Erlent

Hillary Clinton mun ekki bjóða sig aftur fram

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hillary Clinton tapaði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að hafa fengið tæplega þremur milljónum fleiri atkvæði en Donald Trump.
Hillary Clinton tapaði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að hafa fengið tæplega þremur milljónum fleiri atkvæði en Donald Trump. Vísir/AFP
Einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton segir að það sé útilokað að hún muni bjóða sig fram aftur eftir tap hennar gegn Donald Trump í forsetakosningunum. CNN greinir frá.

Clinton hefur að undanförnu verið orðuð við framboð til borgarstjóra New York gegn sitjandi borgarstjóra, demókratanum Bill de Blasio.

Neera Tandeen, sem stýrir hugveitunni Center for American Progress, segir þó að það komi ekki til greina og að hún muni ekki bjóða sig fram til neins embættis.

Eftir afar harðvítuga baráttu gegn Trump og óvænt tap segir Tandeen að Clinton muni þess í stað einbeita sér að því að vinna að því að hjálpa fjölskyldum og börnum. Þar liggi hugur hennar næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×