Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2017 15:47 Skot úr myndbandinu hjá Huga rétt fyrir klukkan eitt í dag. Stelpan í bleiku buxunum slapp með skrekkinn þegar alda náði til hennar skömmu eftir að myndbandið var tekið. Hugi R. Ingibjartsson Hugi R. Ingibjartsson, leiðsögumaður, varð vitni að því í Reynisfjöru í dag þegar stúlkubarn, á að giska þriggja ára, var næstum tekið af öldu. Barnið var eftirlitslaust en mínútum áður hafði Hugi tekið upp myndband þar sem stúlkan var í stuðlaberginu ásamt móður sinni og systkini.Atvikið varð á milli klukkan hálf eitt og eitt í dag en rúmri klukkustund síðar barst lögreglu tilkynning um konu sem farið hefði í sjóinn við Kirkjufjöru, nærri Dyrhólaey. Hún fannst í sjónum eftir töluverða leit en eiginmaður hennar og tvö börn sluppu með skrekkinn. Ekki fást upplýsingar um líðan konunnar sem var lengi í sjónum.„Ég sá stelpuna skola niður í fjöruna. Svo greipa allt í einu maður í hana. Þetta hefur verið svona tíu metrum frá mér,“ segir Hugi sem var með hóp ferðamanna á Suðurlandinu í dag. Hann segist hafa tekið eftir stelpunni skömmu fyrr þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook úr fjörunni.Nýja skiltið sem hannað var af verkfræðistofunni EFLU.Myndbandið má sjá hér að neðan en stelpan birtist með mömmu sinni eftir um átta mínútur. Nokkrum augnablikum síðar munaði minnstu að aldan tæki hana. Hugi er sannfærður að hefði árvökull maður ekki gripið í stelpuna væri hún farin.Öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um hættuna sem er fyrir hendi í Reynisfjöru. Kínverskur ferðamaður lét lífið í fjörunni í febrúar í fyrra og fleiri hafa tínt lífi. Þá hafa margir komist í hann krappann en öldur geta komið því sem næst upp úr þurru og tekið með sér fólk. Brugðist hefur verið við með því að setja upp betri skilti á svæðinu, nú síðast í október. Skiltið má sjá hér að neðan. Hugi segir að á leiðinni úr Reynisfjöru nokkru síðar hafi lögreglu borið að garði vegna hins slyssins í fjörunni í dag. Hann segir verst að hann hafi ekki náð myndbandi af því þegar stúlkan fór næstum með öldunni enda ljóst að slíkt hefði haft nauðsynlegt forvarnargildi. Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina í Reynisfjöru í dag og fram á kvöld.Uppfært 10. janúar klukkan 19:30 Myndbandið hefur verið fjarlægt að ósk Huga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Hugi R. Ingibjartsson, leiðsögumaður, varð vitni að því í Reynisfjöru í dag þegar stúlkubarn, á að giska þriggja ára, var næstum tekið af öldu. Barnið var eftirlitslaust en mínútum áður hafði Hugi tekið upp myndband þar sem stúlkan var í stuðlaberginu ásamt móður sinni og systkini.Atvikið varð á milli klukkan hálf eitt og eitt í dag en rúmri klukkustund síðar barst lögreglu tilkynning um konu sem farið hefði í sjóinn við Kirkjufjöru, nærri Dyrhólaey. Hún fannst í sjónum eftir töluverða leit en eiginmaður hennar og tvö börn sluppu með skrekkinn. Ekki fást upplýsingar um líðan konunnar sem var lengi í sjónum.„Ég sá stelpuna skola niður í fjöruna. Svo greipa allt í einu maður í hana. Þetta hefur verið svona tíu metrum frá mér,“ segir Hugi sem var með hóp ferðamanna á Suðurlandinu í dag. Hann segist hafa tekið eftir stelpunni skömmu fyrr þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook úr fjörunni.Nýja skiltið sem hannað var af verkfræðistofunni EFLU.Myndbandið má sjá hér að neðan en stelpan birtist með mömmu sinni eftir um átta mínútur. Nokkrum augnablikum síðar munaði minnstu að aldan tæki hana. Hugi er sannfærður að hefði árvökull maður ekki gripið í stelpuna væri hún farin.Öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um hættuna sem er fyrir hendi í Reynisfjöru. Kínverskur ferðamaður lét lífið í fjörunni í febrúar í fyrra og fleiri hafa tínt lífi. Þá hafa margir komist í hann krappann en öldur geta komið því sem næst upp úr þurru og tekið með sér fólk. Brugðist hefur verið við með því að setja upp betri skilti á svæðinu, nú síðast í október. Skiltið má sjá hér að neðan. Hugi segir að á leiðinni úr Reynisfjöru nokkru síðar hafi lögreglu borið að garði vegna hins slyssins í fjörunni í dag. Hann segir verst að hann hafi ekki náð myndbandi af því þegar stúlkan fór næstum með öldunni enda ljóst að slíkt hefði haft nauðsynlegt forvarnargildi. Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina í Reynisfjöru í dag og fram á kvöld.Uppfært 10. janúar klukkan 19:30 Myndbandið hefur verið fjarlægt að ósk Huga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14
Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46