Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. janúar 2017 20:01 Gaila og David Wilson Vísir/Skjáskot Áströlsk hjón sem leitað var í gær eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp óttuðust að þau yrðu úti. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að hjónunum í gær. Þau vanda ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland ekki kveðjuna, en lagt var upp í vélsleðaferðina þrátt fyrir stormviðvörun. David og Gaila Wilson voru í skipulagðri vélslseðaferð á vegum Mountaineers of Iceland þegar slokknaði á vélsleða þeirra hjóna. Þau biðu eftir því að leiðsögumaðurinn uppgötvaði að þau hefðu orðið eftir en án árangurs. Wilson hjónin voru í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Samkvæmt David hafði þeim verið sagt að ef einhver yrði viðskila við hópinn ætti viðkomandi að bíða og að leiðsögumaður myndi koma eftir fimm til tíu mínútur. Eftir að leiðsögumaður hafi gengið á röðina segist David hafa rekið sig í takka og drepið á vélsleðanum. Hann hafi reynt að gera leiðsögumanninum viðvart en án árangurs. Hjónin biðu eftir leiðsögumanninum í tvo og hálfan klukkutíma en án arangurs.Grófu sig í fönn Að endingu tókst David að koma vélsleðanuma ftur í gang. Þau hafi séð vélsleðaslóðina og ákveðið að reyna að fylgja henni. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin. Þau hafi þá ákveðið að grafa sig í fönn. „Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ sagði David í samtali við RÚV. Hvarf hjónanna uppgötvaðist um þrjúleytið og voru björgunarsveitir kallaðar út rúmlega hálf fjögur. Þau segjast bæði hafa verið mjög óttasleginn og segjast ekki skilja hvers vegna ákveðið var að leggja upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. „Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ sagði David, sem finnst einnig undarlegt að þeim hafi ekki verið kennt að gangsetja sleðann.Eins og slæmur draumur Þau segja að ástandið hafi verið bærilegt á meðan þau grófu sig í fönn en þegar þau sátu og biðu eftir að vera bjargað hafi þeim ekki litist á blikuna. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Síðan fór hugurinn að spila með mann: Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?,“ sagði David. „Þetta er bara eins og slæmur draumur, ég óttast að vakna þarna í fönninni aftur,“ segir Gaila. David segist einnig furða sig á því hvers vegna fyrirtækið hafi ekki farið með þau hjónin á sjúkrahús. Þau hafi sjálf farið í dag og borgað töluverða upphæð. Hjónin segjast þó þakklát björgunarsveitarfólkinu sem kom þeim til bjargar. Tengdar fréttir Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01 Vélsleðamanna leitað á Langjökli Tveir urðu viðskila við vélsleðahóp. 5. janúar 2017 16:45 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Áströlsk hjón sem leitað var í gær eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp óttuðust að þau yrðu úti. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að hjónunum í gær. Þau vanda ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland ekki kveðjuna, en lagt var upp í vélsleðaferðina þrátt fyrir stormviðvörun. David og Gaila Wilson voru í skipulagðri vélslseðaferð á vegum Mountaineers of Iceland þegar slokknaði á vélsleða þeirra hjóna. Þau biðu eftir því að leiðsögumaðurinn uppgötvaði að þau hefðu orðið eftir en án árangurs. Wilson hjónin voru í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Samkvæmt David hafði þeim verið sagt að ef einhver yrði viðskila við hópinn ætti viðkomandi að bíða og að leiðsögumaður myndi koma eftir fimm til tíu mínútur. Eftir að leiðsögumaður hafi gengið á röðina segist David hafa rekið sig í takka og drepið á vélsleðanum. Hann hafi reynt að gera leiðsögumanninum viðvart en án árangurs. Hjónin biðu eftir leiðsögumanninum í tvo og hálfan klukkutíma en án arangurs.Grófu sig í fönn Að endingu tókst David að koma vélsleðanuma ftur í gang. Þau hafi séð vélsleðaslóðina og ákveðið að reyna að fylgja henni. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin. Þau hafi þá ákveðið að grafa sig í fönn. „Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ sagði David í samtali við RÚV. Hvarf hjónanna uppgötvaðist um þrjúleytið og voru björgunarsveitir kallaðar út rúmlega hálf fjögur. Þau segjast bæði hafa verið mjög óttasleginn og segjast ekki skilja hvers vegna ákveðið var að leggja upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. „Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ sagði David, sem finnst einnig undarlegt að þeim hafi ekki verið kennt að gangsetja sleðann.Eins og slæmur draumur Þau segja að ástandið hafi verið bærilegt á meðan þau grófu sig í fönn en þegar þau sátu og biðu eftir að vera bjargað hafi þeim ekki litist á blikuna. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Síðan fór hugurinn að spila með mann: Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?,“ sagði David. „Þetta er bara eins og slæmur draumur, ég óttast að vakna þarna í fönninni aftur,“ segir Gaila. David segist einnig furða sig á því hvers vegna fyrirtækið hafi ekki farið með þau hjónin á sjúkrahús. Þau hafi sjálf farið í dag og borgað töluverða upphæð. Hjónin segjast þó þakklát björgunarsveitarfólkinu sem kom þeim til bjargar.
Tengdar fréttir Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01 Vélsleðamanna leitað á Langjökli Tveir urðu viðskila við vélsleðahóp. 5. janúar 2017 16:45 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01