Viðskipti innlent

Eik kaupir húsnæði Hótel Marina

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hótel Marina við Slippinn í Reykjavík
Hótel Marina við Slippinn í Reykjavík
Forsvarsmenn Eikar fasteignafélags undirrituðu í dag kaupsamning á Slippnum fasteignafélagi ehf. sem á húsnæði Hótel Marina. Samningurinn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins en afhending á fasteignunum á að fara fram á fyrsta ársfjórðungi 2017. 

Eik undirritaði þann 18. nóvember síðastliðinn kauptilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé Slippsins. Heildarvirði kaupanna var þá sagt vera 4.450 milljónir króna. Fasteignir í eigu Slippsins fasteignafélags eru Mýrargata 2-8, Mýrargata 12 og Mýrargata 14-16. Eignirnar eru samtals 6.504 fermetrar. Flugleiðahótel er leigutaki allra fermetrana og eru með langtímaleigusamning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×