„Ekkert vont í veröld Guðs“ Ívar Halldórsson skrifar 9. janúar 2017 10:30 Ég sá nýlega myndband sem gengur manna á milli á fésinu. Myndbandið átti í eitt skipti fyrir öll að afsanna tilvist kærleiksríks Guðs, á þeim forsendum að það sé svo margt slæmt sem eigi sér stað í heiminum í dag, án afskipta æðri máttar. Þeir sem ekki vilja viðurkenna æðri mátt telja sig hafa gert trúaða einstaklinga skák og mát er þeir tefla fram klassísku spurningunni, “Af hverju leyfir góður Guð slæma hluti?” Hins vegar finnst mér þessi spurning ekki stofna kónginum á taflborði trúarinnar í hættu. Hún áorkar að mínu mati jafn miklu og það að vera með fullt hús í skák. Þegar barn deyr á unga aldri heyrir maður oft fólk kenna aðgerðarleysi Guðs um og leiðir það í framhaldi til lykta að hann geti ekki verið til; oft með spurningu eins og: „Myndi góður Guð leyfa saklausu barni að deyja?” Segjum sem svo að Guð væri svo einmitt “það góður” að hann gerði öll börn ódauðleg til að forða foreldrum frá sorg. Engu skipti hvaða áhættu börn tækju - þau lifðu alltaf af. Of illa klædd, of mikill hraði, of stór skammtur eða of ógætin; þau lifðu allt af vegna þess að Guð gripi alltaf inn í aðstæður á síðustu stundu. Alltaf. Af því að hann væri svo góður. Það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af börnunum sínum því að þau björguðust alltaf. Mömmur þyrftu ekki að passa upp á hvernig þau eru klædd í slæmu veðri. Þyrftu aldrei að segja: „Passaðu þig á bílunum!“ eða „Farðu varlega!“ Það væri hálf einkennilegt og algjör óþarfi að sýna börnum sínum ást með slíkum innantómum orðum þegar allir vissu að Guð stjórnaði umferðinni. Ekkert væri við það að athuga að sjá barn skyndilega takast á loft og lenda mjúklega á gangstéttinni í þann mund er bíll væri að fara keyra yfir það á umferðargötu. Ungt fólk myndi geta stokkið af háum byggingum í frímínútum án þess að eiga á hættu að lamast eða láta lífið. Gönguferðir upp á Everest væru ekki mikið afrek því að Guð myndi aldrei leyfa neinum að verða úti og fá þannig fólk upp á móti sér. Mynd Baltasars hefði hvorki verið rökrétt, né hefði hún flokkast sem spennumynd. Guð léti alltaf sólina skína á börnin sín ef þeim yrði of kalt; illa klæddum í fjallaferðunum sínum. Guð væri nefnilega svo góður. En af hverju leyfir Guð þá fátækt og hungursneyð? Þessi spurning er jafn órökrétt og spyrja: „Af hverju eru ekki allir á Íslandi með sömu laun?“ Misskiptingin er nefnilega mannanna vegna. Heimurinn framleiðir nægan mat til að metta um 10 milljarða manns. Við mannfólkið erum um 7 milljarðar í dag. Samt sveltur fólk í dag. Sannleikurinn er sá að eigingirni og græðgi eru að gera út af við okkur. Það er auðvelt að benda á Guð þegar við erum með allt niður um okkur í þessum málum og reynum að skella skuldinni á skaparann. Meira að segja fólk sem trúir ekki á Guð kennir honum um. Þetta er allt afar einkennilegt. En af hverju leyfir Guð þá þessa slæmu eigingirni sem er uppspretta svo margra hörmunga? Enn og aftur er verið að kvarta yfir tilvist einhvers sem við viljum þó ekki útrýma alveg. Okkur finnst t.d. í lagi að vera eigingjörn á tíma barna okkar eða maka. Þessi eigingirni á það til að aukast samhliða söknuði. Því lengri tíma sem ástvinir dvelja frá okkur því meira þráum við að fá þá til okkar aftur, hvort sem okkar “eigingjarna” þrá endurspeglar þeirra óskir eða ekki. Þetta er hin góða og jákvæða hlið á því sem kalla mætti eigingirni, sem byggir þó á ást og kærleika. Það getur ekki allt verið svart og hvítt - eða 100% gott og 100% illt í þessum heimi. Ef þú tekur allt það slæma burt, tekurðu líka það góða með. Ef ekkert myrkur væri þyrfti aldrei að kveikja ljós. Ef ekkert ljós væri hefðum við ekkert til að hrinda burtu mykrinu. Staðreyndin er sú að í mótlæti sýnum við og upplifum mestan kærleika. Ef ekkert illt væri til væri ekkert mótlæti og engin sorg. Ekkert foreldri þyrfti að kyssa á bágtið hjá börnum sínum þar sem slysahættan í veröld okkar væri engin. Án erfiðleika þyrftum við aldrei að sýna mikla umhyggju. Við myndum aldrei vorkenna neinum og aldrei rétta fram hjálparhönd. Við þyrftum aldrei að hjálpa neinum. Guð sæi bara um það. Allir hefðu það svo gott af því að Guð væri svo góður. Í vonskulsusri veröld myndu allar kvikmyndir fjalla um hamingju og vináttu – og þær auðvitað allar leyfðar öllum aldurshópum. Engar byssur eða slagsmál í þeim. Maður gæti ímyndað sér Hollywood kvikmyndaþrennu eins og „Love Is Everywhere“, „Love Is Everywhere II - More Love“ og „Love Is Everywhere III - Forever Love“. Spennumyndir og sorglegar dramamyndir væru náttúrulega ekki til í áhættu- og illskulausum heimi. Heilbrigðis- og löggæsluvandinn væri þá úr sögunni. Atvinnustéttir væru auðvitað færri vegna þessa, en án afleiðinga því að það myndi ekki skipta máli hvort fólk væri með vinnu eða ekki – enginn ætti á hættu að deyja úr hungri. Guð myndi galdra fram eitthvað gott á grillið þótt fólk nennti ekki að vinna fyrir matnum sínum. Líkamar okkar þyrftu ekki einu sinni á rauðum eða hvítum blóðkornum að halda. Vírusar og veirusýkingar væru ekki til í heilbrigðum heiminum. Allir gætu hér notað eiturlyf og stundað óheilbrigt líferni án afleiðinga á plánetu þar sem Guð leyfir ekki að fólk deyji ungt frá ástvinum sínum. Meira að segja hákarlar gætu engan veginn étið fólk sem dytti óvart í sjóinn. Einhver nástaddur gæti þá kennt kæruleysi almættisins um sem algóður Guð mætti ekki láta fréttast ef hann vildi vera viss um að fólk tryði á tilvist hans. Kvikmynd Spielberg, „Jaws“ hefði líklega verið þekkt sem of löng heimildarmynd um meinlausa hákarla? Enginn myndi gera mistök sem drægju slæman dilk á eftir sér, og sömuleiðis væri engum fært að særa tilfinningar annara. Ekkert vont í veröld Guðs. Öllum væri þá sama um framhjáhald því að allir elskuðu alla og allir jafn fúsir að deila öllu með öllum í óeigingjörnum heimi þar sem engum sárnar neitt. Veröldin væri ein stór áhættulaus hamingju-orgía þar sem allir væru svo gott sem ódauðlegir – af því að Guð gæti auðvitað ekki leyft fólki að deyja frá ástvinum sínum og fá þannig alla upp á móti sér. Hann væri nefnilega svo góður - svo meðvirkur og magnaður! Sá Guð sem kristnir boða gaf mannkyninu frjálsan vilja. Frelsi til að velja og hafna, elska, taka áhættu, keppa, fjárfesta og forgangsraða með tilliti til þess hvað hver og einn telur skila bestri útkomu fyrir sig og sína nánustu. Án okkar frjálsa vilja værum við strengjabrúður. Við gætum bara gert það sem almættið leyfði okkur að gera. Hann myndi grípa inn í hvert skipti sem við gerðum eitthvað sem fyrr eða síðar gæti leitt til óhamingju eða andláts einhvers sem við elskuðum. Eitthvað segir mér að sama fólk og gagnrýnir hann fyrir aðgerða- og afskiptaleysi í dag, myndi þá í staðinn gagnrýna hann fyrir að grípa inn í aðstæður á máta sem stangaðist með einhverjum hætti á við óskir þeirra hverju sinni. Að kenna Guði um slæmar afleiðingar okkar eigin ákvarðana er ódýr aflausn. Þeir sem eru heiðarlegir við sjálfa sig sjá að vandamál og hörmungar heimsins má rekja til okkar eigin ákvarðana og umsýslu þeirrar jarðar sem við erum ábyrg fyrir. Það er alltaf auðvelt fyrir áhorfanda að standa í stúkunni og öskra athugasemdir og aðfinnslur til þjálfarans í hita leiksins, eins og sjálfskipaður sérfræðingur. Það þýðir þó ekki að hann hafi réttan leikskilning eða innsýn inn í vel fyrirfram ákveðnar leikfléttur liðsins. Ef ég ætti að velja, annars vegar á milli sykurpúða-veraldar þar sem Guð væri alltaf óboðinn að grípa inn í kringumstæður og stöðugt stýrandi atburðarrásum okkar - eða hins vegar þeirrar veraldar sem við þekkjum í dag; þar sem mannfólkið uppsker eins og það sáir og þar sem barátta ríkir milli góðs og ills, myndi ég velja seinni kostinn allan daginn og tvisvar á mánudögum! Það sem veitir ánægju í þessum heimi er að geta daglega látið gott af sér leiða með því að hughreysta, uppörva og elska. Að geta upplifað ánægjuna sem felst í að sigra illt með góðu og að gera heiminn aðeins betri er það sem veitir svo ótal mörgum hamingju í lífinu. Þær stundir sem mannkynið hefur sigrast á miklum erfiðleikum og tekið höndum saman gegn óréttlæti í veröldinni, eru yfirleitt þær stundir sem við státum okkur mest af. Sigrarnir sameina okkur og knýja okkur áfram til góðra verka, og enn stærri sigra. Að mæta erfiðum áskorunum fæðir fram það besta í okkur. Það er kominn tími til að mannkynið taki ábyrgð á eigin mistökum og kæruleysi og hætti að fela sig á bak aðgerða- eða tilvistarleysi æðri mátta. Frjáls vilji gefur okkur frelsi til að skapa okkur bjarta framtíð á okkar forsendum. Með okkar frjálsa vilja er okkur einnig frjálst að dæma almættið úr leik, eins og sumir kjósa, á forsendum sem virðast frambærilegar í fyrstu, en halda þó ekki vatni þegar á hólminn er komið. Án okkar frjálsa vilja værum við bara fjarstýrð peð á plánetunni Jörð. Við gætum í vanmætti okkar í besta falli státað okkur af styrkri stjórn Guðs og eilífri, óumbeðinni björg hans í okkar daglega lífi. Við þyrftum ekki að velja að trúa á Guð - hann myndi bara láta okkur trúa á sig. Hann myndi einfaldlega beina himneskri fjarstýringunni sinni að okkur og þrýsta á þakklætishnappinn - og um leið myndum við þakklát og hamingjusöm hrópa, öll sem eitt: „Hallelúja! Þökk sé Guði!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Sjá meira
Ég sá nýlega myndband sem gengur manna á milli á fésinu. Myndbandið átti í eitt skipti fyrir öll að afsanna tilvist kærleiksríks Guðs, á þeim forsendum að það sé svo margt slæmt sem eigi sér stað í heiminum í dag, án afskipta æðri máttar. Þeir sem ekki vilja viðurkenna æðri mátt telja sig hafa gert trúaða einstaklinga skák og mát er þeir tefla fram klassísku spurningunni, “Af hverju leyfir góður Guð slæma hluti?” Hins vegar finnst mér þessi spurning ekki stofna kónginum á taflborði trúarinnar í hættu. Hún áorkar að mínu mati jafn miklu og það að vera með fullt hús í skák. Þegar barn deyr á unga aldri heyrir maður oft fólk kenna aðgerðarleysi Guðs um og leiðir það í framhaldi til lykta að hann geti ekki verið til; oft með spurningu eins og: „Myndi góður Guð leyfa saklausu barni að deyja?” Segjum sem svo að Guð væri svo einmitt “það góður” að hann gerði öll börn ódauðleg til að forða foreldrum frá sorg. Engu skipti hvaða áhættu börn tækju - þau lifðu alltaf af. Of illa klædd, of mikill hraði, of stór skammtur eða of ógætin; þau lifðu allt af vegna þess að Guð gripi alltaf inn í aðstæður á síðustu stundu. Alltaf. Af því að hann væri svo góður. Það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af börnunum sínum því að þau björguðust alltaf. Mömmur þyrftu ekki að passa upp á hvernig þau eru klædd í slæmu veðri. Þyrftu aldrei að segja: „Passaðu þig á bílunum!“ eða „Farðu varlega!“ Það væri hálf einkennilegt og algjör óþarfi að sýna börnum sínum ást með slíkum innantómum orðum þegar allir vissu að Guð stjórnaði umferðinni. Ekkert væri við það að athuga að sjá barn skyndilega takast á loft og lenda mjúklega á gangstéttinni í þann mund er bíll væri að fara keyra yfir það á umferðargötu. Ungt fólk myndi geta stokkið af háum byggingum í frímínútum án þess að eiga á hættu að lamast eða láta lífið. Gönguferðir upp á Everest væru ekki mikið afrek því að Guð myndi aldrei leyfa neinum að verða úti og fá þannig fólk upp á móti sér. Mynd Baltasars hefði hvorki verið rökrétt, né hefði hún flokkast sem spennumynd. Guð léti alltaf sólina skína á börnin sín ef þeim yrði of kalt; illa klæddum í fjallaferðunum sínum. Guð væri nefnilega svo góður. En af hverju leyfir Guð þá fátækt og hungursneyð? Þessi spurning er jafn órökrétt og spyrja: „Af hverju eru ekki allir á Íslandi með sömu laun?“ Misskiptingin er nefnilega mannanna vegna. Heimurinn framleiðir nægan mat til að metta um 10 milljarða manns. Við mannfólkið erum um 7 milljarðar í dag. Samt sveltur fólk í dag. Sannleikurinn er sá að eigingirni og græðgi eru að gera út af við okkur. Það er auðvelt að benda á Guð þegar við erum með allt niður um okkur í þessum málum og reynum að skella skuldinni á skaparann. Meira að segja fólk sem trúir ekki á Guð kennir honum um. Þetta er allt afar einkennilegt. En af hverju leyfir Guð þá þessa slæmu eigingirni sem er uppspretta svo margra hörmunga? Enn og aftur er verið að kvarta yfir tilvist einhvers sem við viljum þó ekki útrýma alveg. Okkur finnst t.d. í lagi að vera eigingjörn á tíma barna okkar eða maka. Þessi eigingirni á það til að aukast samhliða söknuði. Því lengri tíma sem ástvinir dvelja frá okkur því meira þráum við að fá þá til okkar aftur, hvort sem okkar “eigingjarna” þrá endurspeglar þeirra óskir eða ekki. Þetta er hin góða og jákvæða hlið á því sem kalla mætti eigingirni, sem byggir þó á ást og kærleika. Það getur ekki allt verið svart og hvítt - eða 100% gott og 100% illt í þessum heimi. Ef þú tekur allt það slæma burt, tekurðu líka það góða með. Ef ekkert myrkur væri þyrfti aldrei að kveikja ljós. Ef ekkert ljós væri hefðum við ekkert til að hrinda burtu mykrinu. Staðreyndin er sú að í mótlæti sýnum við og upplifum mestan kærleika. Ef ekkert illt væri til væri ekkert mótlæti og engin sorg. Ekkert foreldri þyrfti að kyssa á bágtið hjá börnum sínum þar sem slysahættan í veröld okkar væri engin. Án erfiðleika þyrftum við aldrei að sýna mikla umhyggju. Við myndum aldrei vorkenna neinum og aldrei rétta fram hjálparhönd. Við þyrftum aldrei að hjálpa neinum. Guð sæi bara um það. Allir hefðu það svo gott af því að Guð væri svo góður. Í vonskulsusri veröld myndu allar kvikmyndir fjalla um hamingju og vináttu – og þær auðvitað allar leyfðar öllum aldurshópum. Engar byssur eða slagsmál í þeim. Maður gæti ímyndað sér Hollywood kvikmyndaþrennu eins og „Love Is Everywhere“, „Love Is Everywhere II - More Love“ og „Love Is Everywhere III - Forever Love“. Spennumyndir og sorglegar dramamyndir væru náttúrulega ekki til í áhættu- og illskulausum heimi. Heilbrigðis- og löggæsluvandinn væri þá úr sögunni. Atvinnustéttir væru auðvitað færri vegna þessa, en án afleiðinga því að það myndi ekki skipta máli hvort fólk væri með vinnu eða ekki – enginn ætti á hættu að deyja úr hungri. Guð myndi galdra fram eitthvað gott á grillið þótt fólk nennti ekki að vinna fyrir matnum sínum. Líkamar okkar þyrftu ekki einu sinni á rauðum eða hvítum blóðkornum að halda. Vírusar og veirusýkingar væru ekki til í heilbrigðum heiminum. Allir gætu hér notað eiturlyf og stundað óheilbrigt líferni án afleiðinga á plánetu þar sem Guð leyfir ekki að fólk deyji ungt frá ástvinum sínum. Meira að segja hákarlar gætu engan veginn étið fólk sem dytti óvart í sjóinn. Einhver nástaddur gæti þá kennt kæruleysi almættisins um sem algóður Guð mætti ekki láta fréttast ef hann vildi vera viss um að fólk tryði á tilvist hans. Kvikmynd Spielberg, „Jaws“ hefði líklega verið þekkt sem of löng heimildarmynd um meinlausa hákarla? Enginn myndi gera mistök sem drægju slæman dilk á eftir sér, og sömuleiðis væri engum fært að særa tilfinningar annara. Ekkert vont í veröld Guðs. Öllum væri þá sama um framhjáhald því að allir elskuðu alla og allir jafn fúsir að deila öllu með öllum í óeigingjörnum heimi þar sem engum sárnar neitt. Veröldin væri ein stór áhættulaus hamingju-orgía þar sem allir væru svo gott sem ódauðlegir – af því að Guð gæti auðvitað ekki leyft fólki að deyja frá ástvinum sínum og fá þannig alla upp á móti sér. Hann væri nefnilega svo góður - svo meðvirkur og magnaður! Sá Guð sem kristnir boða gaf mannkyninu frjálsan vilja. Frelsi til að velja og hafna, elska, taka áhættu, keppa, fjárfesta og forgangsraða með tilliti til þess hvað hver og einn telur skila bestri útkomu fyrir sig og sína nánustu. Án okkar frjálsa vilja værum við strengjabrúður. Við gætum bara gert það sem almættið leyfði okkur að gera. Hann myndi grípa inn í hvert skipti sem við gerðum eitthvað sem fyrr eða síðar gæti leitt til óhamingju eða andláts einhvers sem við elskuðum. Eitthvað segir mér að sama fólk og gagnrýnir hann fyrir aðgerða- og afskiptaleysi í dag, myndi þá í staðinn gagnrýna hann fyrir að grípa inn í aðstæður á máta sem stangaðist með einhverjum hætti á við óskir þeirra hverju sinni. Að kenna Guði um slæmar afleiðingar okkar eigin ákvarðana er ódýr aflausn. Þeir sem eru heiðarlegir við sjálfa sig sjá að vandamál og hörmungar heimsins má rekja til okkar eigin ákvarðana og umsýslu þeirrar jarðar sem við erum ábyrg fyrir. Það er alltaf auðvelt fyrir áhorfanda að standa í stúkunni og öskra athugasemdir og aðfinnslur til þjálfarans í hita leiksins, eins og sjálfskipaður sérfræðingur. Það þýðir þó ekki að hann hafi réttan leikskilning eða innsýn inn í vel fyrirfram ákveðnar leikfléttur liðsins. Ef ég ætti að velja, annars vegar á milli sykurpúða-veraldar þar sem Guð væri alltaf óboðinn að grípa inn í kringumstæður og stöðugt stýrandi atburðarrásum okkar - eða hins vegar þeirrar veraldar sem við þekkjum í dag; þar sem mannfólkið uppsker eins og það sáir og þar sem barátta ríkir milli góðs og ills, myndi ég velja seinni kostinn allan daginn og tvisvar á mánudögum! Það sem veitir ánægju í þessum heimi er að geta daglega látið gott af sér leiða með því að hughreysta, uppörva og elska. Að geta upplifað ánægjuna sem felst í að sigra illt með góðu og að gera heiminn aðeins betri er það sem veitir svo ótal mörgum hamingju í lífinu. Þær stundir sem mannkynið hefur sigrast á miklum erfiðleikum og tekið höndum saman gegn óréttlæti í veröldinni, eru yfirleitt þær stundir sem við státum okkur mest af. Sigrarnir sameina okkur og knýja okkur áfram til góðra verka, og enn stærri sigra. Að mæta erfiðum áskorunum fæðir fram það besta í okkur. Það er kominn tími til að mannkynið taki ábyrgð á eigin mistökum og kæruleysi og hætti að fela sig á bak aðgerða- eða tilvistarleysi æðri mátta. Frjáls vilji gefur okkur frelsi til að skapa okkur bjarta framtíð á okkar forsendum. Með okkar frjálsa vilja er okkur einnig frjálst að dæma almættið úr leik, eins og sumir kjósa, á forsendum sem virðast frambærilegar í fyrstu, en halda þó ekki vatni þegar á hólminn er komið. Án okkar frjálsa vilja værum við bara fjarstýrð peð á plánetunni Jörð. Við gætum í vanmætti okkar í besta falli státað okkur af styrkri stjórn Guðs og eilífri, óumbeðinni björg hans í okkar daglega lífi. Við þyrftum ekki að velja að trúa á Guð - hann myndi bara láta okkur trúa á sig. Hann myndi einfaldlega beina himneskri fjarstýringunni sinni að okkur og þrýsta á þakklætishnappinn - og um leið myndum við þakklát og hamingjusöm hrópa, öll sem eitt: „Hallelúja! Þökk sé Guði!“
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun