Trump hæðist að bandarísku leyniþjónustunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2017 21:18 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um lögmæti þeirra upplýsinga sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sig hafa undir höndum varðandi tölvuárásir Rússa. Trump hefur nú notað tækifærið og hæðst að bandarísku leyniþjónustunni í tísti. CNN greinir frá. Bandarískar leyniþjónustustofnanir eru sammála um þátt Rússa í tölvuárásum á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar en Trump hefur efast um sannleiksgildi þeirra upplýsinga. Trump á að eigin sögn að mæta á föstudaginn á upplýsingafund um rússnesku tölvuárásirnar með forsvarsmönnum umræddra leyniþjónustustofnana. Samkvæmt Trump átti sá fundur hins vegar að fara fram í gær. Hann furðar sig á frestuninni á Twitter. Í umræddri Twitter færslu sinni nýtir Trump jafnframt tækifærið til að hæðast að viðkomandi stofnunum með því að setja kaldhæðnislegar gæsalappir utan um ensku orðin „intelligence“ og „russian hacking.“ Um leið ýjar Trump að því að fundinum hafi verið frestað vegna þess að viðkomandi stofnanir þurfi að finna fleiri sönnunargögn til að styðja mál sitt og segir að fresturinn sé furðulegur. Forsvarsmenn viðkomandi stofnanna hafa hins vegar sagt að tíst Trump sé afar furðulegt, þar sem enginn fundur hafi verið skipulagður á þriðjudaginn, heldur hafi fundurinn alltaf átt að fara fram síðar í vikunni og því hafi aldrei verið um neinn frest að ræða.The "Intelligence" briefing on so-called "Russian hacking" was delayed until Friday, perhaps more time needed to build a case. Very strange!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um lögmæti þeirra upplýsinga sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sig hafa undir höndum varðandi tölvuárásir Rússa. Trump hefur nú notað tækifærið og hæðst að bandarísku leyniþjónustunni í tísti. CNN greinir frá. Bandarískar leyniþjónustustofnanir eru sammála um þátt Rússa í tölvuárásum á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar en Trump hefur efast um sannleiksgildi þeirra upplýsinga. Trump á að eigin sögn að mæta á föstudaginn á upplýsingafund um rússnesku tölvuárásirnar með forsvarsmönnum umræddra leyniþjónustustofnana. Samkvæmt Trump átti sá fundur hins vegar að fara fram í gær. Hann furðar sig á frestuninni á Twitter. Í umræddri Twitter færslu sinni nýtir Trump jafnframt tækifærið til að hæðast að viðkomandi stofnunum með því að setja kaldhæðnislegar gæsalappir utan um ensku orðin „intelligence“ og „russian hacking.“ Um leið ýjar Trump að því að fundinum hafi verið frestað vegna þess að viðkomandi stofnanir þurfi að finna fleiri sönnunargögn til að styðja mál sitt og segir að fresturinn sé furðulegur. Forsvarsmenn viðkomandi stofnanna hafa hins vegar sagt að tíst Trump sé afar furðulegt, þar sem enginn fundur hafi verið skipulagður á þriðjudaginn, heldur hafi fundurinn alltaf átt að fara fram síðar í vikunni og því hafi aldrei verið um neinn frest að ræða.The "Intelligence" briefing on so-called "Russian hacking" was delayed until Friday, perhaps more time needed to build a case. Very strange!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira