Viðskipti erlent

Laun forstjóra Apple lækkuðu um 15 prósent á milli ára þar sem sölumarkmið náðust ekki

Anton Egilsson skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple, lækkar töluvert í launum milli ára.
Tim Cook, forstjóri Apple, lækkar töluvert í launum milli ára. Vísir/Getty
Laun Tim Cook, forstjóra Apple, á síðasta ári lækkuðu um fimmtán prósent frá árinu á undan þar sem sölumarkmiðum tæknirisans fyrir árið 2016 var ekki náð. Heildarlaun forstjórans á árinu 2016 voru 8,75 milljónir bandaríkjadollara samanborið við 10,3 milljónir árið áður. UPI greinir frá þessu.

Bónusgreiðslur til forstjórans eru bundnar við það að fyrirtækið nái sölumarkmiðum sínum. Minni sala á iPhone símanum þá aðallega á Kínamarkaði var helsta ástæða þess að sölutölur síðasta árs voru lægri en að var stefnt. 

Þrátt fyrir að Apple hafi ekki náð sölumarkmiðum sínum á síðasta ári eru þeir enn langverðmætasta fyrirtæki heims en markaðsvirði þeirra er rúmir 600 milljarðar bandaríkjadollara.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×