Tilvonandi yfirmaður njósnamála Bandaríkjanna var settur á svartan lista Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2017 17:40 Dan Coats. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt fyrrverandi öldungardeildarþingmaninn og sendiherrann Dan Coats til að gegna embætti yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. Árið 2014 var hann og aðrir þingmenn settir á svartan lista Rússa og meinað að ferðast til Rússlands. AFP greinir frá.Coats var öldungardeildarþingmaður á árunum 1989-1999 og aftur frá 2011 til ársins í ár en hann lét af störfum sem þingmaður í síðustu viku. Meðan hann var öldungardeildarþingmaður var hann nefndarmaður í njósnamáladeild þingsins og var þar harður andstæðingur Rússa. Barðist hann sérstaklega fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna og bandamanna gagnvart Rússum eftir innrás þeirra í Krímskaga. Fyrir það var hann settur á sérstakan svartan lista Rússa, ásamt sex öðrum þingmönnum og þremur starfsmönnum Hvíta hússins. Var þeim meinað að ferðast til Rússlands. Coats hefur sagt að það sé heiður að hafa verið settur á þennan svarta lista og gerði hann á sínum tíma góðlátlegt grín að veru sinni á honum. „Mér þykir leitt að ég geti ekki ferðast með fjölskyldu minni til Síberíu í sumar,“ sagði Coats í viðtali við Washington Post árið 2014. Stjórnmálaskýrendur ytra virðast vera nokkuð hissa á tilnefningu Coats enda harður andstæðingur Rússa á alþjóðavettvangi. Trump og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa eldað saman grátt silfur að undanförnu vegna meintra afskipta rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum þar sem Trump fór með sigur af hólmi. Bandaríska leyniþjónustan segist geta nafngreint rússneska einstaklinga sem hafi staðið á bak við innbrot í tölvukerfi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Verði tilnefning Coats staðfest af bandaríska þinginu mun hann gegna embætti yfirmanns njósnamála (Director of National Intelligence) en meginhlutverk embættisins er að samhæfa starf þeirra sextán stofnana Bandaríkjanna sem fara með njósnamál í Bandaríkjunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00 Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45 Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt fyrrverandi öldungardeildarþingmaninn og sendiherrann Dan Coats til að gegna embætti yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. Árið 2014 var hann og aðrir þingmenn settir á svartan lista Rússa og meinað að ferðast til Rússlands. AFP greinir frá.Coats var öldungardeildarþingmaður á árunum 1989-1999 og aftur frá 2011 til ársins í ár en hann lét af störfum sem þingmaður í síðustu viku. Meðan hann var öldungardeildarþingmaður var hann nefndarmaður í njósnamáladeild þingsins og var þar harður andstæðingur Rússa. Barðist hann sérstaklega fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna og bandamanna gagnvart Rússum eftir innrás þeirra í Krímskaga. Fyrir það var hann settur á sérstakan svartan lista Rússa, ásamt sex öðrum þingmönnum og þremur starfsmönnum Hvíta hússins. Var þeim meinað að ferðast til Rússlands. Coats hefur sagt að það sé heiður að hafa verið settur á þennan svarta lista og gerði hann á sínum tíma góðlátlegt grín að veru sinni á honum. „Mér þykir leitt að ég geti ekki ferðast með fjölskyldu minni til Síberíu í sumar,“ sagði Coats í viðtali við Washington Post árið 2014. Stjórnmálaskýrendur ytra virðast vera nokkuð hissa á tilnefningu Coats enda harður andstæðingur Rússa á alþjóðavettvangi. Trump og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa eldað saman grátt silfur að undanförnu vegna meintra afskipta rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum þar sem Trump fór með sigur af hólmi. Bandaríska leyniþjónustan segist geta nafngreint rússneska einstaklinga sem hafi staðið á bak við innbrot í tölvukerfi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Verði tilnefning Coats staðfest af bandaríska þinginu mun hann gegna embætti yfirmanns njósnamála (Director of National Intelligence) en meginhlutverk embættisins er að samhæfa starf þeirra sextán stofnana Bandaríkjanna sem fara með njósnamál í Bandaríkjunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00 Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45 Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00
Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45
Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40