Viðskipti innlent

Haraldur ráðinn framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar

Haraldur Guðmundsson skrifar
Haraldur Bergsson vann áður hjá Next á Íslandi.
Haraldur Bergsson vann áður hjá Next á Íslandi.
Haraldur Bergsson er nýr framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. Hann tekur við starfinu af Baldri Björnssyni, stofnanda fyrirtækisins sem mun halda áfram í stjórn þess. Þetta kemur fram í fréttilkynningu frá Múrbúðinni.

Haraldur er 36 ára gamall og var síðast framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Áður var hann meðal annars verslunarstjóri og starfaði á verslanasviði Byko. Haraldur er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

„Múrbúðin er byggingavöruverslun með útsölustaði á Kletthálsi í Reykjavík og Reykjanesbæ ásamt því að selja í gegnum endursöluaðila. Múrbúðin var stofnuð af Baldri Björnssyni árið 2002. Í dag starfa hjá fyrirtækinu um 20 manns,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×