Væntingar Kristjáns til Íslands ekki miklar: Vill sjá ungu mennina fá mínútur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 09:45 Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru atvinnumenn í Danmörku og Svíþjóð en Janus Daði hefur orðið Íslandsmeistari með Haukum undanfarin tvö ár. vísir/stefán/ernir Kristján Arason, einn besti handboltamaður í sögu Íslands, gerir ekki miklar væntingar til íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið stendur á tímamótum og gæti verið án síns besta leikmanns. Strákarnir okkar fara á fullt í undirbúningi fyrir HM í dag þegar þeir hefja leik á Bygma-æfingamótinu í Danmörku en mótherjar dagsins eru Egyptar sem Ísland hefur ekki tapað fyrir í níu ár. „Ég er að vona að við endum mótið sem eitt af þeim átta efstu. Að krefja það um eitthvað meira er ósanngjarnt,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag en okkar menn eru í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin fara í 16 liða úrslitin. Aron Pálmarsson, besti handboltamaður Íslands, er meiddur og verður ekki með í Danmörku en vonast er til að hann geti spilað á HM. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi hans. „Það mun auðvitað breyta heilmiklu ef Aron Pálmarsson getur ekki verið með. Hann er sá leikmaður sem á að gera gæfumuninn enda okkar besti handboltamaður. Maður hefur tvenns konar sýn á liðið, með og án Arons,“ segir Kristján sem vill að yngri leikmenn, framtíð íslenska liðsins, fái nú tækifæri og spili alvöru mínútur í Frakklandi. „Ég vil sjá Janus Daða, Ómar Inga og Arnar Frey fá að spila sína rullu á þessu móti. Ég tel að liðið verði ekki verra þótt þeir fái sína kafla. Janus og Ómar eru flinkir leikmenn og Arnar hefur staðið sig mjög vel,“ segir Kristján. „Þetta eru strákar sem eru komnir með ágæta reynslu þótt það sé mikill munur á því að spila á stóru heimsmeistaramóti og í deildinni hér heima eða í unglingalandsliðinu. Ég myndi vilja sjá þá fá 10-20 mínútna spiltíma í hverjum leik,“ segir Kristján Arason. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Strákarnir hafa ekki tapað fyrir Egyptum í níu ár Íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma. 5. janúar 2017 07:00 Guðjón Valur langmarkahæsti leikmaðurinn á HM Guðjón Valur Sigurðsson er þriðji reynslumesti leikmaðurinn sem spilar á HM en sá langmarkahæsti. 3. janúar 2017 19:45 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir átta daga þegar þeir mæta Spáni. 4. janúar 2017 13:45 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Kristján Arason, einn besti handboltamaður í sögu Íslands, gerir ekki miklar væntingar til íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið stendur á tímamótum og gæti verið án síns besta leikmanns. Strákarnir okkar fara á fullt í undirbúningi fyrir HM í dag þegar þeir hefja leik á Bygma-æfingamótinu í Danmörku en mótherjar dagsins eru Egyptar sem Ísland hefur ekki tapað fyrir í níu ár. „Ég er að vona að við endum mótið sem eitt af þeim átta efstu. Að krefja það um eitthvað meira er ósanngjarnt,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag en okkar menn eru í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin fara í 16 liða úrslitin. Aron Pálmarsson, besti handboltamaður Íslands, er meiddur og verður ekki með í Danmörku en vonast er til að hann geti spilað á HM. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi hans. „Það mun auðvitað breyta heilmiklu ef Aron Pálmarsson getur ekki verið með. Hann er sá leikmaður sem á að gera gæfumuninn enda okkar besti handboltamaður. Maður hefur tvenns konar sýn á liðið, með og án Arons,“ segir Kristján sem vill að yngri leikmenn, framtíð íslenska liðsins, fái nú tækifæri og spili alvöru mínútur í Frakklandi. „Ég vil sjá Janus Daða, Ómar Inga og Arnar Frey fá að spila sína rullu á þessu móti. Ég tel að liðið verði ekki verra þótt þeir fái sína kafla. Janus og Ómar eru flinkir leikmenn og Arnar hefur staðið sig mjög vel,“ segir Kristján. „Þetta eru strákar sem eru komnir með ágæta reynslu þótt það sé mikill munur á því að spila á stóru heimsmeistaramóti og í deildinni hér heima eða í unglingalandsliðinu. Ég myndi vilja sjá þá fá 10-20 mínútna spiltíma í hverjum leik,“ segir Kristján Arason.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Strákarnir hafa ekki tapað fyrir Egyptum í níu ár Íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma. 5. janúar 2017 07:00 Guðjón Valur langmarkahæsti leikmaðurinn á HM Guðjón Valur Sigurðsson er þriðji reynslumesti leikmaðurinn sem spilar á HM en sá langmarkahæsti. 3. janúar 2017 19:45 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir átta daga þegar þeir mæta Spáni. 4. janúar 2017 13:45 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00
Strákarnir hafa ekki tapað fyrir Egyptum í níu ár Íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma. 5. janúar 2017 07:00
Guðjón Valur langmarkahæsti leikmaðurinn á HM Guðjón Valur Sigurðsson er þriðji reynslumesti leikmaðurinn sem spilar á HM en sá langmarkahæsti. 3. janúar 2017 19:45
Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15
Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir átta daga þegar þeir mæta Spáni. 4. janúar 2017 13:45
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða