Það hafi verið meira en nóg að hafa gert sig að fífli á gamlársdag, og vísaði þar með í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem formennirnir, auk Tólfunnar og nokkurra landsliðsmanna í fótbolta, tóku húh-ið fræga. Uppákomuna má sjá hér fyrir neðan. Nýr stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var kynntur á fundum flokkanna nú í kvöld. Ríkisstjórnarsamstarfið hefur verið samþykkt í röðum Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, en fundur Bjartrar framtíðar stendur enn yfir, en heimildir fréttastofu herma að þar sé einnig ósætti vegna skattaskjólsskýrslunnar. Bjarni Benediktsson sagði við Vísi fyrr í kvöld að ráðherraskipan yrði kynnt annað kvöld. Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. Skýrslan var afhent Bjarna í október en var ekki gerð opinber fyrr en síðastliðinn föstudag. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tók undir áhyggjur flokksmanna sinna og sagði að þessi vinnubrögð þyrfti að laga. Hins vegar sé betra að laga þau innan stjórnar en utan. Formanninum var jafnframt tíðrætt um samstarfið við Bjarta framtíð, en flokkarnir tveir gengu sameiginlega til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Sagðist hann hafa talað við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, daglega eftir kosningar, að undanskildum jóladegi. Þá sagðist hann reglulega hafa leitað ráðlegginga hjá flokknum, verandi nýr á þingi. Benedikt sló jafnframt á létta strengi en hann byrjaði ræðu sína á að lofa fundargestum að taka ekki víkingaklappið. Það hafi verið meira en nóg að hafa gert sig að fífli á gamlársdag, og vísaði þar með í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem formennirnir, auk Tólfunnar og nokkurra landsliðsmanna í fótbolta, tóku húh-ið fræga. Uppákomuna má sjá hér fyrir neðan. Nýr stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var kynntur á fundum flokkanna nú í kvöld. Ríkisstjórnarsamstarfið hefur verið samþykkt í röðum Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, en fundur Bjartrar framtíðar stendur enn yfir, en heimildir fréttastofu herma að þar sé einnig ósætti vegna skattaskjólsskýrslunnar. Bjarni Benediktsson sagði við Vísi fyrr í kvöld að ráðherraskipan yrði kynnt annað kvöld.
Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22
Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20
Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48
Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44